Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland

Don­ald Trump, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, úti­lok­ar ekki að beita hern­að­ar­valdi til að ná Græn­landi und­ir Banda­rík­in.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump jr. á Grænlandi í dag Sonur forsetans ræddi við fjölmiðla og situr hér fyrir á sjálfsmynd með grænlenskum aðdáanda í höfuðborginni Nuuk. Mynd: AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, gaf í dag í fyrsta sinn til kynna að Bandaríkin gætu beitt hernaðarvaldi til þess að ná undir sig Grænlandi, sem og Panamaskurðinum.

Fyrr í dag var sonur hans, Donald Trump jr, í persónulegri heimsókn á Grænlandi, þar sem hann ræddi meðal annars við fjölmiðlafólk.

Spurður af fréttamönnum á setri hans við Mar-a-Lago í Flórída hvort hann myndi útiloka að beita „hernaðarlegum eða efnahagslegum þvingunum“ til þess að ná Panamaskurðinum og Grænlandi undir Bandaríkin sagði Bandaríkjaforseti „nei“. „Ég get fullvissað þig um hvorugt, en ég get sagt að við þurfum þau fyrir efnahagslegt öryggi,“ sagði hann.

„Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi er alger nauðsyn,“ sagði Donald Trump í desember.

Þá sagði Trump í dag að ef Danmörk myndi ekki gefa Bandaríkjunum Grænland, skyldu Bandaríkin „beita Danmörku tollum á háu stigi“.

„Þetta verður gullöld Bandaríkjanna. Við erum núna land í umsátri,“ sagði Trump að lokum.

Bæði grænlensk og dönsk yfirvöld hafa staðfastlega tekið fram að Grænland sé á forræði íbúa þess, en líklegt er talið að framundan séu kosningar um sjálfstæði landsins.

Trumpistar á GrænlandiGrænlandingar prýddir höfuðfati trumpista biðu komu Donalds Trumps yngri á flugvellinum í Nuuk í dag.

Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, segir í tilefni orða Trumps að hvorki Danir né Bandaríkjamenn muni ráða framtíð Grænlands. „Lof mér að endurtaka það: Grænlands er Grænlendinga. Okkar framtíð og barátta fyrir sjálfstæði er okkar mál,“ sagði hann. „Danir, Bandaríkjamenn og allir aðrir geta haft skoðanir, en við látum móðursýkina ekki fanga okkur eða stýrumst af öðrum. Því okkar framtíð er okkar og verður mörkuð af okkur.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár