Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland

Don­ald Trump, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, úti­lok­ar ekki að beita hern­að­ar­valdi til að ná Græn­landi und­ir Banda­rík­in.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump jr. á Grænlandi í dag Sonur forsetans ræddi við fjölmiðla og situr hér fyrir á sjálfsmynd með grænlenskum aðdáanda í höfuðborginni Nuuk. Mynd: AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, gaf í dag í fyrsta sinn til kynna að Bandaríkin gætu beitt hernaðarvaldi til þess að ná undir sig Grænlandi, sem og Panamaskurðinum.

Fyrr í dag var sonur hans, Donald Trump jr, í persónulegri heimsókn á Grænlandi, þar sem hann ræddi meðal annars við fjölmiðlafólk.

Spurður af fréttamönnum á setri hans við Mar-a-Lago í Flórída hvort hann myndi útiloka að beita „hernaðarlegum eða efnahagslegum þvingunum“ til þess að ná Panamaskurðinum og Grænlandi undir Bandaríkin sagði Bandaríkjaforseti „nei“. „Ég get fullvissað þig um hvorugt, en ég get sagt að við þurfum þau fyrir efnahagslegt öryggi,“ sagði hann.

„Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi er alger nauðsyn,“ sagði Donald Trump í desember.

Þá sagði Trump í dag að ef Danmörk myndi ekki gefa Bandaríkjunum Grænland, skyldu Bandaríkin „beita Danmörku tollum á háu stigi“.

„Þetta verður gullöld Bandaríkjanna. Við erum núna land í umsátri,“ sagði Trump að lokum.

Bæði grænlensk og dönsk yfirvöld hafa staðfastlega tekið fram að Grænland sé á forræði íbúa þess, en líklegt er talið að framundan séu kosningar um sjálfstæði landsins.

Trumpistar á GrænlandiGrænlandingar prýddir höfuðfati trumpista biðu komu Donalds Trumps yngri á flugvellinum í Nuuk í dag.

Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, segir í tilefni orða Trumps að hvorki Danir né Bandaríkjamenn muni ráða framtíð Grænlands. „Lof mér að endurtaka það: Grænlands er Grænlendinga. Okkar framtíð og barátta fyrir sjálfstæði er okkar mál,“ sagði hann. „Danir, Bandaríkjamenn og allir aðrir geta haft skoðanir, en við látum móðursýkina ekki fanga okkur eða stýrumst af öðrum. Því okkar framtíð er okkar og verður mörkuð af okkur.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu