Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Mest lesið á Heimildinni árið 2024

Af þeim tíu grein­um sem voru mest lesn­ar á vef Heim­ild­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða voru þrír skoð­anap­istl­ar. Þá fóru víða frétt­ir um eld­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga, fatl­að­an mann sem var lok­að­ur inni um ára­bil og vitni sem lýsti að­stæð­um á vett­vangi í Nes­kaup­stað.

Mest lesið á Heimildinni árið 2024

1. Það sem var skrítið við áramótaskaupið

Pistill eftir Jón Trausta Reynisson

Sú grein sem var mest lesin á vef Heimildarinnar á árinu sem er að líða er pistill Jóns Trausta Reynissonar um áramótaskaupið 2023. Þar vakti Jón Trausti Reynisson máls á því hvernig þátturinn hefði hverfst um upplifun frægs fólks og peningadýrkun, í stað þess að taka upp sjónarhorn almennings.

Birtist 1. janúar.

2. Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár

Viðtal eftir Erlu Hlynsdóttur

Næst mest lesna grein ársins var viðtal við Ásdísi Snjólfsdóttur, móður Sveins Bjarnasonar, fatlaðs manns sem þarf aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs. En Sveinn bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Mál hans varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.

Birtist 6. apríl.

3. „Krýsuvík er komin í gang“

Skýring eftir Sunnu Ósk Logadóttur

Í ljósi sög­unn­ar má ætla að eld­gos­in verði stærri og fleiri eld­stöðva­kerfi vakna þeg­ar líða tek­ur á það gos­tíma­bil sem nú er haf­ið á Reykja­nesskaga. Hraun­rennsli og sprungu­hreyf­ing­ar munu þá ógna íbúa­byggð og inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Birtist 20. janúar.

4. „Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaupið“

Frétt eftir Helga Seljan, Georg Gylfason og Ragnhildi Helgadóttur

Sig­fúsi Öfjörð ýt­u­stjóra tókst að bjarga jarð­ýtu sinni með mikl­um naum­ind­um frá hraun­flæð­i við Grindavík um miðjan janúar 2024. Eft­ir að gos hófst flæddi hraun­ið í átt að vinnu­vél­um verk­taka sem unn­ið höfðu að gerð varn­ar­garða. Þeg­ar Sig­fús fékk leyfi til þess að forða ýt­unni frá hraun­inu var ein rúð­an þeg­ar sprung­in vegna hit­ans. Slík var ná­lægð­in.

Birtist 14. janúar.

5. Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupstað

Frétt eftir Ragnhildi Helgadóttur

Kona í Nes­kaup­stað sá mann ganga inn til hjóna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í ágúst. Þeg­ar hún heyrði dynk hlustaði hún eft­ir skýr­ing­um. „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur. Þannig að mér datt aldrei til hugar að það væri eitthvað alvarlegt að gerast.“

Birtist 22. ágúst.

6. „Fáránleikinn“ tekur sviðið í Eurovision

Pistill eftir Jón Trausta Reynisson

Í kjölfar Söngvakeppninnar árið 2024 skrifaði Jón Trausti um þær brotalínur menningarstríðs sem lágu í gegnum keppnina vegna stríðsreksturs Ísraels í Palestínu. „Því var áður spáð að hatrið myndi sigra, en það var í ár sem hræðslan við að sýna kærleika sigraði,“ skrifaði hann um það að hinn palestínski Bashar Murad hefði lotið í lægra haldi fyrir Heru Björk.

Birtist 3. mars.

7. „Bryndís Klara er dóttir mín“

Frétt eftir Erlu Hlynsdóttur

Birg­ir Karl Ósk­ars­son, fað­ir Bryn­dís­ar Klöru sem lést eft­ir árás á menn­ing­arnótt, minntist henn­ar með hlýju: „Hún var hjarta­hlýj­asta og sak­laus­asta mann­ver­an sem hef­ur stig­ið á þess­ari jörð.“

Birtist 31. ágúst.

8. Þið eruð óvitar! ­– hlustið á okkur

Auður Jónsdóttir skrifaði um þann „anda elítisma“ sem henni þótti einkenna kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þar kæmu saman menningarlegt vald, vald fjármagnsins og vald sjálfs valdakerfisins og leituðust við að styðja sinn frambjóðanda til sigurs.

Birtist 27. maí.

9. Sökktu kurli og seldu syndaaflausn

Rannsókn Bjartmars Odds Þeys Alexanderssonar og Sunnu Óskar Logadóttur

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með.

Birtist 14. júní

10. Hjúkkan sem reyndi að bjarga mér á bráðamóttökunni – og sagði svo upp

Reynsla Erlu Maríu Markúsdóttur

„Fyrir tveimur árum, upp á dag, dvaldi ég á biðstofu á bráðamóttökunni í rúmar fimm klukkustundir án þess að hitta lækni. Hjúkrunarfræðingurinn sem reyndi að koma mér inn í kerfið gat það ekki. Hún gaf sjálf upp vonina og sagði upp.“

Birtist 17. maí.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu