Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Afdrifarík krýning á jóladag fyrir 1.224 árum

Leó páfi III greip til ör­þrifa­ráða til að bjarga líf­inu.

Afdrifarík krýning á jóladag fyrir 1.224 árum
Karlamagnús krýndur á jóladag. Myndina málaði Friedrich Kaulbach á ofanverðri 19. öld.

Leó páfi var hræddur. Hann naut að vísu stuðnings Karls Frankakóngs sem hafði haldið honum á páfastóli fram að þessu en kannski myndi kóngi snúast hugur fyrr en varði og taka að styðja einhvern annan preláta til æðstu metorða innan kirkjunnar.

Og þá var ekki að vita hve lengi Leó gæti skrimt.

Í apríl hafði verið ráðist á hann þar sem hann var þó í fullum embættisskrúða að leiða trúarlega skrúðgöngu um Rómarstræti. Hópur vopnaðra manna hafði ráðist að honum og dregið hann í öngstræti þar sem þeir bjuggust til að skera úr honum tunguna og stinga úr honum augun.

Sendimenn Karls konungs, sem voru af tilviljun í borginni, höfðu bjargað honum á síðustu stundu og hrakið vopnuðu mennina á flótta. Þá var Leó í öngviti og illa sár þótt hann héldi bæði tungunni og augunum.

Um haustið höfðu óvinir páfa lagt fram ákærur gegn honum um bæði meinsæri og hórerí og þótt ásökunum þeirra væri um síðir hafnað var ljóst að óvinirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta. Það leið að jólum og Leó gat slakað á í bili af því Karl var staddur í Róm en hvað gerðist svo þegar kóngur héldi brott? Gæti hann ekki komist að þeirri niðurstöðu að það væri of mikið vesin að styðja Leó áfram?

Já, páfi var verulega hræddur. En þegar hann braut heilann um hvað hann gæti gert til að tryggja sér endanlega stuðning hins volduga konungs gegn illskeyttum óvinum, þá fékk hann snjalla hugmynd.

Hugmynd sem átti eftir að draga dilk á eftir sér næstu þúsund árin.

Rómaveldi í Vestur-Evrópu hrundi eins og allir vita á fimmtu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar). Austurrómverska ríkið (sem við köllum nú oftast Býsans) hélt velli á Balkanskaga, Tyrklandi og fyrir Miðjarðarhafsbotni en í vestrinu urðu til ýmis sundurþykk konungsríki sem germanskar konungsættir stýrðu.

Í Gallíu náðu Frankar til dæmis undirtökunum og þegar leið að aldamótunum 800 var þar risið mjög öflugt ríki Karls konungs. Hann hafði náð undir sig meginhluta hinnar fornu Germaníu (nú Þýskalands) og var farinn að teygja veldi sitt suður á Ítalíu líka.

Ítalía hafði í nokkrar aldir verið leiksoppur innfæddra höfðingja, stríðandi innrásarherja, Býsansmanna og kaþólsku kirkjunnar. Rómaborg var ekki svipur hjá sjón og um páfadóm bitust valdaættir og hagsmunahópar í borginni af mikilli hörku og grimmd.

Leó Asupius var valinn til páfa árið 795. Um hann er harla fátt vitað nema hvað hann var fæddur í Róm og var sennilega ekki af helstu aðalsættunum borgarinnar. Kannski var hann valinn til páfa sem einhvers konar málamiðlun milli helstu fylkinga sem rifust um völdin en altént var hann fljótur að glata vinsældum sínum í borginni, ef þær voru þá einhverjar til að byrja með.

Leó hélt velli með því að binda trúss sitt sem vandlegast við Karl Frankakonung sem hafði nú æ meiri afskipti af málum á Ítalíu. Pólitískt eða hernaðarlega skiptu yfirráð yfir Rómaborg litlu máli þegar þarna var komið sögu, en bæði hin glæsta saga borgarinnar og páfadómur ollu því að yfirráð yfir borginni skiptu talsverðu máli.

Því studdi Karl hinn umsetna Leó páfa en sá síðarnefndi var farinn að óttast að sá stuðningur kynni að fara minnkandi.

Og því ákvað hann að hrinda í framkvæmd þeirri einu hugmynd sem hann fékk til að binda stuðning Karls endanlega við sig.

Þegar Karl kóngur var viðstaddur páfamessu í Róm á jóladag árið 800 þá steig Leó skyndilega fram með kórónu í hendi og kvað nú mikilfengleik Karls konungs orðinn svo augljósan og yfirþyrmandi að konungsnafn dygði honum ekki lengur og því skyldi hann nú krýndur keisari, arftaki og sporgöngumaður hinna miklu keisara Rómaveldis hins forna.

Samtímaheimildir herma allar að Karli hafi hnykkt við og honum hafi líkað þetta stórilla. Hann hafi þó ákveðið að láta sig hafa það og kropið á kné svo Leó páfi gat komið kórónunni á höfuð hans og lýst hann formlega keisara í hinu heilaga rómverska ríki.

Það var í raun skiljanlegt að Karli mislíkaði. Með því að þiggja krýningu með þessum hætti af páfa mátti segja að Karl viðurkenndi að kirkjan stæði veraldlegu valdi hans ofar. Hún hefði vald til að veita tign sem þessa. Seinni tíma fræðimenn hafa að vísu sumir efast um undrun Karls konungs og talið þetta allt saman runnið undan rifjum konungs sjálfs en það er seinnitíma skýring. Enginn vafi getur leikið á um að krýningin á jóladag fyrir 1.224 árum var fyrst og fremst til marks um lífhræðslu páfa.

En hvernig gat þessi atburður skipt máli til framtíðar?

Jú — hið víðfema ríki Karls konungs, eða Karlamagnúsar, eins og hann er kallaður, það varð ekki langlíft sem heild. Eftir nokkra áratugi klofnaði það í megindráttum í tvennt, Frankaland (eða Frakkland) og Þýskaland. Fyrir duttlunga örlaganna fylgdi keisaratitillinn Þýskalandshlutanum og í nærri þúsund geisuðu þrálát stríð og innanlandsófriður um það hvaða þýski pótintáti fengi að skreyta sig keisaratitlinum sem Leó hafði sæmt Karli.

Og máttu margir og amma hans deyja vegna þess arna.

Sjálfur fékk Leó páfi að njóta í sextán ár þeirra ævidaga sem hann aflaði sér að líkindum með því að bregða óvænti krúnu á höfuð höfuðs. Hann dó 816, tveim árum á eftir Karlamagnúsi.

Hér má heyra frásögn af því þegar Karlamagnús ætlaði, eða ætlaði ekki, að ganga í hjónaband.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár