Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins

Verði Kristrún Frosta­dótt­ir næsti for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar ný rík­is­stjórn verð­ur mynd­uð um helg­ina verð­ur hún yngsta mann­eskj­an til að gegna embætt­inu frá því að Ís­land öðl­að­ist sjálf­stæði.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins
Kristrún Frostadóttir varð formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Mynd: Golli

Nú keppast fjölmiðlar landsins við að spá fyrir um það hvernig næsta ríkisstjórn landsins muni verða skipuð. Stjórnarsáttmáli milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynntur á morgun og ráðherraskipanin einnig. Ríkisráðsfundur mun fara fram og ný ríkisstjórn skipuð á Bessastöðum á sunnudag.

36 ára og sjö mánaða

Bæði Morgunblaðið og Vísir fullyrða að samkvæmt heimildum þeirra verði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, næsti forsætisráðherra. Þá segja miðlarnir að Viðreisn muni fá bæði utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið en Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið.

Gangi þetta eftir mun Kristrún Frostadóttir verða yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hún er fædd 12. maí 1988 og er því 36 ára og sjö mánaða gömul. 

Katrín yngst í afleysingum

En hver var yngsti forsætisráðherrann hingað til? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað, en það veltur á því við hvaða skilgreiningu fólk velur að takmarka sig.

Að því er Heimildin kemst næst er yngsta manneskjan sem hefur sinnt starfi forsætisráðherra, í afleysingum þó, er Katrín Júlíusdóttir. Hún var 36 ára og 11 mánaða þegar hún gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur haustið 2011. Katrín var þá iðnaðarráðherra og gegndi stöðunni á meðan Jóhanna var í Kaupmannahöfn á fundum í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 

Yngsti eiginlegi forsætisráðherrann frá því að Ísland fékk fullveldi var hins vegar Hermann Jónasson. Hann var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn árin 1934 til 1942 og var 37 ára þegar hann tók við embætti. Þá var fyrirrennari Hermanns, framsóknarmaðurinn og síðar forsetinn Ásgeir Ásgeirsson, nýorðinn 38 ára þegar hann varð forsætis- og fjármálaráðherra sumarið 1932.

Þó er vert að taka fram að fyrir fullveldistímann, þegar Ísland var með heimastjórn, var einn maður yngri en bæði Kristrún og Katrín þegar hann tók við embætti. Einar Arnórsson var aðeins 35 ára og tveggja mánaða árið 1915 þegar hann varð ráðherra Íslands – en hann gegndi embættinu til ársins 1917.

Aðrir ungir forsætisráðherrar:

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (38 ára og 2 mánaða, gegndi 2013-2016)
  • Tryggvi Þórhallsson (38 ára og 6 mánaða, gengdi 1927-1932)
  • Sigurður Eggerz (39 ára og 3 mánaða, ráðherra Íslands 1914-1915)
  • Þorsteinn Pálsson (39 ára og 7 mánaða, gegndi 1987-1988)

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár