Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
Ungstirni Þrátt fyrir ungan aldur hefur Baldvin komið víða við á sínum ferli. Hér er hann lengst til hægri ásamt rússneska trompetleikaranum Timur Martynov og heimsfræga hljómsveitarstjóranum Valery Gergiev í New York fyrir nokkrum árum. Mynd: Baldvin Oddsson / Weimann-Brass

Til þeirra sem mættuð ekki á fundinn í morgun, þið getið túlkað þetta skeyti sem formlegt uppsagnarbréf: Þið eruð öll rekin,“ skrifaði Baldvin Oddsson, trompetleikari og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins The Musicians Club, í skeyti til starfsmanna sinna á samskiptaforritinu Slack um miðjan nóvember.

Starfsmennirnir sem erindið átti við voru 99 talsins. Einungis ellefu höfðu mætt á umræddan morgunfund. Þau fengu að halda starfi sínu.  

Skilaboðin fóru í dreifingu og vöktu athygli bandarískra fréttamiðla, meðal annars Fortune og The Economic Times. 

„Tilraunir til þess að „slaufa“ mér hafa mistekist algjörlega“
Baldvin Oddsson
í færslu á LinkedIn

Flestir starfsmenn í ólaunaðri fjarvinnu

Í skeytinu tíundaði Baldvin ástæðurnar fyrir uppsögnunum en sagði starfsfólkið ekki hafa staðið við gerða samninga. Þá bað hann þá sem sagt var upp að skrá sig út af öllum reikningum fyrirtækisins og skila vinnutækjum og öðrum búnaði sem tilheyrðu fyrirtækinu.

Í skeytinu áminnti Baldvin starfsfólk sitt fyrir vanþakklæti og sagði þau hafa farið illa með þau tækifæri sem hann hafi boðið þeim innan fyrirtækisins. Baldvin lauk skilaboðunum með því að segja þeim sem mættu ekki á fundinn einfaldlega að hypja sig.

Hypjið ykkur úr fyrirtækinu mínu Baldvin var allt annað en sáttur með slaka mætingu starfsfólks síns á morgunfund og greip til þess ráðs að reka 90 prósent af starfsmönnum fyrirtækisins.

„Ég gaf ykkur tækifæri til að gera líf ykkar betra, til að vinna af eljusemi og vaxa. Þrátt fyrir það hafið þið sýnt mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 manns, voru aðeins 11 mættir í morgun. Þessir 11 fá að vera áfram. En restinni af ykkur hefur verið sagt upp,“ skrifaði Baldvin.

Í greinum Fortune og The Economic Times er þess getið að meirihluti starfsmanna fyrirtækisins hafi unnið þar launalaust, annaðhvort sem starfsnemar eða sem ólaunaðir hlutastarfsmenn, og þá vinna flestir í fyrirtækinu störf sín í fjarvinnu.

Baldvin svarar fyrir sig

Ekki náðist í Baldvin við vinnslu fréttarinnar, en hann hefur brugðist við fréttaflutningi erlendra miðla á samfélagsmiðlum, meðal annars á LinkedIn viku eftir að hann sagði starfsfólkinu upp. Þar sagði  hann að sú mikla athygli sem málið vakti hafi bæði verið góð og slæm. Sumir hafi reynt að slaufa honum á meðan aðrir hafi sent honum stuðningskveðjur og hrós.

Hann sagðist standa við ákvörðun sína og bætti því við að neikvæð umfjöllun hefði haft gagnstæð áhrif. Sú mikla umræða sem fór af stað hefði skilað sér í aukinni aðsókn á vefsíðu félagsins sem hefði nýlega slegið sölumet. Þá hefði starfsumsóknum hjá félaginu fjölgað ört eftir að málið komst í hámæli.

Svaraði fullum hálsiBaldvin sagðist á LinkedIn standa við ákvörðun sína og bætti því við að neikvæð umfjöllun hefði haft gagnstæð áhrif.

„Tilraunir til þess að „slaufa“ mér hafa mistekist algjörlega,“ skrifaði Baldvin og bætti því við að fyrirtækið stæði betur eftir að hafa sagt starfsfólkinu upp. Baldvin sagðist jafnframt hafa fengið yfir 300 skilaboð frá öðrum framkvæmdastjórum, leiðtogum úr viðskiptalífinu og stórum fréttamiðlum. Þessum erindum sagðist hann ætla að svara á allra næstu dögum.  Heimildin sendi Baldvini fyrirspurn um málið. Erindinu hefur ekki verið svarað.

Viðbrögðin við færslunni voru í takti við efnistök hennar. Sumir gagnrýndu Baldvin harðlega í athugasemdakerfinu. Þeim athugasemdum svaraði Baldvin gjarnan fullum hálsi. Aðrir hrósuðu Baldvini fyrir að taka djarfa ákvörðun og fyrir að standa fast á sínu.  

Ungstirni í klassíska tónlistarheiminum

Baldvin er sem fyrr segir trompetleikari á þrítugsaldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið ansi víða við á sínum ferli og spilað fyrir frægar hljómsveitir á borð við American Symphony Orchestra, New York Philharmonic og Sinfóníuhljómsveit Íslands svo eitthvað sé nefnt. Þá sinnir hann trompetkennslu við hinn víðfræga Julliard-skóla í New York.

Þegar nafni Baldvins er slegið upp í leitarvél má finna ýmsar greinar sem birtar voru á árunum 2010 til 2015, þar sem fjallað var um einn efnilegasta trompetleikara landsins. Baldvin lauk einleikaraprófi aðeins 15 ára að aldri og innritaðist síðan í listmenntaskólann Interlochen í Michigan. Árið 2015 varð hann einn sigurvegara í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ungir einleikarar. Árið 2016 útskrifaðist hann með gráðu í klassískum hljóðfæraleik frá Manhattan School of Music. 

Baldvin hefur ekki aðeins verið viðriðinn tónlistina heldur hefur hann einnig komið að veitingarekstri hér á landi. Árið 2019 stofnaði Baldvin, ásamt tveimur æskuvinum sínum í Vesturbænum, matarvagninn Tacoson sem, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í að framreiða mexíkóska göturétti. Fjallað var um staðinn í frétt sem birtist á mbl.is í fyrra

Sprotafyrirtæki stofnað 2023

Fyrirtækið The Musicians Club var stofnað árið 2023 og er það rekið af móðurfélaginu Brass Club LLC. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í bænum Sheridan í Wyoming í Bandaríkjunum. Félagið rekur stafrænt markaðstorg sem sérhæfir sig í sölu á hljóðfærum og öðrum aukahlutum sem tengist hljóðfæraleik. Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að fyrirtækið leitist við að útvega tónlistarfólki, jafnt byrjendum sem lengra komnum, hágæða vörur sem viðskiptavinum býðst að fá sent heim til sín.

Í mánaðargamalli færslu sem Baldvin birti á Linkedin-síðu sinni segir hann frá tildrögum þess að hann stofnaði fyrirtækið:

„Þegar ég starfaði sem tónlistarmaður í Lincoln Center lenti ég einu sinni í því að mig bráðvantaði búnað eftir æfingu. Ég uppgötvaði að sá búnaður var ekki bara ófáanlegur í næsta nágrenni heldur í landinu öllu. Þetta var kveikjan að The Musicians Club,“ skrifar Baldvin og bætir við að nú bjóði fyrirtækið yfir 30.000 mismunandi vörur til sölu sem eiga að létta tónlistarmönnum lífið til muna.

Þá er sömuleiðis hægt að skrá sig í stakar kennslustundir í hljóðfæraleik á vefsíðunni. Hægt er að bóka tíma hjá leiðbeinanda í gegnum bókunarkerfi á vefnum. Kennslan fer ýmist fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom eða í eigin persónu. Á vefsíðunni kemur fram að markmiðið sé að brúa bilið milli nemenda og hljóðfæraleikara á heimsklassa.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
1
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár