Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði

Mán­uð­ur er lið­inn frá því að sund­laug­in í Grinda­vík var opn­uð á nýj­an leik. Jó­hann Árni Ólafs­son, for­stöðu­mað­ur íþrótta­mann­virkja í bæn­um, seg­ir að að­sókn­in hafi dreg­ist sam­an eft­ir að hraun flæddi yf­ir Grinda­vík­ur­veg­inn. Gest­ir laug­ar­inn­ar séu að­al­lega fá­menn­ur hóp­ur bæj­ar­búa sem eru flutt­ir aft­ur heim.

Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði
Gestum fækkað eftir skemmdir á Grindavíkurvegi Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, segir að aðsókn hafi verið góð fyrstu daganna eftir sundlaugin var opnuð aftur í nóvember. Gestum hafi hins vegar fækkað ört eftir Grindavíkurvegur fór undir hraun og færðin öðrum vegum til bæjarins versnaði í mánuðinum. Mynd: /Heimasíða Grindavíkurbæjar

Sundlaugin í Grindavík var opnuð á nýjan leik þann 11. nóvember síðastliðinn. Opnuninni var vel tekið á meðal Grindvíkinga, jafnt brottfluttra og þeirra sem hafa flutt aftur í bæinn. Töldu margir að um táknræn tímamót væri að ræða, opnun laugarinnar væri liður í að endurreisn væri hafin í Grindavík. Rúmt ár er liðið síðan bærinn var rýmdur því kvikugangur myndaðist undir bænum.

Jóhann Árni Ólafsson (lengst til vinstri)Segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að opna sundlaugina á nýjan leik og sjá bæjarbúa endurnýja tengslin í pottunum.

Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í bænum, segir að það hafi sett strik í reikninginn að Grindavíkurvegurinn rofnaði þegar hraun flæddi yfir hann fyrir þremur vikum síðan.

„Aðsóknin var mjög góð en hefur versnað eftir að Grindavíkurvegurinn fór í sundur. Fram að því var bara nokkuð líflegt hjá okkur, en eftir það þá er þetta mestmegnis fólk sem býr í bænum. Aðsóknin hefur sem sagt minnkað, bæði á meðal brottfluttra Grindvíkinga og annarra ferðamanna,“ segir Jóhann. 

Fjölbreyttur hópur gesta fyrst um sinn 

Flestir gestir voru brottfluttir Grindvíkingar, en ferðamenn slæddust einnig í laugina, bæði innlendir og erlendir. Enn sem komið er er laugin aðeins opin á mánudögum og laugardögum í fjórar klukkustundir í senn.

„Þetta voru aðallega fjölskyldur að koma að heimsækja bæinn aftur. Þá er laugin eitthvað til að sækja í. Eins voru erlendir og íslenskir gestir að gera sér ferð hingað,“ segir Jóhann.

Spurður hvort til standi að lengja opnunartímann segir Jóhann ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjarstjórnin beri ábyrgð á að meta stöðuna og taka ákvarðanir. 

„Það var ákveðið að gera þetta svona fram að áramótum. Staðan verður endurmetin í kjölfarið. Vissulega litar það heildarmyndina að vegurinn til bæjarins hafi lokast. Ég hef samt fulla trú á því að það verði áfram opið í laugina, en það er spurning hversu mikið.“

Ólýsanleg tilfinning að opna aftur

Jóhann segist eiga erfitt með að finna nógu sterk orð til þess að lýsa þeirri tilfinningu að sjá bæjarbúa koma saman aftur í hverfissundlauginni og ræða málin í heita pottinum. Hann segist hafa skynjað mikið þakklæti meðal Grindvíkinga sem hafa snúið aftur í laugina og líkamsrækt sína.

„Ég veit ekki hvort skemmtilegt sé nógu sterkt orð yfir það. Fólk er ótrúlega þakklátt fyrir að komast í laugina og ræktina sína, þó að fólk hafi verið að taka aðeins lengri ferð en það var vant að gera áður,“ segir Jóhann og bætir við að það hafi verið gaman sjá bæjarbúa endurnýja tengslin í heitu pottunum en hann telur fastagesti hafa fyrst fremst saknað fólksins og félagsskaparins sem einkennir íslenska sundlaugarmenningu.

„Ég fann það líka bara á fólkinu sem var að koma, það var rík þörf fyrir að hitta gamla sveitunga sína og taka spjallið í pottinum. Þá verður stundum spjallið öðruvísi en þau sem fara fram í öðrum sundlaugum hjá fólki sem hefur ekki farið í gegnum sömu lífsreynslu.“ 

Sundlauginni hlíft í jarðhræringunum

Sundlaugin og líkamsræktin urðu fyrir litlum skemmdum í jarðhræringunum sem hafa skekið bæinn. Jóhann segir að það hafi aðeins þurft að ráðast í lítils háttar viðgerðir á lauginni þegar bærinn var vatns- og rafmagnslaus um stund á fyrstu mánuðum ársins.

Hann segir þjónustumiðstöð Grindavíkur hafa ráðist í þær jafnóðum og sinnt sínu starfi vel.

„Þeir stóðu vaktina vel og hugsuðu vel um laugina ásamt mörgum öðrum.“

Frá því að laugin var opnuð á nýjan leik hafi verið lítið um uppákomur og flækjustig sem höfðu áhrif á sundlaugargesti. Slæmt aðgengi hafi fyrst og fremst valdið minnkandi aðsókn í laugina.

Það hafa verið nokkur inngrip hjá Almannavörnum með gasmengun og gjall og eitthvað svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það hefur aðallega verið lokun Grindavíkurvegarins sem hefur haft áhrif og færðin á bæði Krýsuvíkur- og Nesveginum hefur ekki verið góð. Það er náttúrlega desember og það er dimmur og illa þjónustaður vegur frá helstu íbúakjörnum til Grindavíkur í dag. Þannig það náttúrlega spilar inn í að fólk er ekki alveg að gíra sig upp í 40 mínútna keyrslu á vondum vegum í desember til þess að fara í sund hjá okkur.“

Vegagerð yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg er vel á veg komin. Í nýlegri frétt sem birt var á vef Morgunblaðsins er haft eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að vonir standi til umað vegurinn verði opnaður fyrir umferð þessa helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég kalla þetta svítuna“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár