Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði

Mán­uð­ur er lið­inn frá því að sund­laug­in í Grinda­vík var opn­uð á nýj­an leik. Jó­hann Árni Ólafs­son, for­stöðu­mað­ur íþrótta­mann­virkja í bæn­um, seg­ir að að­sókn­in hafi dreg­ist sam­an eft­ir að hraun flæddi yf­ir Grinda­vík­ur­veg­inn. Gest­ir laug­ar­inn­ar séu að­al­lega fá­menn­ur hóp­ur bæj­ar­búa sem eru flutt­ir aft­ur heim.

Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði
Gestum fækkað eftir skemmdir á Grindavíkurvegi Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, segir að aðsókn hafi verið góð fyrstu daganna eftir sundlaugin var opnuð aftur í nóvember. Gestum hafi hins vegar fækkað ört eftir Grindavíkurvegur fór undir hraun og færðin öðrum vegum til bæjarins versnaði í mánuðinum. Mynd: /Heimasíða Grindavíkurbæjar

Sundlaugin í Grindavík var opnuð á nýjan leik þann 11. nóvember síðastliðinn. Opnuninni var vel tekið á meðal Grindvíkinga, jafnt brottfluttra og þeirra sem hafa flutt aftur í bæinn. Töldu margir að um táknræn tímamót væri að ræða, opnun laugarinnar væri liður í að endurreisn væri hafin í Grindavík. Rúmt ár er liðið síðan bærinn var rýmdur því kvikugangur myndaðist undir bænum.

Jóhann Árni Ólafsson (lengst til vinstri)Segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að opna sundlaugina á nýjan leik og sjá bæjarbúa endurnýja tengslin í pottunum.

Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í bænum, segir að það hafi sett strik í reikninginn að Grindavíkurvegurinn rofnaði þegar hraun flæddi yfir hann fyrir þremur vikum síðan.

„Aðsóknin var mjög góð en hefur versnað eftir að Grindavíkurvegurinn fór í sundur. Fram að því var bara nokkuð líflegt hjá okkur, en eftir það þá er þetta mestmegnis fólk sem býr í bænum. Aðsóknin hefur sem sagt minnkað, bæði á meðal brottfluttra Grindvíkinga og annarra ferðamanna,“ segir Jóhann. 

Fjölbreyttur hópur gesta fyrst um sinn 

Flestir gestir voru brottfluttir Grindvíkingar, en ferðamenn slæddust einnig í laugina, bæði innlendir og erlendir. Enn sem komið er er laugin aðeins opin á mánudögum og laugardögum í fjórar klukkustundir í senn.

„Þetta voru aðallega fjölskyldur að koma að heimsækja bæinn aftur. Þá er laugin eitthvað til að sækja í. Eins voru erlendir og íslenskir gestir að gera sér ferð hingað,“ segir Jóhann.

Spurður hvort til standi að lengja opnunartímann segir Jóhann ekki búið að taka ákvörðun um það. Bæjarstjórnin beri ábyrgð á að meta stöðuna og taka ákvarðanir. 

„Það var ákveðið að gera þetta svona fram að áramótum. Staðan verður endurmetin í kjölfarið. Vissulega litar það heildarmyndina að vegurinn til bæjarins hafi lokast. Ég hef samt fulla trú á því að það verði áfram opið í laugina, en það er spurning hversu mikið.“

Ólýsanleg tilfinning að opna aftur

Jóhann segist eiga erfitt með að finna nógu sterk orð til þess að lýsa þeirri tilfinningu að sjá bæjarbúa koma saman aftur í hverfissundlauginni og ræða málin í heita pottinum. Hann segist hafa skynjað mikið þakklæti meðal Grindvíkinga sem hafa snúið aftur í laugina og líkamsrækt sína.

„Ég veit ekki hvort skemmtilegt sé nógu sterkt orð yfir það. Fólk er ótrúlega þakklátt fyrir að komast í laugina og ræktina sína, þó að fólk hafi verið að taka aðeins lengri ferð en það var vant að gera áður,“ segir Jóhann og bætir við að það hafi verið gaman sjá bæjarbúa endurnýja tengslin í heitu pottunum en hann telur fastagesti hafa fyrst fremst saknað fólksins og félagsskaparins sem einkennir íslenska sundlaugarmenningu.

„Ég fann það líka bara á fólkinu sem var að koma, það var rík þörf fyrir að hitta gamla sveitunga sína og taka spjallið í pottinum. Þá verður stundum spjallið öðruvísi en þau sem fara fram í öðrum sundlaugum hjá fólki sem hefur ekki farið í gegnum sömu lífsreynslu.“ 

Sundlauginni hlíft í jarðhræringunum

Sundlaugin og líkamsræktin urðu fyrir litlum skemmdum í jarðhræringunum sem hafa skekið bæinn. Jóhann segir að það hafi aðeins þurft að ráðast í lítils háttar viðgerðir á lauginni þegar bærinn var vatns- og rafmagnslaus um stund á fyrstu mánuðum ársins.

Hann segir þjónustumiðstöð Grindavíkur hafa ráðist í þær jafnóðum og sinnt sínu starfi vel.

„Þeir stóðu vaktina vel og hugsuðu vel um laugina ásamt mörgum öðrum.“

Frá því að laugin var opnuð á nýjan leik hafi verið lítið um uppákomur og flækjustig sem höfðu áhrif á sundlaugargesti. Slæmt aðgengi hafi fyrst og fremst valdið minnkandi aðsókn í laugina.

Það hafa verið nokkur inngrip hjá Almannavörnum með gasmengun og gjall og eitthvað svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það hefur aðallega verið lokun Grindavíkurvegarins sem hefur haft áhrif og færðin á bæði Krýsuvíkur- og Nesveginum hefur ekki verið góð. Það er náttúrlega desember og það er dimmur og illa þjónustaður vegur frá helstu íbúakjörnum til Grindavíkur í dag. Þannig það náttúrlega spilar inn í að fólk er ekki alveg að gíra sig upp í 40 mínútna keyrslu á vondum vegum í desember til þess að fara í sund hjá okkur.“

Vegagerð yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg er vel á veg komin. Í nýlegri frétt sem birt var á vef Morgunblaðsins er haft eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að vonir standi til umað vegurinn verði opnaður fyrir umferð þessa helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
4
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
6
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár