Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ferðaþjónustan stækkar og græðir meira en hún hefur gert lengi

Heild­ar­tekj­ur í ferða­þjón­ustu námu 930 millj­örð­um króna ár­ið 2023 og hef­ur hagn­að­ur af grein­inni ekki ver­ið meiri síð­an ár­ið 2016. Vöxt­ur er í bygg­ingar­iðn­aði en hagn­að­ur­inn fylg­ir ekki líkt og í ferða­þjón­ustu.

Ferðaþjónustan stækkar og græðir meira en hún hefur gert lengi
Nóg að gera Svo virðist sem nóg hafi verið að gera í ferðaþjónustu á síðasta ári, samkvæmt greiningu Hagstofunnar á heildartekjum og afkomu í viðskiptahagkerfinu. Mynd: Shutterstock

Heildartekjur í ferðaþjónustu jukust um 21 prósent á milli áranna 2022 og 2023, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Mikill vöxtur var í flestum undirgreinum sem Hagstofan fjallar um en mest áberandi var aukning tekna í farþegaflugi, sem nam 27 prósentum á milli ára, rekstri gististaða, sem nam 26 prósentum og hjá ferðaksrifstofum, sem nam 17 prósentum. 20 prósent tekjuvöxtur var líka í rekstri bílaleiga. 

44 milljarðar
hagnaður ferðaþjónustu í heild árið 2023

Heildartekjur ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum og nálgast óðfluga tekjuhæstu atvinnugreinina sem er heildsala. Heildartekjur fyrirtækja í heildverslun námu 1.043 milljörðum króna og óx um fjögur  prósent á milli ára. 

Samhliða miklum tekjuvexti í ferðaþjónustu hefur hagnaður greinarinnar nær tvöfaldast. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar nam hagnaður í ferðaþjónustu 44 milljörðum króna, samanborið við 23,5 milljarða árið 2022. Hagnaður af rekstri gististaða nær fjórfaldaðist og hagnaður af ferðaskrifstofum óx um 80 prósent á milli ára. Það var aftur á móti 4,1 milljarð króna tap af farþegaflutningum með flugi. 

Byggingargeirinn vex líka

Af öðrum greinum sem uxu á milli ára má nefna byggingariðnað og tækni- og hugverkaiðnað. Heildartekjur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð jókst um samtals 15 prósent og voru heildartekjur í greininni 685 milljarðar króna. Það er aðeins meira en fyrirtæki sem stunda smásöluverslun, sem höfðu heildartekjur upp á 643 milljónir. 

64 milljarðar
hagnaður af byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð árið 2023

Sætaskipti urðu á þessum tveimur atvinnugreinum á milli ára. Á meðan byggingariðnaður óx um áðurnefnd 15 prósent hækkuðu heildartekjur í smáverslun aðeins um 1 prósent. 

Hagnaður í byggingargeiranum var hins vegar ekki mikið meiri árið 2023 en hann var árið áður. Þannig var afkoma greinarinnar talinn 64 milljarðar það ár, samanborið við 63 milljarða árið 202. 

Hugverkabransinn, sem Hagstofan nefnir tækni- og hugverkaiðnað, hafði heildartekjur upp á 678 milljarða króna, sem var 9 prósent aukning á milli ára. Það var hins vegar taprekstur í tækni- og hugverkaiðnaði vegna neikvæðrar afkomu í lyfjaframleiðslu og breytinga á fjármagnsliðum, að því er segir í greiningu Hagstofunnar. 

Þessar tölur birtast í samantekt Hagstofunnar á heildartekjum í viðskiptahagkerfinu, án fjármála- og vátryggingastarfsemi. Í heild jukust tekjur innan þessarar skilgreiningar um 426 milljarða króna á milli áranna 2023 og 2022. Þetta nemur 6,7 prósenta hækkun sem er töluvert minni vöxtur en á milli áranna 2022 og 2021, þegar tekjuvöxturinn var sérstaklega mikill í kjölfar samdráttar á covid-tímanum. 

Samantekt Hagstofunnar er unnin upp úr skattframtölum 37.000 ólíkra rekstraraðila árið 2023. Gögnin innihalda eingöngu þá sem hafa skilað skattframtali. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár