Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ferðaþjónustan stækkar og græðir meira en hún hefur gert lengi

Heild­ar­tekj­ur í ferða­þjón­ustu námu 930 millj­örð­um króna ár­ið 2023 og hef­ur hagn­að­ur af grein­inni ekki ver­ið meiri síð­an ár­ið 2016. Vöxt­ur er í bygg­ingar­iðn­aði en hagn­að­ur­inn fylg­ir ekki líkt og í ferða­þjón­ustu.

Ferðaþjónustan stækkar og græðir meira en hún hefur gert lengi
Nóg að gera Svo virðist sem nóg hafi verið að gera í ferðaþjónustu á síðasta ári, samkvæmt greiningu Hagstofunnar á heildartekjum og afkomu í viðskiptahagkerfinu. Mynd: Shutterstock

Heildartekjur í ferðaþjónustu jukust um 21 prósent á milli áranna 2022 og 2023, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Mikill vöxtur var í flestum undirgreinum sem Hagstofan fjallar um en mest áberandi var aukning tekna í farþegaflugi, sem nam 27 prósentum á milli ára, rekstri gististaða, sem nam 26 prósentum og hjá ferðaksrifstofum, sem nam 17 prósentum. 20 prósent tekjuvöxtur var líka í rekstri bílaleiga. 

44 milljarðar
hagnaður ferðaþjónustu í heild árið 2023

Heildartekjur ferðaþjónustunnar nam 930 milljörðum og nálgast óðfluga tekjuhæstu atvinnugreinina sem er heildsala. Heildartekjur fyrirtækja í heildverslun námu 1.043 milljörðum króna og óx um fjögur  prósent á milli ára. 

Samhliða miklum tekjuvexti í ferðaþjónustu hefur hagnaður greinarinnar nær tvöfaldast. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar nam hagnaður í ferðaþjónustu 44 milljörðum króna, samanborið við 23,5 milljarða árið 2022. Hagnaður af rekstri gististaða nær fjórfaldaðist og hagnaður af ferðaskrifstofum óx um 80 prósent á milli ára. Það var aftur á móti 4,1 milljarð króna tap af farþegaflutningum með flugi. 

Byggingargeirinn vex líka

Af öðrum greinum sem uxu á milli ára má nefna byggingariðnað og tækni- og hugverkaiðnað. Heildartekjur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð jókst um samtals 15 prósent og voru heildartekjur í greininni 685 milljarðar króna. Það er aðeins meira en fyrirtæki sem stunda smásöluverslun, sem höfðu heildartekjur upp á 643 milljónir. 

64 milljarðar
hagnaður af byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð árið 2023

Sætaskipti urðu á þessum tveimur atvinnugreinum á milli ára. Á meðan byggingariðnaður óx um áðurnefnd 15 prósent hækkuðu heildartekjur í smáverslun aðeins um 1 prósent. 

Hagnaður í byggingargeiranum var hins vegar ekki mikið meiri árið 2023 en hann var árið áður. Þannig var afkoma greinarinnar talinn 64 milljarðar það ár, samanborið við 63 milljarða árið 202. 

Hugverkabransinn, sem Hagstofan nefnir tækni- og hugverkaiðnað, hafði heildartekjur upp á 678 milljarða króna, sem var 9 prósent aukning á milli ára. Það var hins vegar taprekstur í tækni- og hugverkaiðnaði vegna neikvæðrar afkomu í lyfjaframleiðslu og breytinga á fjármagnsliðum, að því er segir í greiningu Hagstofunnar. 

Þessar tölur birtast í samantekt Hagstofunnar á heildartekjum í viðskiptahagkerfinu, án fjármála- og vátryggingastarfsemi. Í heild jukust tekjur innan þessarar skilgreiningar um 426 milljarða króna á milli áranna 2023 og 2022. Þetta nemur 6,7 prósenta hækkun sem er töluvert minni vöxtur en á milli áranna 2022 og 2021, þegar tekjuvöxturinn var sérstaklega mikill í kjölfar samdráttar á covid-tímanum. 

Samantekt Hagstofunnar er unnin upp úr skattframtölum 37.000 ólíkra rekstraraðila árið 2023. Gögnin innihalda eingöngu þá sem hafa skilað skattframtali. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár