Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Samherjafjölskyldan stækkar hlut sinn í Högum

Fjár­fest­inga­fé­lag sem er í eigu Sam­herja­fjöl­skyld­unn­ar hef­ur auk­ið við hlut sinn í Hög­um, sem reka Bón­us, Hag­kaup, Olís og fleiri versl­an­ir.

Samherjafjölskyldan stækkar hlut sinn í Högum
Þorsteinn Már Baldvinsson Á nú rúmlega 2% hlut í Bónus, Hagkaup, Olís, Eldum rétt og fleirum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Félag í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og fleiri sem tengjast útgerðarfélaginu Samherja hefur stækkað við hlut sinn í verslunarrisanum Högum. 

Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallarinnar í dag, vegna þess að stjórnarformaður Haga, Eiríkur S. Jóhannsson, er jafnframt forstjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, sem framkvæmir kaupin. Eftir viðskiptin er Kaldbakur með 8,13% hlut í Högum og er þar langstærsti einkafjárfestirinn, en 10 af 11 stærstu hluthöfunum eru lífeyrissjóðir. Í dag keypti Kaldbakur 4 milljónir hluta á 400 milljónir króna og á samtals 90 milljónir hluta.

Þorsteinn Már Baldvinsson á fjórðungshlut í Kaldbak í gegnum önnur félög, en fyrverandi eiginkona hans á rétt tæplega fjórðung. Aðrir stærstu eigendur eru börn Kristjáns Vilhelmssonar, sem eiga hátt í helming á móti þeim tveimur.

Meðal félaga sem Kaldbakur á að fullu er Kattarnef ehf, sem átti ríflega 18% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, áður en það færði hlutinn yfir til félags í eigu Eyþórs Arnalds, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fléttu sem fól í sér afskrift láns gegn kaupunum.

Umsvif Þorsteins Más Baldvinssonar í íslensku viðskiptalífi eru ekki takmörkuð við Kaldbak. Samtals ráða tvö eignarhaldsfélög í eigu Þorsteins Más og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, 79 milljörðum króna í árslok 2023.

Hag­ar er eigandi Bón­uss, Hag­kaupa, Olís, Eld­um Rétt, Aðfanga, Banana, Stór­kaupa og Zöru.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á nokkuð að hækka auðlindagjöldin? Ekki er Viðreisn með því.
    Á þetta Samherjafyrirtæki orðið hlut í öllum stærstu matvöruverslunum landsins,
    nema Krónunni?
    1
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Það er kominn tími á byltingu. Samþjöppun auðs á þessa fjölskyldu og örfáar aðrar er ógnvænleg. Spurning hvort einhver flötur sé á að kæra þetta fólk fyrir fjölþjóðlegum dómstólum. Hér þekkja allir alla og óhægt um vik.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu