Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Samherjafjölskyldan stækkar hlut sinn í Högum

Fjár­fest­inga­fé­lag sem er í eigu Sam­herja­fjöl­skyld­unn­ar hef­ur auk­ið við hlut sinn í Hög­um, sem reka Bón­us, Hag­kaup, Olís og fleiri versl­an­ir.

Samherjafjölskyldan stækkar hlut sinn í Högum
Þorsteinn Már Baldvinsson Á nú rúmlega 2% hlut í Bónus, Hagkaup, Olís, Eldum rétt og fleirum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Félag í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og fleiri sem tengjast útgerðarfélaginu Samherja hefur stækkað við hlut sinn í verslunarrisanum Högum. 

Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallarinnar í dag, vegna þess að stjórnarformaður Haga, Eiríkur S. Jóhannsson, er jafnframt forstjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, sem framkvæmir kaupin. Eftir viðskiptin er Kaldbakur með 8,13% hlut í Högum og er þar langstærsti einkafjárfestirinn, en 10 af 11 stærstu hluthöfunum eru lífeyrissjóðir. Í dag keypti Kaldbakur 4 milljónir hluta á 400 milljónir króna og á samtals 90 milljónir hluta.

Þorsteinn Már Baldvinsson á fjórðungshlut í Kaldbak í gegnum önnur félög, en fyrverandi eiginkona hans á rétt tæplega fjórðung. Aðrir stærstu eigendur eru börn Kristjáns Vilhelmssonar, sem eiga hátt í helming á móti þeim tveimur.

Meðal félaga sem Kaldbakur á að fullu er Kattarnef ehf, sem átti ríflega 18% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, áður en það færði hlutinn yfir til félags í eigu Eyþórs Arnalds, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fléttu sem fól í sér afskrift láns gegn kaupunum.

Umsvif Þorsteins Más Baldvinssonar í íslensku viðskiptalífi eru ekki takmörkuð við Kaldbak. Samtals ráða tvö eignarhaldsfélög í eigu Þorsteins Más og Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, 79 milljörðum króna í árslok 2023.

Hag­ar er eigandi Bón­uss, Hag­kaupa, Olís, Eld­um Rétt, Aðfanga, Banana, Stór­kaupa og Zöru.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á nokkuð að hækka auðlindagjöldin? Ekki er Viðreisn með því.
    Á þetta Samherjafyrirtæki orðið hlut í öllum stærstu matvöruverslunum landsins,
    nema Krónunni?
    1
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Það er kominn tími á byltingu. Samþjöppun auðs á þessa fjölskyldu og örfáar aðrar er ógnvænleg. Spurning hvort einhver flötur sé á að kæra þetta fólk fyrir fjölþjóðlegum dómstólum. Hér þekkja allir alla og óhægt um vik.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár