Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
Forkólfar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson féllust í faðma á vökunni. Mynd: Golli

Klukkan er tuttugu mínútur í tíu að kvöldi kjördags og ég geng ákveðnum skrefum að Valsheimilinu þar sem kosningavaka Miðflokksins mun fara fram. Ég geng hratt, það er nístingskuldi og ég þakka sjálfri mér fyrir að hafa farið í úlpu frekar en kápu. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvert ég er að fara, en fer þangað sem ég sá annað fólk ganga.

„Við erum alveg harðir með skilríki, er það ekki?“

Ég elti tvo unga menn sem virðast vita hvert þeir eru að fara. Þeir ganga á undan mér upp stiga sem virðist leiða að veislusalnum. Í dyrunum stöðvar þá hins vegar svartklæddur maður með talstöð. 

„Góða kvöldið. Eruð þið með skilríki?“ spyr dyravörðurinn.

Strákarnir verða kindarlegir. Þeir eru ekki með skilríki. 

„Þarf maður að vera með skilríki, eða?“ spyr annar þeirra.

„Já, það verður áfengi hérna. Það verður að vera 18 með skilríki,“ skýrir dyravörðurinn, en kallar samt á samstarfsmann sinn til að vera alveg viss.

„Við erum alveg harðir með skilríki, er það ekki?“

„Alveg grjótharðir,“ svarar kolleginn. 

Hingað er aðeins fullorðnu fólki hleypt inn og strákunum er vísað frá. Ég lauma mér framhjá dyravörðunum. Engin tilraun er gerð til að skilríkja mig. 

Hafði ekki tíma til að skoða þetta

Í salnum eru hvít dúkalögð borð og grænum og bláum ljósum hefur verið komið fyrir, litirnir minna á norðurljós. 

Fólk tínist inn á sama tíma og ég. Í fyrstu sé ég ekki eina konu, þessi samkunda virðist umsetin jakkafataklæddum körlum á öllum aldri, en einkum ungum. Satt að segja er alveg furðulega mikið af mjög ungu fólki hérna. Mætingin virðist vera ágæt. Ég eygi Snorra Másson, oddvita flokksins í Reykjavík suður, lengra inni í salnum, sem og einhverjar konur.

„Hæ!“ Kona um þrítugt kemur og faðmar mig. Ég er með eindæmum ómannglögg og er í nokkrar sekúndur að kveikja. „Við vorum einu sinni að vinna saman,“ bætir hún við þegar hún sér óttablandinn svip minn.

Ég spyr hana hvernig það kom til að hún kæmi hingað. Hún skýrir að maðurinn hennar sé viðriðinn flokksstarfið. Hann sé þó ekki í framboði. Ég spyr hana hvort hún hafi sjálf kosið Miðflokkinn. 

Hún kinkar kolli. „Ég hafði ekki tíma til að skoða þetta,“ skýrir hún þegar ég spyr hana af hverju hann hafi orðið fyrir valinu. 

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það var semsagt bara Andrew Tate stemmning þarna og stelpurnar urðu strax óttaslegnar gagnvart karakternum þarna. Já. Þetta er rudda pólitík karlanna…Graðhestur að prjóna er lógóið náttúrulega og um það var slegist inni af körlum einvörðungu.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár