Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
Forkólfar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson féllust í faðma á vökunni. Mynd: Golli

Klukkan er tuttugu mínútur í tíu að kvöldi kjördags og ég geng ákveðnum skrefum að Valsheimilinu þar sem kosningavaka Miðflokksins mun fara fram. Ég geng hratt, það er nístingskuldi og ég þakka sjálfri mér fyrir að hafa farið í úlpu frekar en kápu. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvert ég er að fara, en fer þangað sem ég sá annað fólk ganga.

„Við erum alveg harðir með skilríki, er það ekki?“

Ég elti tvo unga menn sem virðast vita hvert þeir eru að fara. Þeir ganga á undan mér upp stiga sem virðist leiða að veislusalnum. Í dyrunum stöðvar þá hins vegar svartklæddur maður með talstöð. 

„Góða kvöldið. Eruð þið með skilríki?“ spyr dyravörðurinn.

Strákarnir verða kindarlegir. Þeir eru ekki með skilríki. 

„Þarf maður að vera með skilríki, eða?“ spyr annar þeirra.

„Já, það verður áfengi hérna. Það verður að vera 18 með skilríki,“ skýrir dyravörðurinn, en kallar samt á samstarfsmann sinn til að vera alveg viss.

„Við erum alveg harðir með skilríki, er það ekki?“

„Alveg grjótharðir,“ svarar kolleginn. 

Hingað er aðeins fullorðnu fólki hleypt inn og strákunum er vísað frá. Ég lauma mér framhjá dyravörðunum. Engin tilraun er gerð til að skilríkja mig. 

Hafði ekki tíma til að skoða þetta

Í salnum eru hvít dúkalögð borð og grænum og bláum ljósum hefur verið komið fyrir, litirnir minna á norðurljós. 

Fólk tínist inn á sama tíma og ég. Í fyrstu sé ég ekki eina konu, þessi samkunda virðist umsetin jakkafataklæddum körlum á öllum aldri, en einkum ungum. Satt að segja er alveg furðulega mikið af mjög ungu fólki hérna. Mætingin virðist vera ágæt. Ég eygi Snorra Másson, oddvita flokksins í Reykjavík suður, lengra inni í salnum, sem og einhverjar konur.

„Hæ!“ Kona um þrítugt kemur og faðmar mig. Ég er með eindæmum ómannglögg og er í nokkrar sekúndur að kveikja. „Við vorum einu sinni að vinna saman,“ bætir hún við þegar hún sér óttablandinn svip minn.

Ég spyr hana hvernig það kom til að hún kæmi hingað. Hún skýrir að maðurinn hennar sé viðriðinn flokksstarfið. Hann sé þó ekki í framboði. Ég spyr hana hvort hún hafi sjálf kosið Miðflokkinn. 

Hún kinkar kolli. „Ég hafði ekki tíma til að skoða þetta,“ skýrir hún þegar ég spyr hana af hverju hann hafi orðið fyrir valinu. 

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það var semsagt bara Andrew Tate stemmning þarna og stelpurnar urðu strax óttaslegnar gagnvart karakternum þarna. Já. Þetta er rudda pólitík karlanna…Graðhestur að prjóna er lógóið náttúrulega og um það var slegist inni af körlum einvörðungu.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár