Svör frambjóðenda flokkanna við kosningaprófi Heimildarinnar leiða í ljós afstöðu þeirra til mismunandi málefna, sem túlka má sem meðaltalsafstöðu flokkanna til þeirra álitaefna sem undir eru í prófinu.
Vert er að taka fram að þrátt fyrir að efstu fimm frambjóðendum í öllum kjördæmum hafi verið boðið að taka þátt í prófinu var svörun sumra flokka ábótavant.
Þrátt fyrir að yfir helmingur lykilframbjóðenda flestra flokka sem bjóða fram hafi svarað prófinu svöruðu einungis fjórir frambjóðendur Miðflokks, sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og níu frambjóðendur Flokks fólksins.
Hér á þessari síðu má sjá ýmis dæmi um það hvar afstaða frambjóðenda flokkanna til spurninganna sem voru undir lá, að meðaltali. Það þýðir ekki að ólík sjónarmið geti ekki verið uppi innan flokkanna, heldur endurspegla svörin sem hér er fjallað um einfaldlega þau svör sem frambjóðendur flokkanna settu fram.
Hver á að eiga vindorkuverin?
Í þessu tölublaði Heimildarinnar er fjallað ítarlega um vindorkuframleiðslu á Íslandi. …
Athugasemdir