Hvað er satt í myndinni Gladiator II? — Keisarinn lét myrða bróður sinn i örmum móður þeirra

Kvik­mynd­in Gla­diator II styðst við sanna at­burði eða öllu held­ur raun­veru­leg­ar per­són­ur þar sem voru keis­ar­arn­ir Caracalla og Geta. Frjáls­lega er þó far­ið með smá­at­riði.

Hvað er satt í myndinni Gladiator II? — Keisarinn lét myrða bróður sinn i örmum móður þeirra
Geta deyr í örmum móður sinnar. Málverk eftir Jacques-Augustin-Catherine Pajou, málað í byrjun 19. aldar.

Ínýjustu kvikmynd Ridley Scotts, Gladiator II, er fjallað um atburði í Rómaveldi meðan bræðurnir Caracalla og Geta voru þar keisarar. Bæði hér og hér hef ég fjallað um sagnfræðina að baki bíómyndinni og þar var komið sögunni í upprifjun minni á sögu þeirra Caracalla og Geta að þeir voru komnir til Rómar frá Bretlandi þar sem faðir þeirra, Septimus Severus keisari, andaðist í febrúar árið 211 ET.

Hann hafði ákveðið að þeir skyldu erfa keisaratignina sameiginlega og hvatt þá á dánarbeðinu til þess að vera vinir. Sú hvatning var ekki ófyrirsynju því fullkomið hatur mun hafa ríkt millum þeirra allt frá blautu barnsbeini.

Skýringar hafa engar gefist á því hatri og nú þegar þeir voru orðnir fullorðnir menn — 22 og 23 ára — kom í ljós að of seint var að hvetja þá til að leggja fjandskapinn á hilluna.

Raunar virðist heift og skapofsi mjög hafa einkennt þessa fjölskyldu.

Árið 202 var Caracalla fjórtán ára gamall. Hann hafði þá verið að nafninu til keisari ásamt föður sínum síðan hann var ellefu ára, þótt „völdin“ væru að sjálfsögðu engin. En nú fannst Severusi kominn tími til að Caracalla gengi í hjónaband og lét hann giftast dóttur gamals félaga síns og vopnabróður frá Leptis Magna í Líbýu, en þaðan var Severus sjálfur upprunninn.

Stúlkan hefur vísast verið á sama aldri og Caracalla og hét hún Fulvia Plautilla. Hermt er að hinn fjórtán ára brúðgumi hafi verið afar ósáttur við þessa ráðstöfun föður síns enda hafi hann fyrirlitið brúði sína innilega og aldrei sýnt henni annað en heiftúðugan dónaskap.

Hér væri freistandi að skrifa „Caracalla, Julia Domna og Geta meðan allt lék í lyndi,“En sannleikurinn var sá að þó mæðginin prýddu saman þenna peninga, þá lék aldrei allt í lyndi.

Þremur árum seinna sinnaðist Severusi við sinn gamla vopnabróður, tengdaföður Caracalla, og var hann tekinn af lífi fyrir svik við keisara sinn. Þá var Fulvilla Plautilla send í útlegð til smáeyju í Miðjarðarhafinu og sáu þeir feðgar, Severus og Caracalla, til þess að hún sætti hinni verstu meðferð.

Og nú þegar Caracalla var orðinn keisari var eitt af hans fyrstu verkum að senda morðingja út í eyju og láta þá drepa veslings stúlkuna sem ekkert hafði til saka unnið nema hugnast ekki ofstopamanninum eiginmanni sínum.

Þetta grimmdarverk dugði ekki til að lægja öldurnar í huga Caracalla. Hatur hans í garð bróður síns óx bara hröðum skrefum eftir því sem þeir þurftu að sitja sameiginlega í hásæti Rómar — og var það raunar gagnkvæmt. Um tíma var fyrirhugað að skipta ríkinu upp á milli þeirra en frá því var horfið að ráði skörungsins móður þeirra, Juliu Domnu.

Hún reyndi mjög að bera klæði á vopnin millum bræðranna en það dugði lítt og brátt fóru þeir að brugga hvor öðrum banaráð. Þeir bjuggu reyndar í sömu höllinni í Rómaborg en héldu til hvor í sínum enda hallarinnar en höfðu reist víggirðingar í miðju húsinu af ótta við morðárásir hver annars.

Caracalla orðinn einn eftir ...

Sagnfræðingurinn Cassius Dio skýrði frá því sem næst gerðist. Í desember 211, eftir að þeir höfðu ríkt sameiginlega í tæp ár, „þá þóttist [Caracalla] vilja sættast við bróður sinn og bauð honum að hitta sig í herbergjum Juliu móður þeirra í höllinni. [Hvorugur skyldi hafa með sér vopnað fylgdarlið.] En þegar Geta birtist og var að faðma móður sína, þá ruddist Caracalla inn með nokkra hundarðshöfðingja sér til fylgdar og hjuggu þeir til Geta. Yngri bróðirinn reyndi að halda sér fast í móður sína og grét en var drepinn í örmum hennar og hún sjálf særðist.“

Þessari hörmungarsögu um bræðurna var þó ekki lokið. Kannski segi ég þá sögu seinna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu