Hvað er satt í myndinni Gladiator II? — Keisarinn lét myrða bróður sinn i örmum móður þeirra

Kvik­mynd­in Gla­diator II styðst við sanna at­burði eða öllu held­ur raun­veru­leg­ar per­són­ur þar sem voru keis­ar­arn­ir Caracalla og Geta. Frjáls­lega er þó far­ið með smá­at­riði.

Hvað er satt í myndinni Gladiator II? — Keisarinn lét myrða bróður sinn i örmum móður þeirra
Geta deyr í örmum móður sinnar. Málverk eftir Jacques-Augustin-Catherine Pajou, málað í byrjun 19. aldar.

Ínýjustu kvikmynd Ridley Scotts, Gladiator II, er fjallað um atburði í Rómaveldi meðan bræðurnir Caracalla og Geta voru þar keisarar. Bæði hér og hér hef ég fjallað um sagnfræðina að baki bíómyndinni og þar var komið sögunni í upprifjun minni á sögu þeirra Caracalla og Geta að þeir voru komnir til Rómar frá Bretlandi þar sem faðir þeirra, Septimus Severus keisari, andaðist í febrúar árið 211 ET.

Hann hafði ákveðið að þeir skyldu erfa keisaratignina sameiginlega og hvatt þá á dánarbeðinu til þess að vera vinir. Sú hvatning var ekki ófyrirsynju því fullkomið hatur mun hafa ríkt millum þeirra allt frá blautu barnsbeini.

Skýringar hafa engar gefist á því hatri og nú þegar þeir voru orðnir fullorðnir menn — 22 og 23 ára — kom í ljós að of seint var að hvetja þá til að leggja fjandskapinn á hilluna.

Raunar virðist heift og skapofsi mjög hafa einkennt þessa fjölskyldu. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár