Í 45 ár hefur Ellen Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur starfað á bráðamóttökunni. Hennar ástríða er að hjálpa fólki og veita ungum hjúkrunarfræðingum stuðning. Ellen hefur haft áhrif á nokkrar kynslóðir hjúkrunarfræðinga sem líta til hennar sem lærimeistara með einstaka sýn á hjúkrunarstarfið. Hún vill lítið tala um hennar jákvæðu áhrif og útgeislun á deildinni gagnvart starfsfólki. Hún hafi fyrst og fremst áhuga á að hjálpa fólki. „Ég get ekki horft á fólk með verki og maður reynir að greiða götu þeirra sem maður er að sinna á eins góðan hátt og maður mögulega getur í það og það skiptið.“
„Þegar ég var sex ára þá lá ég á spítala og komst ekki heim
Ellen útskrifaðist úr Hjúkrunarskólanum árið 1978 og hóf þá störf á gjörgæsludeildinni við Hringbraut. Hún hafði farið sem hjúkrunarnemi á slysó, eins og bráðamóttakan var kölluð þá, og þótti það spennandi vinnustaður. „Ég sótti um og ég var svo …
Athugasemdir