Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Súðavíkurnefndin skipuð rétt tæpum 30 árum eftir mannskætt snjóflóð

Al­þingi hef­ur skip­að rann­sókn­ar­nefnd um snjóflóð­in sem féllu á Súða­vík í janú­ar 1995. Nefnd­inni hef­ur ver­ið fal­ið að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mála flóðs­ins. Fjór­tán lét­ust þeg­ar flóði féll á byggð í bæn­um.

Súðavíkurnefndin skipuð rétt tæpum 30 árum eftir mannskætt snjóflóð
Á kafi Snjóflóðið lagði fjölda húsa nyrst í Súðavík í rúst. Sum húsanna voru á þegar skilgreindu hættusvæði og hin á svæði sem samþykkt byggð hafði verið samþykkt á þeim grundvelli að fyrir ofan þau yrðu reistar snjóflóðavarnir. Mynd: RAX

Alþingi hefur skipað rannsóknarnfend til að fjalla um aðdrganda og eftirmál snjóflóðanna sem féllu á Súðavík 16. janúar árið 1995. Eitt flóðanna féll á byggð nyrst í bænum með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið, þar af 8 börn á aldrinum eins til fjórtán ára. 

Þrátt fyrir að tæp þrjátíu ár séu liðin frá því að snjóflóðin féllu er enn mörgum spurningum ósvarað. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sem birt var í apríl árið 2023 og var það meðal annars á grundvelli þeirra sem aðstandendur þeirra sem fórust í flóðinu fóru fram á að málið yrði rannsakað nú. 

Nefndina skipa þau Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, Dóra Hjálmarsdóttir verkfræðingur og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur, samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis. Þeim er ætlað að leggja mat ákvarðanir um snjóflóðavarnir og upplýsingagjöf um hættu til íbúa Súðavíkur og rannsaka framkvæmd almannavarna í aðdraganda og í kjölfar flóðsins, ásamt eftirfylgni stjórnvalda. 

Fyrsta rannsóknarnefndin um annað en hrunið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti að koma nefndinni á fót fyrr á árinu en á síðasta ári beindi Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, erindi til nefndarinnar eftir fundi eftirlifendum og aðstandnendum þeirra sem létust í flóðinu. Þingið samþykkti svo tillögu nefndarinnar með öllum greiddum atkvæðum í apríl síðastliðnum en nú hefur nefndin fyrst verið mönnuð.

Þetta er fyrsta rannsóknarnefndin sem Alþingi skipar sem fjallar um eitthvað annað en aðdraganda og eftirmál tengd falli bankanna og efnahagshruninu 2008. 

Hingað til hafa yfirvöld þó hafnað ítrekuðum beiðni aðstandenda þeirra sem létust í Súðavíkurflóðinu um opinbera rannsókn. Almannavarnir ríkisins voru látnar gera skýrslu um flóðið, þrátt fyrir að þar væri stofnunin í raun að rannsaka eigin ákvarðanir og viðbrögð. 

Hverjir eru nefndarmennirnir?

Finnur Þór er héraðsdómari í Reykjavík en hann var fyrst settur dómari árið 2023 en þá hafði hann starfað sem saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Hann var líka starfsmaður rannsóknarnefndar alþingis um hrunið og meðritstjóri skýrslu rannsóknanefndarinnar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 

Dóra Hjálmarsdóttir er öryggisráðgjafi og verkfræðingur hjá Verkís verkfræðistofu. Hún er sérfræðingur í neyðarviðbrögðum og hefur kennt áhættustjórnun við Háskólann á Bifröst. 

Þorsteinn lauk doktorsgráðu sinni árið 1995 og hóf störf sem snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni sama ár. Síðan 2014 hefur hann stundað kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands og hefur hann einbeitt sér að náttúruhafmörum. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þessi fullyrðing í fréttinni er röng eða a.m.k. ónákvæm um eitt veigamikið atriði: "Þetta er fyrsta rannsóknarnefndin sem Alþingi skipar sem fjallar um eitthvað annað en aðdraganda og eftirmál tengd falli bankanna og efnahagshruninu 2008. "

    Hið rétta er að það hefur aldrei verið skipuð slík rannsóknarnefnd til að fjalla um EFTIRMÁL tengd falli bankanna og efnahagshruninu 2008 eða áhrif þess á íslenskt samfélag.

    Þar til nú hefur Alþingi skipað fjórar slíkar rannsóknarnefndir, um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008, aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna, Íbúðalánasjóð o.fl. og erlenda þátttöku í kaupum á eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands.

    Þessar fjórar nefndir skiluðu af sér ítarlegum skýrslum en það sem þær eiga allar sammerkt er að fjalla um atburði sem gerðust fyrir hrunið, í aðdraganda þess eða í hruninu sjálfu og þar endar svo umfjöllun þeirra. Engin þeirra fjallar um það sem gerðist eftir hrunið, þegar nýir bankar voru reistir upp á rústum hinna föllnu og hófu líkt og uppvakningar, stórfelldar aðfarir að heimilum landsins með innheimtu á stökkbreyttum og jafnvel ólögvörðum skuldakröfum af dæmalausri hörku, með þeim afleiðingum að tugþúsundir landsmanna misstu heimili sín.

    Hagsmunasamtök heimilanna hafa um langt árabil krafist þess að skipuð verði sambærileg rannsóknarnefnd til að fjalla um EFTIRMÁL hrunsins, afleiðingar þess og áhrif á heimili landsins. Því miður hefur sú eðlilega krafa ekki fengið neinn hljómgrunn stjórnvalda heldur hafa þau hingað til hunsað hana og jafnvel reynt að þagga niður þessa hörmulegu atburði. Þetta er kjarninn í því sem er átt er við þegar sagt er að hrunið hafi aldrei verið gert upp. Orsakir þess og aðdragandi voru jú gerð upp að mjög miklu leyti en aldrei eftirmálarnir og afleiðingarnar.

    Því ber að fagna að loksins hafi verið skipuð rannsóknarnefnd um aðdraganda og EFTIRMÁL snjóflóðanna sem féllu á Súðavík fyrir 30 árum síðan. Þau sem þar eiga hlut að máli verðskulda það þó löngu fyrr hefði verið. Núna eru liðin 16 ár frá bankahruninu, vonandi þurfa heimili landsins ekki að bíða 14 ár í viðbót eftir rannsókn á EFTIRMÁLUM þess.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Al­þingi skip­ar rann­sókn­ar­nefnd um Súða­vík­ur­flóð­ið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.
Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár