Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Yfirvöld ítrekað neitað að rannsaka Súðavíkurflóðið

Yf­ir­völd höfn­uðu ít­rek­að beiðni að­stand­enda fórn­ar­lamba Súða­vík­ur­flóðs­ins um op­in­bera rann­sókn. Al­manna­varn­ir rík­is­ins voru látn­ar um að gera skýrslu um flóð­ið þrátt fyr­ir aug­ljósa hags­muna­árekstra.

„Þær rannsóknir sem hafa farið fram eru ekki annað en skriflegar skýringar þeirra sem voru í stjórnunarstörfum á þeim tíma er slysið varð,“ sagði Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í ágúst árið 1999. „Þessi undarlega málsmeðferð vekur furðu og oft hefur farið fram lögreglurannsókn af minna tilefni.“

Páll, var lögmaður Rögnu Aðalsteinsdóttur, bónda á Laugarbóli við Ísafjarðardjúp sem hafði þá í fjögur ár reynt að fá yfirvöld til að rannsaka þátt almannavarna, skipulags- og sveitarstjórnar í aðdraganda snjóflóðsins mannskæða sem féll í Súðavík 16. janúar 1995. Fjórtán manns létust í flóðinu, meðal annars mægurnar Bella og Petrea Vestfjörð, dóttir og dótturdóttir Rögnu. 

„Það er tilhneiging hjá ráðamönnum að segja að við syrgjendur séum rugluð af sorg og ekkert að marka okkur,“ sagði Ragna sjálf í viðtali við DV stuttu eftir flóðið. „Ég mun fylgja því fast eftir að þetta mál verði rannsakað opinberlega.“

Þó Ragna Aðalsteinsdóttir hafi vissulega fylgt því fast eftir að fá fram opinbera rannsókn á Súðvíkurflóðinu, entist henni ekki ævin að bíða eftir því að yfirvöld svöruðu ákalli hennar. Ragna lést síðastliðið haust 97 ára gömul.

Gafst aldrei uppRagna Aðalsteinsdóttir gaf aldrei upp vonina um að einn daginn fengju aðstandendur látinna í Súðavíkurflóðinu, þau svör sem þau kölluðu eftir. Sjálf lagði hún á sig ómælda vinnu og erfiði við að reyna að fá málinu hreyft. Ragna lést í október í fyrra.

Eins og fram kom í ítarlegri rannsókn Heimildarinnar virðist sem yfirvofandi snjóflóðahætta hafi verið öllum þeim sem gátu gripið inn í, ljós, án þess þó að brugðist hafi verið við. Snjóflóðahættumat var í gildi í Súðavík og gerði ráð fyrir því að snjóflóðavarnir yrðu reistar á því svæði sem fór undir flóð; fundargerðir almannavarnarnefnda sýna að mörgum árum fyrr hafði fyrst verið rætt um þær varnir sem forgangsmál. Engu að síður liðu sex ár án þess að neitt væri aðhafst.

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að þrátt fyrir vitneskju yfirvalda um hættuna og ráðleggingar um að ekki skyldi meira byggt á svæðinu, áratug fyrir flóð, var það engu að síður gert. Til að mynda hús sem lenti í flóðinu og tvennt lét lífið. Þrettán manna hópur, aðstandendur þeirra sem létust í flóðunum undirbúa nú kröfugerð á hendur stjórnvöldum, þar sem farið er fram á að skipuð verði rannsóknarnefnd um flóðið.

„Hafandi farið yfir þessi gögn er nauðsynlegt að íslenska ríkið rannsaki málið almennilega, af því að það var ekki gert á sínum tíma,“ sagði Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður þrettánmenningana í samtali við Heimildina. 

Sigurður benti á að jafnvel þó hátt í þrjátíu ár séu frá því flóðið féll, verði aðstandendunum ekki kennt um tafir á því að málið yrði rannsakað. „Það dapurlega við þetta er að þau reyndu að fá fram rannsókn en málið fékk ekki viðunandi skoðun á þeim tíma.“

Strax eftir flóðið í janúar 1995 kom fram gagnrýni á að íbúar húsanna sem urðu undir því, hafi ekki verið látnir vita af vaxandi snjóflóðahættu í Súðavík. Ennfremur að samskiptaerfiðleikar og skortur á reglufylgni, hefði orðið til þess að vitneskja um mögulega yfirvofandi hættu, hefði komið í veg fyrir að gripið hefði til aðgerða.

Lögmaður aðstandenda fór strax í mars 1995 fram á það við dómsmálaráðherra að skipuð yrði rannsóknarnefnd. Við því var ekki orðið heldur voru Almannavarnir Ríkisins látnar vinna greinargerð um flóðið sem birt var sléttu ári eftir flóðið. Niðurstaða hennar sætti strax harðri gagnrýni aðstandenda, meðal annars vegna rangra staðhæfinga í skýrslunni, sem aftur voru grundvöllur þeirrar meginniðurstöðu Almannavarna, að ekkert hefði verið hægt að gera til að forða manntjóni í flóðinu.

Vorið 1996 fór lögmaður aðstandenda því fram á við dómsmálaráðherra að skýrslan yrði tekinn upp og unnin af hlutlausum aðila. Þáverandi dómsmálaráðherra, hafnaði því og benti aðstandendum á að ef þau teldu eitthvað saknæmt hafa átt sér stað, væri nær að vísa málinu til Ríkissaksóknara.

Svo fór að sjö aðstandendur óskuðu eftir því að Ríkissaksóknari tæki málið til opinberrar rannsóknar með bréfi í ágúst 1996. Hálfu ári seinna barst svar frá Ríkissaksóknara, þar sem hann hafnaði beiðninni.

„Synjun Ríkissaksóknara er nokkuð sérstæð,“ sagði í áðurnefndri grein Páls, lögmanns Rögnu Aðalsteinsdóttur. „Hann lætur nægja að byggja ákvarðanir sínar á skýrslum Almannavarna ríkisins og bréfum nokkurra einstaklinga og tekur skýringar þeirra gildar án þess að grafast fyrir um sannverðugleika frásagnar þeirra. Aðeins óhlutdræg og opinber rannsókn getur leitt hið sanna í ljós. Almannavarnir hafa ekki það rannsóknarvald sem lögregla hefur samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála og því ekki eðlilegt að nota skýrslu þeirra við ákvörðun um hvort einhver hafi gerst brotlegur, sérstaklega í svo viðamiklu máli.“

Aðstandendurnir létu ekki þar við sitja heldur héldu áfram að reyna að fá málinu hreyft. Björk Þórðardóttir, sem missti eiginmann sinn Hafstein Björnsson og tólf ára dóttur, Júlíönu Bergsteinsdóttur, í snjóflóðinu, leitaði til Umboðsmanns Alþingis og vildi fá álit hans á lögmæti höfnunar Ríkissaksóknara, en án árangurs. Síðasta tilraunin var síðan gerð árið 2004 þegar Maya Hrafnhildardóttir reyndi að fá Ríkissaksóknara til að endurskoða ákvörðun sína. Mayu sem hafði misst foreldra sína í flóðinu, var líka neitað.

„Hring eftir hring“

„Við báðum oft um rannsókn,“ segir Maya í viðtali við Heimildina þegar hún rifjar upp þessa baráttu aðstandendanna sem lauk árið 2004. „Og þá var bara sagt, það verður engin rannsókn, það er búið að svara ykkur, og það verður ekkert rannsakað. Og það mættu okkur alltaf bara lokaðar dyr. Það væri ekki hægt að gera neitt.

Maya segist eftir á að hyggja vera bæði reið og sár yfir því hvernig komið var fram við aðstandendurna fyrstu misserin eftir flóð, í hvert sinn sem upp komu vísbendingar sem bentu til þess að rangt hafði verið farið að í aðdraganda flóðsins.

„En svo náttúrlega erum við búin öll þessi 28 ár sem eru liðin frá flóði, við erum alltaf að velta þessu fyrir okkur, en þegar maður kemur að lokuðum dyrum alls staðar og erum talin hálf svona rugluð í sorg, þá náttúrlega einhvern veginn gefst maður upp.“

Eygja von Sigríður Rannveig Jónsdóttir, Hafsteinn Númason og Maya Hrafnhildardóttir í Súðavík.

Hafsteinn Númason sagðist í viðtali við Heimildina nýverið hafa strax og hópurinn leitaði liðsinnis lögmanns eftir flóðin, verið varaður við því að „kerfið“ yrði erfiður andstæðingur.

„Þú verður bara sendur hring eftir hring þangað til þú gefst upp. Þú munt reka þig á það að það verður mjög erfitt að fá svör. Eins og ég hef rekið mig á. Manni var vísað frá manni til manns. Og látinn bíða eins lengi eftir svörum og hægt er,“ rifjar Hafsteinn upp.

Sigríður Rannveig Jónsdóttir, eða Sigga Ranný eins og hún er alltaf kölluð, missti ríflega eins árs gamla dóttur sína í flóðinu, en hún, maður hennar og fimm ára dóttir, björguðust við illan leik úr flóðinu. Hún segist sjálf hafa gefist upp á baráttunni fyrir rannsókn, ári eftir flóðið. Hún hafi einfaldlega ekki megnað að takast á við vonbrigðin og baráttuna sem augljóslega þurfti. Viðhorfið sem hafi mætt þeim hafi líka ekki hjálpað til.

„Ég upplifði það þannig, að ef við færum fram á eitthvað svona, eins og við værum að benda á einhvern, að einhver væri sekur. Þetta snerist aldrei um það. Þetta snerist ekki um að einhver væri sekur, þetta snerist frekar um það bara að það yrði rannsakað af hverju brást enginn við. Hvað klikkaði? Afhverju, það er það, það er þessi stóra spurning. En þetta var ekki til að hengja einn eða neinn. Við vildum bara fá sannleikann.“

Þegar svo núna hafi komið fram enn frekari upplýsingar, bæði staðfestingar á því sem áður var afgreitt sem sögusagnir og eins nýjar upplýsingar um hvernig staðið var að málum, segist hún hafa fundið fyrir gríðarlega reiði, yfir því sem hún segir hafa verið gaslýsingu í garð aðstandenda árin fyrir flóð.

„Reiðin kemur af því að réttlætið hefur ekki fengið að koma fram. Sannleikurinn hefur ekki fengið að koma fram. Þess vegna er ég reið."

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.
Forsætisráðherra undirbýr Súðavíkurrannsókn
FréttirSúðavíkurflóðið

For­sæt­is­ráð­herra und­ir­býr Súða­vík­ur­rann­sókn

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur fal­ið emb­ætt­is­mönn­um að vinna grein­ar­gerð um það hvernig best verði stað­ið að rann­sókn á snjóflóð­inu í Súða­vík. Hún seg­ir mik­il­vægt að hlusta á kröf­ur að­stand­enda um að mál­ið verði upp­lýst að fullu. „Loks­ins rof­ar til og sést til sól­ar“ seg­ir Haf­steinn Núma­son.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
FréttirSúðavíkurflóðið

For­sæt­is­ráð­herra boð­ar fund vegna Súða­vík­ur­flóðs

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.
„Gerði þetta upp eftir bestu samvisku“
FréttirSúðavíkurflóðið

„Gerði þetta upp eft­ir bestu sam­visku“

Sig­ríð­ur Hrönn Elías­dótt­ir, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Súða­vík, seg­ist ekki telja að mis­tök hafi ver­ið gerð í að­drag­anda snjóflóðs­ins í Súða­vík, sem hefðu getað forð­að mann­tjóni. Hún stend­ur fast á því að hafa aldrei ver­ið vör­uð við hætt­unni á þeim stað þar sem flóð­ið féll og seg­ir hug­mynd­ir yf­ir­valda um bygg­ingu varn­ar­garða hafa ver­ið á ei­lífu um­ræðu­stigi. Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, þá­ver­andi sýslu­mað­ur á Ísa­firði, seg­ist ekki hafa fall­ist á að Sig­ríð­ur frest­aði því til morg­uns að kalla sam­an al­manna­varn­ar­nefnd.

Nýtt efni

Ísland í mútum
GreiningÍsland í mútum

Ís­land í mút­um

Aldrei hafa fleiri ver­ið und­ir rann­sókn vegna gruns um að hafa ým­ist þeg­ið eða greitt mút­ur á Ís­landi. Sautján manns eru und­ir í fjór­um rann­sókn­um Hér­aðssak­sókn­ara og tveir til við­bót­ar fengu dóma ný­lega. Þar til í fyrra voru mútu­rann­sókn­ir og dóm­ar tald­ir á fingr­um annarr­ar hand­ar.
Bros í Bónus
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Bros í Bón­us

Far­ald­ur ein­mana­leika og fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar herj­ar á heim­inn.
Elliði hefur áður varið sig gegn spurningum með því að hann sé ekki „pólitíkus“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði hef­ur áð­ur var­ið sig gegn spurn­ing­um með því að hann sé ekki „póli­tík­us“

Minni­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Ölfuss hef­ur ákveð­ið að vísa húsa­máli Ell­iða Vign­is­son­ar bæj­ar­stjóra til siðanefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Elliði hef­ur var­ið sig í mál­inu með því að hann sé ekki kjör­inn full­trúi og þurfi þar af leið­andi ekki að ræða við­skipti sín í smá­at­rið­um.
Gjöf sem hefur galla
GagnrýniEkki málið

Gjöf sem hef­ur galla

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á frum­sýn­ingu þriðja verks­ins í þrí­leik þýsku stjörn­unn­ar Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.
Tónlistarunnendur: Ekki láta næstu tónleika framhjá ykkur fara!
GagnrýniES kvartett

Tón­list­ar­unn­end­ur: Ekki láta næstu tón­leika fram­hjá ykk­ur fara!

Tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk brá sér í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu, á tón­leikaröð­ina Sí­gild­ir sunnu­dag­ar, og hlýddi á banda­ríska ES strengja­kvart­ett­inn.
Molnandi minningahöll
GagnrýniMeð guð í vasanum

Moln­andi minn­inga­höll

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir leik­hús­gagn­rýn­andi fór og sá fyrstu frum­sýn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins í vet­ur, glæ­nýtt ís­lenskt leik­verk eft­ir Maríu Reyn­dal.
Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    10
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
Loka auglýsingu