Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.

Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
Eyðilegging Snjóflóðin hrifu með sér heilu húsin, svo ekkert stóð eftir nema brak. Flest húsanna sem fóru í flóðinu stóðu rétt við þá hættulínu sem dregin var í snjóflóðahættumati fyrir bæinn. Sum voru innan línunnar en voru ekki teiknuð inn á hættumatskortið sem viðbragðsaðilar höfðu fyrir augunum.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis afhenti í morgun forseta alþingis beiðni um formlega skipun rannsóknarnefndar um aðdraganda og viðbragð yfirvalda vegna Súðavíkursnjóflóðsins í ársbyrjun 1995. Nefndin samþykkti samhljóða beiðni um skipan nefndarinnar í gær, eftir nokkurra mánaða skoðun á málinu, þar sem fjöldi fólks var kallaður fyrir nefndina.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, staðfesti þetta í samtali við Heimildina í morgun. Rannsóknarnefndin er skipuð á grundvelli laga um rannsóknarnefndir alþingis, sem sett voru 2011, „til þess að rannsaka málsatvik í mikilvægu máli sem varðar almenning“. Samkvæmt þeim þarf svo forseti að veita umsögn og þaðan fer síðan málið til formlegrar afgreiðslu. 

„Mér finnst þetta marka ákveðin tímamót,“ sagði Þórunn um niðurstöðu nefndarinnar í morgun. „Hér erum við að tala um atburð sem gerðist fyrir tæplega þremur áratugum, en aðstandendur og ættingjar hafa árangurslaust reynt að fá málið rannsakað og reynt í því skyni að fá svör og skýringar. Við höfum haft þessi lög um rannsóknarnefndir frá árinu 2011 og þau gefa tækifæri til að rýna þetta allt saman og veita fólki sem upplifði þennan atburð tækifæri að ræða hann.“

Þórunn segir gleðilegt og mikilvægt að nást hafi samhljómur í nefndinni um þessa niðurstöðu, þvert á flokkslínur. Það hafi gerst eftir rækilega yfirlegu og fundi með fjölda gesta, bæði eftirlifendum, fulltrúum almannavarna og viðbragðsaðila sem komu að málinu.

„Við fengum gesti og ræddum allar hliðar málsins, sem er nauðsynlegt og ekki síður það að náist samstaða um það að fara þessa leið, þvert á allar flokkslínur. Það er mjög mikilvægt að það gerist. Þannig að ég er mjög ánægð með að þessi áfangi hafi náðst, þó það hafi tekið allan þennan tíma,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í samtali við Heimildina.

29 ár og þrír dagar

Síðastliðin þriðjudag, 16 janúar, voru 29 ár frá því flóð féll á byggð nyrst í Súðavíkarþorpi. Klukkan var þá rétt rúmlega sex að morgni og hreif með sér stóran hluta byggðarinnar og fjölda húsa. Alls létust 14 manns í flóðinu, þar af voru 8 börn.

Ættingjar þeirra sem létust fóru fljótlega eftir atburðinn fram á að óháð opinber rannsókn yrði gerð á því hvernig yfirvöld hefðu brugðist yfirvofandi hættu, misserin og dagana fyrir flóðið. Þeim beiðnum fólksins var ítrekað hafnað, af ráðherrum, ríkissaksóknara og Umboðsmanni alþingis næstu tíu árin eftir flóð. Rökstuðningurinn var jafnan sá að rannsókn hefði þegar farið fram af hálfu Almannavarna Ríkisins, sem hefði komist að því að ekki hefði verið hægt að forða manntjóni í flóðunum. Sú rannsókn var kynnt ári eftir flóðin og var harðlega gagnrýnd fyrir innra ósamræmi og þá staðreynd að sömu aðilar og borið hefðu ábyrgð, væru þar að rýna eigin verk.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft málið til umfjöllunar síðan að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Þórunni, formanni þingnefndarinnar, bréf 8. júní síðastliðin þar sem hún sagðist telja að rannsóknarnefnd sem þessi væri til þess fallin að skapa traust um niðurstöður rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðanna. Það gerði Katrín eftir að aðstandendur og eftirlifendur þrettán þeirra sem fórust í snjóflóðunum í Súðavík óskuðu eftir að opinber rannsókn færi fram á aðdraganda og eftirmálum flóðanna. Erindi þeirra var sent í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Heimildarinnar um snjóflóðin sem birtist í 5. apríl á síðasta ári

Nefndin tók í kjölfarið málið til skoðunar og meðferðar og það var loks í október síðastliðnum sem þrír aðstandendur, þau Hafsteinn Númason, Maya Hrafnhildardóttir og Sigríður Rannveig Jónsdóttir, fengu að koma fyrir nefndina og fá áheyrn. „Þetta hafa verið 28 ár í bið, bráðum 29 ár,“ sagði Hafsteinn við það tilefni. „Loksins hlustað á okkur.“ 

Löng bið eftir áheyrnHafsteinn, Sigríður Rannveig og Maya komu fyrir þingnefnd í október síðastliðnum ásamt lögmanninum Sigurði Erni Hilmarssyni.

Hafsteinn, og Berglind Kristjánsdóttir, þáverandi eiginkona hans, áttu þrjú af þeim átta börnum sem létust í flóðinu. Sigríður Rannveig missti eitt barn. Maya missti foreldra sína. Þegar þau komu fyrir nefndina voru akkúrat liðnir tíu þúsund og fimm hundruð dagar frá atburðinum. Á þeim tíma höfðu stjórnvöld ítrekað neitað að rannsaka flóðið. Nú 29 árum og tveimur dögum frá atburðinum hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkt einróma að slík rannsókn skuli loks fara fram. 

Í rannsókn Heimildarinnar sem birt var í apríl voru fjölmörg atriði tínd til sem gáfu skýrar vísbendingar um að yfirvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda flóðsins í Súðavík. Í umfjölluninni kom meðal annars fram að hættumat á svæðinu gerði ráð fyrir snjóflóðavarnargörðum sem aldrei risu, auk þess sem að mistök hafi verið gerð þegar hættumatskort var teiknað, sem tók mið af gömlum loftmyndum sem sýndu ekki alla byggðina í bænum. 

Það var svo greint frá því í fyrsta sinn í umfjölluninni um mistök við gerð snjóðflóðahættumatsins hafi orðið til þess að almannavarnayfirvöld hafi ranglega haldið að ekkert húsanna sem fór undir flóðið hafi verið á hættusvæði. Þvert á móti voru þrjú íbúðarhús og leikskóli inni á hættusvæðinu og fóru öll undir flóðið. Gömul loftmynd sem notuð var sem grunnur að kortinu gerði það að verkum að inn á kortið vantaði þessi hús, þar sem þau voru byggð eftir að loftmyndin var tekin. 

Þetta er í fimmta sinn sem Alþingi skipar rannsóknarnefnd en í fyrsta skipti sem nefnd er falið að rannsaka mál sem ekki tengist falli bankanna eða aðdraganda þess með einhverjum hætti.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skrefin vegna mögulegrar rannsóknarnefndar vegna Súðavíkurflóðsins
FréttirSúðavíkurflóðið

Stíga fyrstu skref­in vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar vegna Súða­vík­ur­flóðs­ins

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Al­þing­is ákvað í morg­un að hefja gagna­öfl­un vegna mögu­legr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Al­þing­is vegna að­drag­anda og eft­ir­mála snjóflóðs­ins sem féll ár­ið 1995 í Súða­vík. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur grund­völl­ur ákvörð­un­ar um hvort leggja eigi til skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
FréttirSúðavíkurflóðið

For­sæt­is­ráð­herra boð­ar fund vegna Súða­vík­ur­flóðs

Krafa að­stand­enda þeirra sem fór­ust í Súða­vík­ur­flóð­inu um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar var send for­sæt­is­ráð­herra og þing­nefnd í síð­ustu viku. For­sæt­is­ráð­herra hef­ur þeg­ar boð­að lög­mann að­stand­end­anna á sinn fund. Formað­ur þing­nefnd­ar­inn­ar seg­ir ein­boð­ið að setja slíka nefnd á fót. Fyr­ir því séu bæði efn­is­leg og sið­ferð­is­leg rök.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár