Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Til dýrðar guði“

Íbú­ar á Bik­ini höfðu í 3.000 ár lif­að til­breyt­ing­ar­litlu og ró­legu lífi en í janú­ar 1946 birt­ist þar flug­vél, út steig vörpu­leg­ur karl og flutti mik­il­væg skila­boð.

„Til dýrðar guði“
Bikini 25. júlí 1946: Kjarnorkusprengjan Baker gýs upp úr lóninu.

Í febrúar 1946 birtist stór og þunglamaleg sjóflugvél skyndilega yfir kóraleyjunni Bikini nánast úti í miðju Kyrrahafinu.

Það var sunnudagur og eyjaskeggjar voru nýkomnir úr kirkju. Þeir litu nú forvitnir til lofts og hundgá kvað við. Flugvélar voru sjaldséðar þar um slóðir, eins og utanaðkomandi fólk yfirleitt. Flugvélin hnitaði nokkra hringi yfir Bikini og renndi sér loks inn til lendingar og heimamenn klöppuðu saman höndunum þegar hún staðnæmdist á sjónum úti fyrir meginbyggðinni. Dyr opnuðust og útblásnum báti var komið út. Nokkrir hávaxnir karlar stigu út úr vélinni og niður í bátinn.

Það voru bersýnilega að koma gestir.

Juda konungur á Bikini brá sér í sparifötin og hélt niður í fjöru til að taka á móti gestunum.

Juda konungur:Hinir 166 þegnar hans hlýddu konungi sínum.

Bikini er svokallað „hringrif“ eða „baugey“. „Atoll“ á ensku. Margar misstórar kóraleyjar mynda þá eins konar lón sem oft getur orðið ansi stórt. Þar sem Bikini-lónið er breiðast er það nærri 40 kílómetrar. Eyjarnar umhverfis lónið eru hins vegar svo mjóar að alls nær flatarmál þeirra ekki nema sex ferkílómetrum. Það er ámóta og tvö þrjú Seltjarnarnes.

Árið 1946 bjuggu á Bikini 167 manns. Baugeyja þessi er ein Marshall-eyja en til þeirra teljast 29 baugeyjar og svo fimm stakar eyjar. Sæfarar svonefndra míkronesa námu eyjarnar fyrir meira en 3.000 árum. Míkronesar eru frændfólk hinna öllu þekktari pólínesa sem hófu útrás sína um suðurhluta Kyrrahafsins nokkru síðar.

Þúsundir ára liðu og fólk lifði sínu lífi á þessum lágu og dreifðu kóraleyjum. Marshall-eyjar ná yfir hafsvæði sem svarar til fjarlægðarinnar frá Íslandi að Bretlandsströndum en samanlagt flatarmál þeirra er aðeins eins og allra ysti hluti Reykjanesskaga.

Yfirleitt ríkti þar friður og ró, fólk hafði í sig og á, lifði á gróðri jarðar – kókoshnetum, melónutrjám, banönum, örvarrótum, taróstönglum, brauðaldinum og graskerum –, fiski sem veiddur var á öngla úr skeljum og notaðar línur snúnar úr kókoshnetuhýði, og svo héldu eyjaskeggjar endur, svín og hænsni og höfðu bæði hunda og ketti að gæludýrum.

Fjöldi glaðlegra og ákafra seppa fylgdi nú Juda konungi á Bikini niður í fjöruborðið að taka á móti gestunum en kettirnir skutust í felur.

Bikini var nyrsta og afskekkasta hringeyjan í Marshall-eyjaklasanum. Hún var rúma 400 kílómetra frá næsta byggða bóli á eyjunum, sem heitir Kvæjalein, en það er svipuð vegalengd og frá Íslandi til Færeyja.

Gegnum tíðina voru samskipti eyjaskeggja á Bikini við aðra íbúa því stundum stopul en alltaf einhver þó. Bikini – sem þýðir á máli heimamanna „kókoshnetuhýði“ eða þar um bil – er ekki í hópi frjósömustu hringeyjanna og þar hafa aldrei búið margir. Raunar munu íbúar hafa iðkað barnaútburð til þess að koma í veg fyrir að óhófleg fjölgun ógnaði lífsafkomunni.

Evrópumenn koma!

Þegar úthafssiglingar Evrópumanna hófust fyrir alvöru á 16. öld sigldu Spánverjar fram á eyjaklasann, en sáu ekki ástæðu til að staldra við og það var ekki fyrr en undir lok 18. aldar sem Evrópumenn komu næst í heimsókn. Þar var á ferð skip sem Bretinn John Marshall stýrði en hann var að koma frá því að flytja fyrstu bresku fangana til Ástralíu. Nú var hann á leið til Kína en rambaði þá fram á kóraleyjaklasann og lýsti honum fyrir fólki þegar heim til Evrópu kom.

Því var farið að nefna eyjarnar eftir honum og enn í dag heita þær meira að segja á máli heimamanna eftir þessum enska skipstjóra, eða Majel eins og þeir kalla hann.

Á 19. öld komu trúboðar frá Bretlandi og kristnuðu íbúana sem var þeim síður en svo á móti skapi. Áhrif hvítasunnumanna munu vera allsterk í kristindómi eyjaskeggja og eitthvað eimir líka eftir af náttúruvættatrú þeirri sem þar hafði þróast um aldir.

Í lok 19. aldarinnar varð eyjaklasinn þýskt „verndarsvæði“ eftir leynisamning Þýskalands og Bretlands þar að lútandi. Eyjaskeggjar voru vitaskuld ekki spurðir álits. Hafinn var útflutningur á kókoshnetuolíu sem var framleidd í nokkrum mæli á syðri eyjunum en eftir litlu var að slægjast á Bikini. Því breyttist þar fátt þótt nú ætti að heita svo að eyjaskeggjar væru orðnir þegnar Vilhjálms keisara af Hohenzollern-ættinni.

Níðgrimm hörkutól

1914 tóku Japanir eyjarnar af Þjóðverjum og réðu þeim til 1944. Þeir hirtu mestalla kókosolíuna en litu annars á eyjarnar fyrst og fremst sem áfangastað á leið sinni suður á bóginn til indónesísku eyjanna og Ástralíu.

Á syðstu hringeyjunum komu þeir sér því upp flugvöllum en skiptu sér lítið af eyjaskeggjum. Þar gátu Marshall-eyingar hrósað happi því sem nýlenduherrar voru Japanir yfirleitt níðgrimm hörkutól.

Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst svo á Kyrrahafi með gríðarlegri útþenslu Japana var fámennur herflokkur settur á land á Bikini og reistur þar hár varðturn. Úr honum átti að fylgjast með hvort bandarískar flugvélar sæjust nokkurs staðar á leið til árása á flugvellina á syðri eyjunum. Að öðru leyti sneiddi styrjöldin hjá Bikini.

Fyrr en þá rétt í lokin.

Búist til varnar á Bikini

Í upphafi árs 1944 voru Bandaríkjamenn búnir að snúa stíðsgæfunni á Kyrrahafi sér í vil og réðust þá á Marshall-eyjar. Japanir vörðu flugvelli sína af gríðarlegri en vonlausri heift og víða beinlínis til síðasta manns.

Á Kvæjalein féllu til dæmis nærri 5.000 japanskir hermenn en 143 Bandaríkjamenn.

Þegar fréttist norður til Bikini hvað væri á seyði á syðri eyjunum skipaði japanski herflokkurinn í varðturninum íbúum á eyjunni að hjálpa sér að grafa neðanjarðarbyrgi. Þaðan hugðist flokkurinn verjast uns yfir lyki. En þegar fyrsta bandaríska herskipið birtist úti fyrir ströndum Bikini og bjóst til að setja menn á land, þá runnu tvær grímur á japönsku hermennina. Svo fór að þeir sprengdu sjálfir öfluga handsprengju í neðanjarðarbyrginu sínu og dóu þar keisara sínum til dýrðar.

Allir fimm.

Sameinuðu þjóðirnar?

Bandaríkjamenn stigu á land á Bikini og aðgættu örlög Japana þar en úr því svona var komið skiptu þeir sér ekki frekar af eyjunni eða íbúum þar. Þeir héldu brott eftir að hafa kannað aðstæður, tekið myndir og skráð helstu upplýsingar um íbúana og staðháttu.

Eyjaskeggjar höfðu síðan ekki orðið mikið varir við ókunnuga í tvö ár. Þeir fréttu frá Kvæjalein hvað gerst hafði þar og um síðir að hinu harða stríði útlendinganna úti í heimi væri lokið. Þeir fréttu líka að eitthvað fyrirbæri sem kallaðist Sameinuðu þjóðirnar hefði falið Bandaríkjunum að stýra Marshall-eyjum, já ójá, en sjálfir héldu þeir bara áfram að rækta sinn garð og draga sinn fisk og ekki útlit fyrir að heimurinn myndi neitt breytast, hvernig sem allt veltist í umheiminum.

Ben Wyatt:Sendiboði guðs eða mannkynsins?

Fyrr en nú að flugvélin kom og settist í lóninu og Juda konungur hinna 166 íbúa tók í fjöruborðinu á móti hávöxnum bandarískum höfuðsmanni, virðulegum karli um fimmtugt, sem gnæfði yfir flesta Bikini-búa sem komnir voru að skoða gestina, nema reyndar helst Juda konung sem var óvenju hávaxinn af míkrónesingi á Marshall-eyjum að vera.

Vísindaleg tilraun?

Sá nýkomni heilsaði konungi virðulega og kynnti sig: Ben Wyatt, höfuðsmaður í bandaríska sjóhernum, nú landstjóri Bandaríkjanna á Marshall-eyjum. Og hann bað Juda konung að safna sínum helstu mönnum saman því hann væri kominn til að biðja þá bónar fyrir hönd mannkynsins alls.

Það munaði ekki um það. Nú tóku íbúar Bikini eftir því að fleiri gúmmíbátar frá sjóflugvélinni voru lentir í fjörunni og þaðan kom talsverður fjöldi manna sem stillti upp kvikmyndavélum á þeim stað þar sem helstu höfðingjar íbúanna voru að safnast saman í hálfhring.

Hvað var eiginlega á seyði?

Jú, þegar Ben Wyatt tók til máls flutti hann vissulega mikil tíðindi.

Hann væri kominn sem fulltrúi mannkynsins alls til þess að biðja íbúa á Bikini góðfúslega um að flytjast um stund burt frá eyjunni sinni, frá heimili sínu.

Því þar ætti að gera vísindalega tilraun, sem myndi gagnast öllu mannkyninu.

Tilraun sem væri raunar guði sjálfum til dýrðar.

Og í hinum nýju heimkynnum sínum yrðu núverandi íbúar á Bikini eins og íbúar hins forna Ísraels sem drottinn guð hefði leitt til fyrirheitna landsins.

Frá Biblíubeltinu

Wyatt kunni sitt fag, enda uppalinn í Biblíubeltinu í Kentucky. Kannski voru Juda og menn hans líka sérlega móttækilegir fyrir þessari kristilegu bón af því þeir voru nýkomnir úr messu.

Furðufljótt lýsti Juda því yfir að, já, fyrst svona fallega væri beðið, þá væru íbúar á Bikini tilbúnir að leggja sitt af mörkum fyrir mannkynið og ekki síst guð.

Svo þeir myndu vissulega flytjast búferlum um skeið. Ójá.

Auðvitað vissu þeir ekki að tilraunin „guði til dýrðar“ væri kjarnorkusprengja. 

„... því þarna ætti að gera vísindalega tilraun sem gagnast mundi öllu mannkyni
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár