Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Búvörulögin dæmd ólögmæt í héraðsdómi

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur úr­skurð­að að sam­þykkt breyt­inga á bú­vöru­lög­um á Al­þingi í vor hafi brot­ið í bága við 44. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Lög­in séu því ólög­mæt.

Búvörulögin dæmd ólögmæt í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að breytingar sem gerðar voru á búvörulögum í mars stríði gegn stjórnarskránni og hafi því ekki lagagildi. Breytingarnar, sem voru harðlega gagnrýndar, fólu í sér undanþágur frá samkeppnislögum sem heimiluðu kjötafurðastöðvum samráð og samruna sín á milli. 

Í dómnum segir að með samþykkt lagafrumvarpsins hafi verið brotið í bága við 44. grein stjórnarskrárinnar. Hún kveður á um að ekki megi samþykkja lagafrumvarp nema það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Samkvæmt dómnum átti upphaflega frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og það sem var samþykkt eftir breytingar sem urðu í atvinnuveganefnd þingsins „fátt sameiginlegt en þingmálsnúmerið og heitið.“ 

„Við blasir að öllum texta frumvarpsins er laut að efni upphaflega frumvarpsins var skipt út og nýr settur í hans stað annars efnis,“ segir í úrskurði héraðsdóms. 

Upphaflegt markmið lagabreytinganna var að létta til með bændum. Fjölmargir bentu þó á að breytingin gagnaðist aðallega stórum fyrirtækjum í landbúnaði en lítil trygging var fyrir því að ávinningurinn skilaði sér til bænda. 

„Afurðastöðvarnar stýrðu þessu. Það voru ekki bændur sem gerðu það, það er langur vegur frá,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands, í viðtali við Heimildina um lagabreytinguna í apríl.

Síðan lögunum var breytt hefur Kaupfélag Skagfirðinga nýtt sér undanþáguheimildirnar til að yfirtaka Kjarnafæði Norðlenska og fyrir nokkrum dögum var greint frá fyrirætlunum KS að kaupa B. Jensen, sem rek­ur slát­ur­hús, kjötvinnslu á Norðurlandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.
Treystir KS og SS til að skila ávinningi til bænda
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Treyst­ir KS og SS til að skila ávinn­ingi til bænda

Ný­kjör­inn formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist bera fyllsta traust til þess að stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði skili bænd­um hag­ræð­ingu sem þau fá með um­deild­um lög­um. Hann sé ósam­mála mati yf­ir­lög­fræð­ings sam­tak­anna. Seg­ir ekki sitt að meta að­komu lög­manns fyr­ir­tækja að um­deild­um lög­um. Eðli­legt sé að skipt sé um fram­kvæmda­stjóra með breyttri stjórn.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár