Geðrænn vandi barna er talinn vera eitt stærsta heilbrigðisvandamál á Íslandi. Þrátt fyrir það er ástandið í geðheilbrigðismálum barna nánast óbærilegt, eins og fram kemur í máli Elínar H. Hinriksdóttur, sérfræðings hjá ADHD-samtökunum.
„Það sem helst brennur á er að koma börnum í greiningu. Við erum að heyra af því að börn þurfi að bíða allt undir ár og jafnvel tvö. Það er alveg ofboðslega slæmt ástand á geðheilbrigðismálum barna hér á landi.“
Löng og erfið bið
Talið er að um 20 prósent barna glími við geðrænar áskoranir en þegar tekið er mið af fjölda barna á grunnskólaaldri telur þessi hópur um 10.500 börn. Sum börn komast sjálf í gegnum þessar áskoranir án þess að þiggja faglega aðstoð, en önnur þurfa á hjálp að halda. Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn aukist verulega.
Geðheilsumiðstöð barna er nú rekin undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þrátt fyrir hraða uppbyggingu þar hefur …
Athugasemdir