Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk

„Þessi þekki­lega og vin­sæla harð­spjaldaröð fyr­ir yngstu les­end­ur er í ára­tug, frá 2004, bú­in að veita ung­um (og eldri les­end­um) dæma­lausa ánægju,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk
Skrímslaveisla Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler og Takel Helmsdal.
Bók

Skrímsla­veisla

Höfundur Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Takel Helmsdal.
Forlagið – Mál og menning
Gefðu umsögn

Í ellefta sinn hefur Áslaug Jónsdóttir sest niður með samverkamönnum sínum, Kalle og Rakel, og búið til nýja sögu í skrímslaröðinni. Þessi þekkilega og vinsæla harðspjaldaröð fyrir yngstu lesendur er í áratug, frá 2004,  búin að veita ungum (og eldri lesendum) dæmalausa ánægju.

Ótti og furða eru reyndar fylgdin sem hinar kátlegu og bráðlifandi myndskreyttu sögur af skrímslinu bjóða upp á og kalla eftir. Fjöldi höfunda hefur þrætt þessa braut að hugum ungra lesenda; hin torkennilega vera af öðrum heimi heillar markhópinn og leiðir saman unga og eldri lesendur. Letrið er sérgert og fellur inn í skoplegar en dramatískar myndirnar. Skrímslabókaröðin er orðin klassísk í barnabókagerðinni og líklega útflutningsvara. Verður að hrósa þremenningunum fyrir hugvitssamlega endurnýjun á söguefnum bók eftir bók, án þess að slegið sé af.

Enginn er svikinn af þessari bókaröð.

Í hnotskurn: Framúrskarandi framhald á vönduðu efni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TL
    Trausti Leósson skrifaði
    Bókin fer til minna barnabarnra í útlöndum og er alltaf jafn vinsæl
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár