Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk

„Þessi þekki­lega og vin­sæla harð­spjaldaröð fyr­ir yngstu les­end­ur er í ára­tug, frá 2004, bú­in að veita ung­um (og eldri les­end­um) dæma­lausa ánægju,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk
Skrímslaveisla Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler og Takel Helmsdal.
Bók

Skrímsla­veisla

Höfundur Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Takel Helmsdal.
Forlagið – Mál og menning
Gefðu umsögn

Í ellefta sinn hefur Áslaug Jónsdóttir sest niður með samverkamönnum sínum, Kalle og Rakel, og búið til nýja sögu í skrímslaröðinni. Þessi þekkilega og vinsæla harðspjaldaröð fyrir yngstu lesendur er í áratug, frá 2004,  búin að veita ungum (og eldri lesendum) dæmalausa ánægju.

Ótti og furða eru reyndar fylgdin sem hinar kátlegu og bráðlifandi myndskreyttu sögur af skrímslinu bjóða upp á og kalla eftir. Fjöldi höfunda hefur þrætt þessa braut að hugum ungra lesenda; hin torkennilega vera af öðrum heimi heillar markhópinn og leiðir saman unga og eldri lesendur. Letrið er sérgert og fellur inn í skoplegar en dramatískar myndirnar. Skrímslabókaröðin er orðin klassísk í barnabókagerðinni og líklega útflutningsvara. Verður að hrósa þremenningunum fyrir hugvitssamlega endurnýjun á söguefnum bók eftir bók, án þess að slegið sé af.

Enginn er svikinn af þessari bókaröð.

Í hnotskurn: Framúrskarandi framhald á vönduðu efni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TL
    Trausti Leósson skrifaði
    Bókin fer til minna barnabarnra í útlöndum og er alltaf jafn vinsæl
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár