Hið minnsta tíu manns fengu sams konar SMS á föstudaginn um að þau eigi að mæta í viðtal til Útlendingastofnunar á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þeim þekkja þau til 30 annarra tilvika, þar sem fólk hefur fengið sams konar SMS.
Hjá Útlendingastofnun verður þeim tilkynnt að það sé búið að synja umsókn þeirra um framlengingu á dvalarleyfi og þeim synjað um ótímabundið dvalarleyfi hérlendis. Í raun hafi Útlendingastofnun afturkallað viðbótarvernd til þeirra.“
Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður sem sérhæfir sig í útlendingalöggjöf, í samtali við Heimildina. Hún segir að á hennar starfsvettvangi sé hún farin að taka eftir nýrri framkvæmd Útlendingastofnunar um afturköllun á svokallaðri viðbótarvernd og mannúðarleyfi.
„Það er alveg ljóst miðað við þann fjölda sem við erum að sjá núna að það er skipulögð herferð og stefna hjá stjórnvöldum að veita þessu fólki ekki áfram vernd á Íslandi og tækifæri til að fá ótímabundið dvalarleyfi og þar …
Athugasemdir (1)