Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Áttaði sig ekki á vægi skilaboðanna frá Kristrúnu

Tryggvi Rafn Tóm­as­son, íbúi í Grafar­vogi, átt­aði sig ekki á því að skila­boð Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til sín myndu vekja eins mikla at­hygli og þau gerðu. Hann seg­ir að hann hefði ekki dreift þeim hefði hann gert sér grein fyr­ir því.

Áttaði sig ekki á vægi skilaboðanna frá Kristrúnu
Formaður Mikið hefur verið rætt um skilaboð Kristrúnar. Í þeim kallaði hún Dag B. Eggertsson aukaleikara og sagði að hann yrði óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra. Mynd: Golli

Þegar Tryggvi Rafn Tómasson fékk skilaboð frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, á laugardagsmorgni í liðinni viku, bjóst hann ekki við því að þau yrðu orðin ein stærsta fréttin í fjölmiðlum seinna sama dag. „Þegar ég hugsa til baka þá áttaði ég mig ekki á því hvað ég væri með. Þetta átti aldrei að ganga svona langt. Ef ég hefði áttað mig á því hvers lags bomba þetta væri þá hefði þetta aldrei farið inn á þennan hóp,“ segir hann.

Forsætisráðherra sem Ísland þyrfti

GrafarvogsbúiTryggvi hefur búið í Grafarvogi síðan hann var fjögurra ára.

Tryggvi hafði sent Kristrúnu skilaboð til að tjá henni að hann teldi að hún væri sá forsætisráðherra sem Ísland þyrfti á að halda. Hann myndi þó ekki vilja kjósa flokk hennar væri Dagur B. Eggertsson í framboði.

„Það kom mér algjörlega á óvart að sjá svör Kristrúnar af því að mér fannst hún …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Grafarvogur er hverfi Davíðs Oddssonar. Ekki þó þannig að hann búi þar eða hafi búið þar.😊

    Þegar fyrstu lóðirnar í Grafarvogi, í Foldunum, voru til úthlutunar gengu þær ekki út. Óánægja var með að gert var ráð fyrir pallahúsum eða tveggja hæða húsum á lóðunum enda landið bratt. Davíð tók af skarið og leyfði einnar hæðar hús þannig að lóðir urður flatar en með hárri og brattri brekku á milli þeirra til að taka upp hæðarmismuninn. Þótti þetta minna á kínverska hrísgrjónaakra.

    Vegna þessa myndaðist sérstakt samband milli Davíðs og húsbyggjenda í Grafarvogi . Davíð tók upp þann vana að fara i bíltúr um hverfið á sunnudagsmorgnum sem styrkti sambandið við hann og Sjálfstæðisflokkinn enn frekar. Nú nærri fjörutíu árum síðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn mun meira fylgi í Grafarvogi en í öðrum hverfum.

    Meðan Davíð er nánast í guðatölu í Grafarvogi er Degi kennt um að halda sjálfstæðismönnum frá völdum í borginni. Viðbrögð Tryggva sýna hve djúpt andúðin ristir. Grafarvogsbúar neita að taka þátt í þéttingu byggðar, þó í litlu sé, og ganga jafnvel svo langt að hætta við að kjósa lista sem Dagur er á þótt hann hafi árum saman verið kosinn vinsælasti borgarfulltrúinn.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég er fegin að hafa neitað vinabeiðni þessa manns, þótt ég sjálf hafi ekki verið ánægð með frjálshyggju Dags síðustu ár. Hvað á það að þýða að selja bílastæði í Hörpunni og víðar í miðborginni og svo að selja Perluna sem við erum loksins farin að hafa einhvern arð af? Og þetta plott með lóðirnar á Olíusölustöðvunum. Hélt að eg hefði kosið Samfylkinguna til að stoppa þetta Hórerí.

    Ég vona að Kristrún muni ekki taka í mál að selja nokkra eign okkar sem gefa arð. Innkalla í skrefum framsal á kvóta og stoppa útdeilingar á náttúruauðlindum. Það ætti að varða við lög.

    Það kostar klof að ríða röftum🥶 Vonandi mun Dagur nota reynslu sína til góðra verka. Hann þekkir öðrum fremur, hvað ber að varast!

    Ég mun kjósa Samfylkinguna, líst vel á plön þeirra og hvernig þau ætla að gera það.

    Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara að mynda breiðfylkingu sem getur unnið bæði til hægri og vinstri. Útrýma þarf spillingu, svo ég tala ekki um glæpum.

    Afsakið, hvað sunnudagshugvekjan er seint á ferðinni.

    Góða nótt!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár