Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu

Ás­dís Birta Ótt­ars­dótt­ir, 21 árs hársnyrt­ir, veit­ir kúnn­um sín­um einnig and­leg­an stuðn­ing þeg­ar á þarf að halda. Hún hef­ur heyrt ótrú­leg­ustu sög­ur í klippistóln­um.

Það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu
Hársnyrtir Ásdís Birta Óttarsdóttir útskrifaðist sem hársnyrtir 19 ára gömul. „Það er gaman að klippa og spjalla, mjög gaman.“ Mynd: Heimildin

„Ég er hársnyrtir, sveinn, ég útskrifaðist fyrir tveimur árum. Það hefur verið draumurinn síðan ég var barn, mér finnst gaman að láta fólki líða vel með sjálft sig. Það var gott að geta farið í þetta nám ung, ég byrjaði strax eftir grunnskóla. Ég útskrifaðist snemma, bara 19 ára, og það var draumur að rætast að vera komin snemma í atvinnulífið. Framtíðin er í þessum „beauty-bransa“, ég er líka förðunarfræðingur og þetta langar mig að gera; klippa og farða.  

„Ég hef verið fyrst til að heyra stórar fréttir“

Það er gaman að klippa og spjalla, mjög gaman. Það er gaman að fá að vita um líf fólks, þetta er spennandi fólk og það er gaman að kynnast því. Maður heyrir eiginlega allt, ég hef verið fyrst til að heyra stórar fréttir, það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu, ég er svolítið eins og sálfræðingur þeirra. Hvort sem það er barn á leiðinni, einhver trúlofun eða að einhver hafi dáið, ég hef heyrt þetta allt. Ég er andlegi stuðningurinn. 

Núna er ég að hugsa um jólin. Við erum byrjaðar að bóka jólin og þá byrja ég að pæla í jólunum. Það er svolítið mikið að gera en ég er spennt, það er gott að fá smá gleði þegar það er orðið svona dimmt.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu