Það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu

Ás­dís Birta Ótt­ars­dótt­ir, 21 árs hársnyrt­ir, veit­ir kúnn­um sín­um einnig and­leg­an stuðn­ing þeg­ar á þarf að halda. Hún hef­ur heyrt ótrú­leg­ustu sög­ur í klippistóln­um.

Það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu
Hársnyrtir Ásdís Birta Óttarsdóttir útskrifaðist sem hársnyrtir 19 ára gömul. „Það er gaman að klippa og spjalla, mjög gaman.“ Mynd: Heimildin

„Ég er hársnyrtir, sveinn, ég útskrifaðist fyrir tveimur árum. Það hefur verið draumurinn síðan ég var barn, mér finnst gaman að láta fólki líða vel með sjálft sig. Það var gott að geta farið í þetta nám ung, ég byrjaði strax eftir grunnskóla. Ég útskrifaðist snemma, bara 19 ára, og það var draumur að rætast að vera komin snemma í atvinnulífið. Framtíðin er í þessum „beauty-bransa“, ég er líka förðunarfræðingur og þetta langar mig að gera; klippa og farða.  

„Ég hef verið fyrst til að heyra stórar fréttir“

Það er gaman að klippa og spjalla, mjög gaman. Það er gaman að fá að vita um líf fólks, þetta er spennandi fólk og það er gaman að kynnast því. Maður heyrir eiginlega allt, ég hef verið fyrst til að heyra stórar fréttir, það er eins og fólk treysti mér fyrir öllu, ég er svolítið eins og sálfræðingur þeirra. Hvort sem það er barn á leiðinni, einhver trúlofun eða að einhver hafi dáið, ég hef heyrt þetta allt. Ég er andlegi stuðningurinn. 

Núna er ég að hugsa um jólin. Við erum byrjaðar að bóka jólin og þá byrja ég að pæla í jólunum. Það er svolítið mikið að gera en ég er spennt, það er gott að fá smá gleði þegar það er orðið svona dimmt.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár