Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

Bjarkey Ol­sen, þing­mað­ur Vinstri grænna og fyrr­ver­andi mat­væla­ráð­herra, ætl­ar ekki að gefa kost á sér fyr­ir kom­andi al­þing­is­kosn­ing­ar. Hún á að baki 20 ára fer­il í stjórn­mál­um. Hún er ein þriggja ráð­herra VG sem á föstu­dag urðu óbreytt­ir þing­menn eft­ir að flokk­ur­inn ákvað að taka ekki þátt í starfs­stjórn und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar fram að kosn­ing­um.

Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

„Nú eru enn og aftur tímamót þegar boðað hefur verið til kosninga. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa verið varaþingmaður og þingmaður í 20 ár,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. 

Hún fór fyrst á þing sem varaþingmaður og kom reglulega inn sem slíkur þar til hún var kjörin þingmaður 2013. Bjarkey hefur verið þingflokksformaður, setið í fjölda þingnefnda, verið formaður fjárlaganefndar og velferðarnefndar og nú síðast matvælaráðherra.

Hún greinir frá tíðindunum á Facebooksíðu sinni. Þar segir Bjarkey: „Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og  ég hef  notið þess að hitta fjöldann allan af fólki og mynda góð tengsl víða í kjördæminu í gegnum árin. Það tel ég vera afar mikilvægt enda oft snúið að fylgja eftir mörgum þeim málum sem við landsbyggðarfólk þekkjum svo vel og kallar á sterkar raddir inn á Alþingi. Ég tel að ég hafi sinnt kjördæminu af alúð sem og landinu öllu þessi ár sem ég hef verið á þingi,“ skrifar hún.

Bjarkey segir einnig: „Pólitík er sannarlega snúin og hlutirnir ganga oft hægar en við vildum. Það eru flóknir tímar framundan og það verður vandasamt að vinna úr þeim viðfangsefnum sem ný ríkisstjórn og þing þurfa að takast á við. Ég óska þeim velfarnaðar í störfum sínum.“

Þá segist hún hafa verið í fjarbúð síðastliðin 12 ár og farið heim nær hverja helgi til að njóta samvista við fjölskylduna, og er hún þakklát þeim fyrir þolinmæðina og stuðninginn alla tíð. 

„Ég vil að endingu þakka öllum þann stuðning, vináttu og vinsemd sem ég hef notið þessi tuttugu ár. Áfram VG,“ segir Bjarkey.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár