Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

Bjarkey Ol­sen, þing­mað­ur Vinstri grænna og fyrr­ver­andi mat­væla­ráð­herra, ætl­ar ekki að gefa kost á sér fyr­ir kom­andi al­þing­is­kosn­ing­ar. Hún á að baki 20 ára fer­il í stjórn­mál­um. Hún er ein þriggja ráð­herra VG sem á föstu­dag urðu óbreytt­ir þing­menn eft­ir að flokk­ur­inn ákvað að taka ekki þátt í starfs­stjórn und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar fram að kosn­ing­um.

Bjarkey Olsen gefur ekki kost á sér: „Pólitík er sannarlega snúin“

„Nú eru enn og aftur tímamót þegar boðað hefur verið til kosninga. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa verið varaþingmaður og þingmaður í 20 ár,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. 

Hún fór fyrst á þing sem varaþingmaður og kom reglulega inn sem slíkur þar til hún var kjörin þingmaður 2013. Bjarkey hefur verið þingflokksformaður, setið í fjölda þingnefnda, verið formaður fjárlaganefndar og velferðarnefndar og nú síðast matvælaráðherra.

Hún greinir frá tíðindunum á Facebooksíðu sinni. Þar segir Bjarkey: „Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og  ég hef  notið þess að hitta fjöldann allan af fólki og mynda góð tengsl víða í kjördæminu í gegnum árin. Það tel ég vera afar mikilvægt enda oft snúið að fylgja eftir mörgum þeim málum sem við landsbyggðarfólk þekkjum svo vel og kallar á sterkar raddir inn á Alþingi. Ég tel að ég hafi sinnt kjördæminu af alúð sem og landinu öllu þessi ár sem ég hef verið á þingi,“ skrifar hún.

Bjarkey segir einnig: „Pólitík er sannarlega snúin og hlutirnir ganga oft hægar en við vildum. Það eru flóknir tímar framundan og það verður vandasamt að vinna úr þeim viðfangsefnum sem ný ríkisstjórn og þing þurfa að takast á við. Ég óska þeim velfarnaðar í störfum sínum.“

Þá segist hún hafa verið í fjarbúð síðastliðin 12 ár og farið heim nær hverja helgi til að njóta samvista við fjölskylduna, og er hún þakklát þeim fyrir þolinmæðina og stuðninginn alla tíð. 

„Ég vil að endingu þakka öllum þann stuðning, vináttu og vinsemd sem ég hef notið þessi tuttugu ár. Áfram VG,“ segir Bjarkey.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnars
FréttirAlþingiskosningar 2024

Þór­dís Kol­brún hafði bet­ur gegn Jóni Gunn­ars

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir var kjör­in til að skipa 2. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og hafði bet­ur gegn Jóni Gunn­ars­syni sem sótt­ist eft­ir sama sæti. Bjarni Bene­dikts­son var sjálf­kjör­inn í 1. sæti list­ans. Formað­ur og vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skipa því efstu tvö sæti lista flokks­ins í kjör­dæm­inu fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár