Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ég beiti ekki valdi

Christian er þekkt­ur á göt­unni sem „ör­ygg­is­vörð­ur­inn frá Hollandi sem öll­um lík­ar við“. Hann beit­ir ekki valdi í starfi sínu held­ur mennsku. „Fal­leg orð er allt sem þarf.“

Ég beiti ekki valdi
Góðmennska „Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar,“ segir öryggisvörðurinn Christian. Mynd: Golli

„Hér á Vesturgötunni sé ég til þess að læknarnir geti sinnt starfi sínu án þess að vera ónáðaðir af ókurteisum sjúklingum eða öðrum sem eiga ekki erindi á heilsugæsluna. Stundum kemur fólk hingað undir áhrifum og krefst þess að fá lyf. Stundum þegar það fær ekki það sem það vill verður það árásargjarnt. Þetta var krefjandi starf í fyrstu, þegar ég byrjaði fyrir þremur árum voru mörg atvik daglega, það tók mig nokkra mánuði að koma reglu á hlutina.

Fólkið sem var að leita hingað kann vel við mig, kannski af því að ég er frá Hollandi og þar er frjálslynd stefna þegar kemur að vímuefnanotkun. Ég kem fram við fólkið af virðingu, það hefur kannski tekið slæmar ákvarðanir en ég dæmi það ekki. Ég kem fram við þau eins og manneskjur, hvort sem þau komu sér sjálf í þessar aðstæður eða ekki. Þau eru fyrst og fremst manneskjur, ég reyni að hjálpa þeim, ef þeim er kalt færi ég þeim kaffi, ef þau hafa óhreinkað sig færi ég þeim hreinsiklúta. Þetta eru litlir hlutir sem leiða til fallegra og uppbyggilegra samskipta. 

„Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag.“

Ég er þekktur á götunni sem öryggisvörðurinn frá Hollandi sem öllum líkar við. Það er afrakstur vinnu minnar hér á Vesturgötunni, ég beiti ekki valdboði, ég er ekki einráður. Þetta snýst um mennsku. Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar. Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag. Það veitir mér sjálfum hlýju.

Falleg orð er allt sem þarf, þetta er fólk sem er vant árásargjarnri hegðun frá öðrum öryggisvörðum og kannski lögreglu. Það skilar sér, það er mjög rólegt hérna núna, ég sit hérna í níu og hálfan klukkutíma á degi hverjum að bíða eftir vandræðum. En það eru eiginlega engin vandræði lengur. Tíðindalítill dagur er góður dagur. Ég reyni að halda mér uppteknum, ég aðstoða gamla fólkið þegar það kemur, aðstoða það í og úr leigubílnum, ég opna dyrnar, ég kem með dagblöðin, ég fer út með ruslið. Ekki af því að ég þurfi að gera það heldur af því að mig langar að gera það.

Þetta er þýðingarmesta starf sem ég hef sinnt, þetta er í fyrsta sinn sem mér finnst starf mitt koma að gagni. Ég held að ég sé rétti maðurinn í starfið. Það eru aðrir sem hafa hætt af því að þetta var of erfitt, andlega og líkamlega. Ég hef reynslu af því að vinna með fíklum í Amsterdam og sú reynsla nýtist vel.

Ég kom hingað árið 2016 vegna íslenskrar konu og hef verið hér síðan. Við erum ekki saman í dag en hún er enn hluti af mínu lífi. Hún á 10 ára son sem ég kalla son minn, ég hef tekið þátt í að ala hann upp frá því að hann var eins og hálfs árs. Hann kallar mig pabba. Og þannig verður það alltaf. 

Fæðing sonar míns heima í Hollandi var vendipunktur í mínu lífi. Það breytti mér að halda á honum nokkurra mínútna gömlum. Ég endurmat ákvarðanir mínar í lífinu og hvert ég vildi stefna og hvers konar fordæmi ég vil gefa. Ég vildi verða betri manneskja. Hann er 11 ára í dag og það er liðinn dágóður tími frá því ég hitti hann síðast, því miður. En vonandi styttist í það.“

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár