Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég beiti ekki valdi

Christian er þekkt­ur á göt­unni sem „ör­ygg­is­vörð­ur­inn frá Hollandi sem öll­um lík­ar við“. Hann beit­ir ekki valdi í starfi sínu held­ur mennsku. „Fal­leg orð er allt sem þarf.“

Ég beiti ekki valdi
Góðmennska „Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar,“ segir öryggisvörðurinn Christian. Mynd: Golli

„Hér á Vesturgötunni sé ég til þess að læknarnir geti sinnt starfi sínu án þess að vera ónáðaðir af ókurteisum sjúklingum eða öðrum sem eiga ekki erindi á heilsugæsluna. Stundum kemur fólk hingað undir áhrifum og krefst þess að fá lyf. Stundum þegar það fær ekki það sem það vill verður það árásargjarnt. Þetta var krefjandi starf í fyrstu, þegar ég byrjaði fyrir þremur árum voru mörg atvik daglega, það tók mig nokkra mánuði að koma reglu á hlutina.

Fólkið sem var að leita hingað kann vel við mig, kannski af því að ég er frá Hollandi og þar er frjálslynd stefna þegar kemur að vímuefnanotkun. Ég kem fram við fólkið af virðingu, það hefur kannski tekið slæmar ákvarðanir en ég dæmi það ekki. Ég kem fram við þau eins og manneskjur, hvort sem þau komu sér sjálf í þessar aðstæður eða ekki. Þau eru fyrst og fremst manneskjur, ég reyni að hjálpa þeim, ef þeim er kalt færi ég þeim kaffi, ef þau hafa óhreinkað sig færi ég þeim hreinsiklúta. Þetta eru litlir hlutir sem leiða til fallegra og uppbyggilegra samskipta. 

„Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag.“

Ég er þekktur á götunni sem öryggisvörðurinn frá Hollandi sem öllum líkar við. Það er afrakstur vinnu minnar hér á Vesturgötunni, ég beiti ekki valdboði, ég er ekki einráður. Þetta snýst um mennsku. Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar. Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag. Það veitir mér sjálfum hlýju.

Falleg orð er allt sem þarf, þetta er fólk sem er vant árásargjarnri hegðun frá öðrum öryggisvörðum og kannski lögreglu. Það skilar sér, það er mjög rólegt hérna núna, ég sit hérna í níu og hálfan klukkutíma á degi hverjum að bíða eftir vandræðum. En það eru eiginlega engin vandræði lengur. Tíðindalítill dagur er góður dagur. Ég reyni að halda mér uppteknum, ég aðstoða gamla fólkið þegar það kemur, aðstoða það í og úr leigubílnum, ég opna dyrnar, ég kem með dagblöðin, ég fer út með ruslið. Ekki af því að ég þurfi að gera það heldur af því að mig langar að gera það.

Þetta er þýðingarmesta starf sem ég hef sinnt, þetta er í fyrsta sinn sem mér finnst starf mitt koma að gagni. Ég held að ég sé rétti maðurinn í starfið. Það eru aðrir sem hafa hætt af því að þetta var of erfitt, andlega og líkamlega. Ég hef reynslu af því að vinna með fíklum í Amsterdam og sú reynsla nýtist vel.

Ég kom hingað árið 2016 vegna íslenskrar konu og hef verið hér síðan. Við erum ekki saman í dag en hún er enn hluti af mínu lífi. Hún á 10 ára son sem ég kalla son minn, ég hef tekið þátt í að ala hann upp frá því að hann var eins og hálfs árs. Hann kallar mig pabba. Og þannig verður það alltaf. 

Fæðing sonar míns heima í Hollandi var vendipunktur í mínu lífi. Það breytti mér að halda á honum nokkurra mínútna gömlum. Ég endurmat ákvarðanir mínar í lífinu og hvert ég vildi stefna og hvers konar fordæmi ég vil gefa. Ég vildi verða betri manneskja. Hann er 11 ára í dag og það er liðinn dágóður tími frá því ég hitti hann síðast, því miður. En vonandi styttist í það.“

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár