Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Þetta kom mér í opna skjöldu“

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir fyr­ir­hug­uð stjórn­arslit ekki hafa ver­ið rædd á fundi henn­ar með Bjarna Bene­dikts­syni og Sig­urði Inga Jó­hann­es­syni í gær. „Ég gerði ráð fyr­ir að sá fund­ur væri byggð­ur á ein­hvers kon­ar trausti og heil­ind­um,“ seg­ir Svandís.

„Þetta kom mér í opna skjöldu“
Svandís Svavarsdóttir segir Bjarna Benediktsson ekki hafa gefið neitt um stjórnarslitin til kynna þegar formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu í gær. Mynd: Golli

„Það eru alltaf stór tíðindi þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið. Það er stórfrétt í sjálfu sér,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í kjölfar blaðamannafundar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann sagði stjórnarsamstarfið á enda og að þingkosningar yrðu í nóvember. 

Enn á eftir að koma í ljós hvort skipuð verði starfsstjórn eða hvort núverandi ríkisstjórn muni sitja áfram fram að kosningum. Bjarni sagðist hafa tilkynnt formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna um þetta í morgun.

Svandís segir þau Bjarna og Sigurð Inga Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, hafa fundað í gær og þar hefði Bjarni ekki sagt neitt í þessa veru. „Það kom ekki upp að þetta stæði til í hans huga heldur ræddum við tiltekin mál og kannski meira heildarniðurstöðuna þannig að ég gerði ráð fyrir að sá fundur væri byggður á einhvers konar trausti og heilindum. Þetta kom mér í opna skjöldu,“ segir Svandís. 

Hún segist hafa reiknað með að eftir fund formanna stjórnarflokkanna í gær þá myndi Bjarni koma til baka með tiltekin mál sem þyrfti að fara yfir. „Svo gerðist það ekki. Þetta er niðurstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem er búin að vera í augljósum vandræðum með samstarfið. Þau hafa endurspeglað að þau eru mjög þrekuð og formaðurinn auðvitað í þeirri stöðu að hluti þingflokksins hefur verið meira og minna í stjórnarandstöðu,“ segir hún og vísar þar til harðrar gagnrýni innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnarsamstarfið. 

Á dagskrá Svandísar eru nú hin ýmsu praktísku sem og pólitísku verkefni; að funda með þingflokknum, funda með skrifstofu flokksins, fara yfir stöðuna með stjórn flokksins og ræða við flokksráð. „Ég er aðallega í aðgerðafasa,“ segir Svandís.

Spurð hvort haldin verði prófkjör hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar segir hún að sá stutti tími sem sé til kosninga þrengi þann stakk sem þeim er búinn. Samkvæmt lögum VG sé það í höndum stjórna kjördæmasvæða að taka ákvarðanir um hvaða fyrirkomulag verður notað við að raða á framboðslista, en listarnir þurfi að vera tilbúnir vel fyrir kosningarnar sjálfar. 

Hvað önnur verkefni varðar segir Svandís að Vinstri græn séu mjög stemmd fyrir því að komast í nánari samskipti við kjósendur. „Við vorum með landsfund síðustu helgi þar sem ég fékk sterkt umboð sem nýr formaður. Við erum að horfa til þess að auka félagslegar áherslur, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum og húsnæðismálum. Það er stórt og mikið verkefni að tryggja að það sé sterk vinstri rödd á þingi. Ég hlakka til að fara áfram með þennan þrótt sem endurspeglaðist á landsfundinum,“ segir hún.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Að gjörningur Bjarna hafi komið Svandísi í opna skjöldu, staðfestir enn og aftur blindu hennar og skilningsleysi á rökrænum stjórnmálum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár