Sýslumaður dauðans
Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek Tónlist: Ásgeir Trausti Lýsing: Mirek Kaczmarek og Jóhann Friðgeir Ágústsson Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason Myndband: Birnir Jón Sigurðsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Atvinnuumhverfi leikskálda eða þeirra sem vilja feta þá braut er vægast sagt skelfilegt á Íslandi. Leikskáld spretta ekki fram fullsköpuð en tækifæri höfunda til að fá laun, styrki eða tækifæri til að skrifa fyrir leikhúsið eru örfá. Borgarleikhúsið hefur unnið grettistak síðastliðin misseri og skapað leikskáldum pláss til að þróa og rækta sína hæfileika innan veggja leikhússins. Afraksturinn hefur stundum verið misgóður en stjórnendur leikhússins skilja að framtíð íslenskrar leikritunar er í húfi og listformið er áhættunnar virði.
Tekur sorgina í sátt
Sýslumaður dauðans er fyrsta leikverk Birnis Jóns Sigurðssonar í fullri lengd en hann hefur áður komið að sýningum í sjálfstæðu senunni, þar á meðal hinni skemmtilegu Sund og frumlega barnaleikritinu Fuglabjargið. Sýslumaður dauðans fjallar um tónlistarmanninn Ævar sem er nýbúinn að missa föður sinn en fær óvænt tækifæri frá dularfullri veru til að heimta hann aftur úr helju. Á leið sinni á skrifstofur sýslumanns dauðans þarf hann að …
Athugasemdir