Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota

Sam­lags­fé­lag Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, ráð­gjafa Sam­herja, hef­ur ver­ið úr­skurð­að gjald­þrota. Fé­lag­ið hélt ut­an um um­fangs­mik­il rann­sókn­ar­verk­efni sem rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn fyrr­ver­andi vann fyr­ir Sam­herja og fleiri fyr­ir­tæki.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota
Mikið samstarf Jón Óttar hefur unnið náið fyrir Þorstein Má Baldvinsson og Samherja í meira en áratug. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert fékkst upp í rétt tæplega þrjátíu milljóna króna kröfur sem lýstar voru í þrotabú PPP slf., félags í eigu Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá embætti sérstaks saksóknara og ráðgjafa Samherja. 

Jón Óttar stofnaði PPP árið 2013 undir nafninu Juralis-ráðgjafarstofa eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar. Þeir höfðu starfað saman hjá sérstökum saksóknara við rannsókn hrunmála og síðar í félaginu PPP sf. sem sjálfstæðir rannsakendur, eins og Jón Óttar lýsti sjálfur í viðtali við Vísi árið 2014.

Sérstakur saksóknari kærði þá félaga árið 2012 fyrir brot á þagnarskyldu í starfi fyrir að hafa látið skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn embættisins um félagið. Þrotabú Milestone hafði ráðið PPP til starfa og vann Jón Óttar samhliða fyrir embætti sérstaks saksóknara og skiptastjórann um skeið. Kæran var á endanum látin niður falla og leiddi ekki til ákæru.

Félaginu, sem nú er gjaldþrota, var lýst í stofngögnum sem alhliða ráðgjafarstofu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. 

Einn stærsti kúnni Jóns Óttars í gegnum PPP var Samherji. Fram kom fyrir dómi í skaðabótamáli sem sjávarútvegsrisinn höfðaði gegn Seðlabankanum að samtals hafi útgerðin greitt PPP meira en 130 milljónir króna. Vildu lögmenn Samherja meina að þetta væri kostnaður sem til væri kominn vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fyrirtækinu.

Ekki er alveg ljóst hvort allir fjármunirnir hafi farið í gegnum PPP slf., sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota, eða í gegnum PPP sf., félag þeirra Jóns Óttars og Guðmundar, en bæði félög virðast hafa starfað sem ráðgjafar Samherja.

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár