Félag Jóns Óttars gjaldþrota

Sam­lags­fé­lag Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, ráð­gjafa Sam­herja, hef­ur ver­ið úr­skurð­að gjald­þrota. Fé­lag­ið hélt ut­an um um­fangs­mik­il rann­sókn­ar­verk­efni sem rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn fyrr­ver­andi vann fyr­ir Sam­herja og fleiri fyr­ir­tæki.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota
Mikið samstarf Jón Óttar hefur unnið náið fyrir Þorstein Má Baldvinsson og Samherja í meira en áratug. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert fékkst upp í rétt tæplega þrjátíu milljóna króna kröfur sem lýstar voru í þrotabú PPP slf., félags í eigu Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá embætti sérstaks saksóknara og ráðgjafa Samherja. 

Jón Óttar stofnaði PPP árið 2013 undir nafninu Juralis-ráðgjafarstofa eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar. Þeir höfðu starfað saman hjá sérstökum saksóknara við rannsókn hrunmála og síðar í félaginu PPP sf. sem sjálfstæðir rannsakendur, eins og Jón Óttar lýsti sjálfur í viðtali við Vísi árið 2014.

Sérstakur saksóknari kærði þá félaga árið 2012 fyrir brot á þagnarskyldu í starfi fyrir að hafa látið skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn embættisins um félagið. Þrotabú Milestone hafði ráðið PPP til starfa og vann Jón Óttar samhliða fyrir embætti sérstaks saksóknara og skiptastjórann um skeið. Kæran var á endanum látin niður falla og leiddi ekki til ákæru.

Félaginu, sem nú er gjaldþrota, var lýst í stofngögnum sem alhliða ráðgjafarstofu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. 

Einn stærsti kúnni Jóns Óttars í gegnum PPP var Samherji. Fram kom fyrir dómi í skaðabótamáli sem sjávarútvegsrisinn höfðaði gegn Seðlabankanum að samtals hafi útgerðin greitt PPP meira en 130 milljónir króna. Vildu lögmenn Samherja meina að þetta væri kostnaður sem til væri kominn vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fyrirtækinu.

Ekki er alveg ljóst hvort allir fjármunirnir hafi farið í gegnum PPP slf., sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota, eða í gegnum PPP sf., félag þeirra Jóns Óttars og Guðmundar, en bæði félög virðast hafa starfað sem ráðgjafar Samherja.

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár