Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota

Sam­lags­fé­lag Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, ráð­gjafa Sam­herja, hef­ur ver­ið úr­skurð­að gjald­þrota. Fé­lag­ið hélt ut­an um um­fangs­mik­il rann­sókn­ar­verk­efni sem rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn fyrr­ver­andi vann fyr­ir Sam­herja og fleiri fyr­ir­tæki.

Félag Jóns Óttars gjaldþrota
Mikið samstarf Jón Óttar hefur unnið náið fyrir Þorstein Má Baldvinsson og Samherja í meira en áratug. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert fékkst upp í rétt tæplega þrjátíu milljóna króna kröfur sem lýstar voru í þrotabú PPP slf., félags í eigu Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá embætti sérstaks saksóknara og ráðgjafa Samherja. 

Jón Óttar stofnaði PPP árið 2013 undir nafninu Juralis-ráðgjafarstofa eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar. Þeir höfðu starfað saman hjá sérstökum saksóknara við rannsókn hrunmála og síðar í félaginu PPP sf. sem sjálfstæðir rannsakendur, eins og Jón Óttar lýsti sjálfur í viðtali við Vísi árið 2014.

Sérstakur saksóknari kærði þá félaga árið 2012 fyrir brot á þagnarskyldu í starfi fyrir að hafa látið skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn embættisins um félagið. Þrotabú Milestone hafði ráðið PPP til starfa og vann Jón Óttar samhliða fyrir embætti sérstaks saksóknara og skiptastjórann um skeið. Kæran var á endanum látin niður falla og leiddi ekki til ákæru.

Félaginu, sem nú er gjaldþrota, var lýst í stofngögnum sem alhliða ráðgjafarstofu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. 

Einn stærsti kúnni Jóns Óttars í gegnum PPP var Samherji. Fram kom fyrir dómi í skaðabótamáli sem sjávarútvegsrisinn höfðaði gegn Seðlabankanum að samtals hafi útgerðin greitt PPP meira en 130 milljónir króna. Vildu lögmenn Samherja meina að þetta væri kostnaður sem til væri kominn vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fyrirtækinu.

Ekki er alveg ljóst hvort allir fjármunirnir hafi farið í gegnum PPP slf., sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota, eða í gegnum PPP sf., félag þeirra Jóns Óttars og Guðmundar, en bæði félög virðast hafa starfað sem ráðgjafar Samherja.

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár