Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
Á rauðu ljósi? Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman um hálft prósent í fyrra. Það er ekki alslæmt, þótt lítið sé, því bílum hefur fjölgað. Mynd: Shutterstock

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um þrjú prósent í tveimur skuldbindingaflokkum af þremur milli áranna 2022 og 2023 og í öðrum þeirra nemur samdrátturinn fjórtán prósentum frá viðmiðunarárinu 2005. „Það eru góðar fréttir,“ segir Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 

En færa má rök fyrir því að þær séu þó ekkert til að beinlínis hoppa húrra yfir enda víðs fjarri settu marki. Markmiðið er að árið 2030 verði losunin 41 prósenti minni en hún var árið 2005. Og árið 2030 nálgast óðfluga. Birgir neitar hins vegar að slá einhvern svartsýnistón.

Spurður hvenær komi að því að sérfræðingarnir fari að slá í borðið og krefjast meiri árangurs segir hann á léttum nótum að það geri þeir þegar árlega. En í fullri alvöru segir hann að það séu það stjórnmálamennirnir sem hafi völdin. „Í sumar kom uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum með mörgum góðum aðgerðum en sumar eru enn aðeins á hugmyndastigi. Ef að menn koma þessum aðgerðum í farveg, að þetta séu ekki aðeins hugmyndir á blaði heldur verði að raunveruleika, þá komust við langleiðina og kannski alla leið. En það fer eftir því hvernig stjórnvöld, atvinnulífið og við sem einstaklingar stöndum okkur. Þetta er samstarfsverkefni okkar allra.“

Flokkarnir þrírSkuldbindingar í loftslagsmálum eru flokkaðar í þrjá flokka.

 Það tekur tíma að vinna úr gögnunum sem Umhverfisstofnun notar til að byggja útreikninga og greiningar sínar um losun gróðurhúsalofttegunda á. Það skýrir af hverju losun ársins 2023 er nú kynnt, þegar langt er liðið á árið 2024. Og þetta eru bráðabirgðatölur. Hins vegar gefa þær að sögn Birgis góðar vísbendingar um stöðuna og hafa síðustu ár verið í góðum takti við lokatölurnar. 

Ísland skuldbatt sig með Parísarsamkomulaginu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda rétt eins og tugir annarra ríkja. Losunarþættir eru flokkaðir í þrjá skuldbindingaflokka og sá fyrsti, samfélagslosun, hlýtur jafnan mesta athygli. Sá var áður kallaður losun á beinni ábyrgð Íslands en líklega hefur það þótt villandi. Því þótt álver og flug tilheyri öðrum flokki, ETS viðskiptakerfinu, fylgir losun frá þeim geirum vissulega mikil ábyrgð. Þriðji og síðasti flokkurinn er svo landnotkun (LULUCEF) og innan hans er losun frá til dæmis ræktuðu landi og skógrækt og þá binding hennar. 

Meint binding myndu kannski einhverjir segja því síðustu misseri hafa komið fram ólíkar skoðanir frá fjölda sérfræðinga, hér heima og erlendis, á gildi skógræktar til að binda kolefni. Stór sár í fjallshlíð við Húsavík vegna undirbúnings jarðvegs fyrir skógrækt í þágu loftslags vöktu enda mikla athygli - og viðbrögð. Fleiri slík stórtæk skógræktarverkefni eru á teikniborðinu og deilan því langt í frá útkláð. Ekki síst í ljósi þess að sumir vísindamenn vilja meina að landið sem fyrir var hafi bundið mikið og bylting þess losi mikið. Aðrir hafa verið á öndverðum meiði og telja skógrækt stórkostlegt tæki til bindingar. 

Samfélagslosun nær yfir vegasamgöngur, smærri iðnað, úrgang, landbúnað, virkjanir, fiskiskipaflotann og svo mætti áfram telja. Og hún dróst saman um 3 prósent milli 2022 og 2023 og hefur dregist saman um 14 prósent frá árinu 2005.  „Við stefnum áfram á að vera á niðurleið,“ segir Birgir af bjartsýni. 

Sami samdráttur varð í losun frá geirum er tilheyra ETS viðskiptakerfinu. Samdráttur var í losun frá stóriðju en aukning í fluginu. Losun frá landnotkun er sláandi mikil, þrefalt meiri en samfélagslosun, en hún breytist hins vegar lítið frá ári til árs, að minnsta kosti við þá aðferðafræði sem nú er notuð, hér sem annars staðar. Íslensku skógarnir eru stærsta breytan eins og staðan er nú.

Stærstu póstarnirÞegar horft er til stakra losunarþátta er álframleiðsla á Íslandi fyrirferðarmest.

Oft er vísað til þess hversu stór póstur í losunarbókhaldinu vegasamgöngur eru og það er rétt, hún telur nú um 20 prósentum allrar losunar utan landnotkunar. Orkuskiptin eru komin þar nokkuð á veg, margir aka nú orðið á rafmagnsbílum. Samdrátturinn milli ára frá vegasamgöngum nemur þó aðeins hálfu prósenti. En það segir kannski ekki alla söguna að sögn Birgis. „Við vitum að það eru fleiri bílar á götunum en það er þá töluverður samdráttur í losun á ekinn kílómetra.“ Hann er því fegnastur að ekki hafi orðið aukning í losuninni.

Úrgangsmálin eru líka að komast í betra horf. Það skýrist af meiri flokkun og söfnun lífræns úrgangs. Þær aðgerðir munu ekki skila sér að fullu fyrr en eftir einhver ár því gróðurhúsategundin metan, sem losnar við urðun og í kjölfarið rotnun á lífrænum úrgangi, er enn að losna úr þeim úrgangi sem urðaður var fyrir mörgum árum. En losun frá úrgangi ætti smám saman að minnka héðan í frá.  

Í mínus en vonin lifir

En þrátt fyrir samdrátt í samfélagslosun er það þó þannig að við erum í mínus í loftslagsbókhaldinu. Það skýrist af því að á hverju ári er dregið úr losunarúthlutunum. Ýmis sveigjanleikaákvæði eru til staðar sem eru nýtt og væri hægt að nýta, tilfærslur milli flokka að ógleymdum kaupum á heimildum til losunar. Til að breyta mínus í plús.

Birgir er beðinn að útskýra þetta betur. „Sumar segja: Eigum við ekki að standast okkar úthlutanir, óháð einhverjum sveigjanleikaákvæðum. Aðrir segja: Þau eru partur af dæminu og ef við stöndumst ekki úthlutanir þá kaupum við heimildir af öðrum löndum og er það ekki allt í lagi.“

SérfræðingurBirgir urbancic Ásgeirsson.

Einhvern veginn þurfum við að brúa þetta bil, heldur hann áfram. Það getum við gert með aðgerðum innanlands, aðgerðum sem skila sér í mun minni losun en nú er að eiga sér stað, sveigjanleikaákvæðum úr hinum kerfunum eða með því að kaupa heimildir frá öðrum ríkjum. Það eigi að vera síðasta úrræðið. „En þá er þetta kannski frekar orðið fjárhagsleg spurning. Hvert er best að setja hvern milljarð.“ 

Kannski, segir hann, er spurningin siðferðisleg líka. „Sumir segja að við eigum ekki að kaupa okkur út úr vandanum erlendis frá.“ Sjálfur vill Birgir ekki leggja mat á hvað sé rétt og rangt í þessu.

Það sem hann getur hins vegar sagt er þetta:     

„Það er verk að vinna ef við ætlum að standast úthlutanir, Nú kom uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum út í sumar. Og þar kemur fram ákveðinn samdráttur af þeim aðgerðum sem er unnt að meta. Ef að stjórnvöld halda vel á spöðunum og gera allt sem stendur í aðgerðaráætluninni, líka þær aðgerðir sem eru á hugmyndastigi, þá gæti þetta alveg náðst. En það veltur á því hversu dugleg stjórnvöld eru, ef svo má að orði komast, og fjármagni.“

Losunin er gerð upp í fimm ára tímabilum og ákveðinn sveigjanleiki er líka til staðar til að flytja á milli ára. Við erum því ekki enn á köldum klaka.  

Er þessi samdráttur í takti við það sem þarf að gerast til að við náum okkar markmiðum? Hefði þetta þurft að vera miklu meira?

„Það eru vissulega góðar fréttir að það sé samdráttur í samfélaglosuninni,“ endurtekur Birgir. „Í fljótu bragði er ekki hægt að skýra hann með utanaðkomandi ástæðum líkt og heimsfaraldri eða hruni. Almennt hefur verið aukin losun samhliða auknum umsvifum í samfélaginu. Samfélagið okkar fer líka vaxandi, það er fleira fólk, það eru fleiri bílar á götunum og keyrt meira. Það má segja að jafnvel þótt að við værum með stöðugleika í losun þá væri samdráttur á hvern íbúa eða hvern bíl.“

„Ef að menn koma þeim aðgerðum sem eru að finna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum í farveg, að þetta séu ekki aðeins hugmyndir á blaði heldur verði að raunveruleika, þá komumst við langleiðina og kannski alla leið“
Birgir Urbancic Ásgeirsson,
sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

En skuldbindingarnar okkar miða ekki við að losun minnki á hvern íbúa eða hvern bíl. Heldur þurfum við á raunverulegum samdrætti að halda. „Við þurfum að gera betur heldur en að standa í stað. Við þurfum að vera á niðurleið. Og núna erum við komin í 14 prósent samdrátt miðað við 2005 en við þurfum að gera miklu betur. Árið 2030 þurfum við að komast niður í rúm 40 prósent. Og það er bara korter í það. Það er því heilmikið sem þarf að gerast á stuttum tíma.“ 

Hvað hefðum við þurft að draga saman í losun í fyrra svo að þið hjá Umhverfisstofnun mynduð anda léttar?

„Það að það sé samdráttur veldur því að maður andar aðeins léttar,“ svarar Birgir. „Að það sé ekki aukning. Vonandi erum við að sjá einhvern viðsnúning. Vonandi erum við á réttri leið, hvort sem það er í orkuskiptum eða hvernig við högum okkur í samfélaginu. Það er í raun of snemmt að segja hvað muni gerast en það þarf að halda þónokkuð vel á spöðunum ef að þetta á að nást en það er hægt.“

Hvað þarf að gerast næstu ár til að við náum markmiðunum fyrir 2030?

„Stóru þættirnir innan samfélagslosunar eru vegasamgöngur, fiskiskipin, landbúnaðurinn og úrgangsmálin,“ minnir Birgir á. „Ef að menn koma þeim aðgerðum sem eru að finna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum í farveg, að þetta séu ekki aðeins hugmyndir á blaði heldur verði að raunveruleika, þá komumst við langleiðina og kannski alla leið. En það fer eftir því hvernig stjórnvöld, atvinnulífið og við sem einstaklingar stöndum okkur. Þetta er samstarfsverkefni okkar allra.“

Hvenær farið þið að slá í borðið og segja fólki að girða sig í brók?

„Það er á hverju ári,“ svarar Birgir hlæjandi en dregur svo í land. „Það er erfitt að segja. Við höldum utan um þessar tölur og tryggjum að þær séu eins réttar og hægt er. Svo er það stjórnmálamannanna að ákveða í hvaða aðgerðir er farið. Við getum vissulega aðstoðað við að meta þær.“ 

En þetta snýst um tvennt að hans persónulega mati. Annars vegar hvernig land við viljum vera. „Auðvitað viljum við standast okkar skuldbindingar. Við erum með úthlutanir og við viljum stefna þangað. Viljum vera fyrirmynd. Ef við stöndumst ekki þessar skuldbindingar þá munum við þurfa að greiða. Við munum þurfa að kaupa heimildir annars staðar frá og það er kostnaður sem fellur á íslenska ríkið og þar af leiðandi á okkur almenning. Ef maður horfir á það kalt, þá er þetta ákveðið reikningsdæmi. Ég myndi frekar vilja búa í samfélagi þar sem fjármunir eru nýttir til að draga úr mengun.“

Það megi svo ekki gleyma að það sé oft samlegð með því að menga minna og annars konar þáttum sem hafa áhrif á líðan fólks og samfélagið allt. „Að menga minna skapar betri loftgæði,“ nefnir Birgir sem dæmi. „Ég held að ég vilji frekar samfélag þar sem við stöndum okkur heldur en að við höldum áfram að losa jafnmikið og greiðum svo fyrir það.”

Myndi þetta kosta mikið, að lenda í mínus þegar tímabilið er gert upp?

„Í dag vitum við ekki hvað það myndi kosta því það fer eftir því hvernig aðrar þjóðir eru að standa sig. Ef önnur ríki standa sig vel hafa þau heimildir til sölu. Það er enn alveg óljóst hversu mikið framboðið verður. Þetta ræðst af markaðsaðstæðum. Ef það eru fáir sem hafa eitthvað til sölu verður það dýrt.“

Nú erum við á Parísartímabilinu. Þegar Kýótótímabilinu lauk þurftum við að kaupa heimildir. Voru þær keyptar frá Slóvakíu fyrir 350 milljónir króna. En verðmiðinn gæti orðið miklu hærri við lok Parísartímabilsins árið 2030.

En eru einhver merki um að það hafi orðið mikilsháttar samdráttur í ár?

„Mikið af gögnunum liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Birgir. „Því miður erum við ekki komin með neina sýn á árið 2024. Nema að maður myndi halda að samdráttur yrði áfram í úrgangsmálunum þar sem sveitarfélögin hafa verið að innleiða aukna flokkun. En hvernig þetta endar með vegasamgöngur, fiskiskipin eða landbúnaðinn er því miður ómögulegt að segja.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Það vantar stærsta þáttinn flugið inn í kökuritið. Á meðan við erum massa túrista land þá verður þetta erfitt að ná miklum árangri í að minnka losun því fyrir utan kolefnissporið af fluginu þá bætist við kolefnisspor af nýbyggingum fyrir ferðamennina og allt aðflutta vinnuaflið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár