Ég var óþolandi krakkinn

Sæv­ar Helgi Jó­hanns­son varð pí­anó­leik­ari eft­ir að hafa þrjósk­ast til að læra á hljóð­fær­ið. „Amma mín var pí­anó­leik­ari í fimm­tíu ár – það var geð­veikt pí­anó hjá henni,“ seg­ir hann.

Ég var óþolandi krakkinn
Úr tónlistarfjölskyldu Amma Sævars var píanóleikari, líkt og hann sjálfur. Hann segir tónlist búa til samfélög. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er píanóleikari og þegar ég var yngri þá langaði mig rosalega mikið að spila á píanó, en það voru allir svona: „Æ, ekki vera með læti.“ Svo var ég einu sinni á námskeiði. Og það var einn gæi, við urðum síðar vinir, hann sagði: „Af hverju er þessi ekki á píanóinu?“ Ég var að æfa á saxófón á þeim tíma. Svo fór ég á píanó. Þetta voru svo hvetjandi orð, sem höfðu svo góð áhrif. Ég var fjórtán, langar mig að segja.

Ég var í lúðrasveit. Ég fór alltaf á píanóið beint eftir æfingar og fólk þoldi það ekki. Ég var óþolandi krakkinn. Ég bara byrjaði að læra sjálfur. Þrjóska í mér að læra á píanó. Mér fannst þetta eitthvað svo heillandi, og gaman að skapa líka. Amma mín var píanóleikari í fimmtíu ár – það var geðveikt píanó hjá henni. Ég held þetta hafi komið af því að vera heima hjá henni og vera með aðgengi að svona flottu hljóðfæri. Hún kenndi mér rosalega margt inni á milli. Ég kem úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Þetta var líka smá óumflýjanlegt.

Af hverju skiptir tónlistin mig svona miklu máli? Tónlist hefur gefið mér mjög mikið. Ég átti alveg erfitt með að eignast vini og svona þegar ég var krakki. Lúðrasveit var svo gott umhverfi fyrir mig til að þrífast í. Einhver sagði einhvern tíma við mig, „music connects people“ og mér finnst það málið. Tónlist býr til samfélög.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár