Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ég var óþolandi krakkinn

Sæv­ar Helgi Jó­hanns­son varð pí­anó­leik­ari eft­ir að hafa þrjósk­ast til að læra á hljóð­fær­ið. „Amma mín var pí­anó­leik­ari í fimm­tíu ár – það var geð­veikt pí­anó hjá henni,“ seg­ir hann.

Ég var óþolandi krakkinn
Úr tónlistarfjölskyldu Amma Sævars var píanóleikari, líkt og hann sjálfur. Hann segir tónlist búa til samfélög. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er píanóleikari og þegar ég var yngri þá langaði mig rosalega mikið að spila á píanó, en það voru allir svona: „Æ, ekki vera með læti.“ Svo var ég einu sinni á námskeiði. Og það var einn gæi, við urðum síðar vinir, hann sagði: „Af hverju er þessi ekki á píanóinu?“ Ég var að æfa á saxófón á þeim tíma. Svo fór ég á píanó. Þetta voru svo hvetjandi orð, sem höfðu svo góð áhrif. Ég var fjórtán, langar mig að segja.

Ég var í lúðrasveit. Ég fór alltaf á píanóið beint eftir æfingar og fólk þoldi það ekki. Ég var óþolandi krakkinn. Ég bara byrjaði að læra sjálfur. Þrjóska í mér að læra á píanó. Mér fannst þetta eitthvað svo heillandi, og gaman að skapa líka. Amma mín var píanóleikari í fimmtíu ár – það var geðveikt píanó hjá henni. Ég held þetta hafi komið af því að vera heima hjá henni og vera með aðgengi að svona flottu hljóðfæri. Hún kenndi mér rosalega margt inni á milli. Ég kem úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Þetta var líka smá óumflýjanlegt.

Af hverju skiptir tónlistin mig svona miklu máli? Tónlist hefur gefið mér mjög mikið. Ég átti alveg erfitt með að eignast vini og svona þegar ég var krakki. Lúðrasveit var svo gott umhverfi fyrir mig til að þrífast í. Einhver sagði einhvern tíma við mig, „music connects people“ og mér finnst það málið. Tónlist býr til samfélög.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár