Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Syngja vikulega í samstöðu með Palestínu

Sam­stöðu­kór fyr­ir frjálsri Palestínu söng fyr­ir ut­an Al­þing­is­hús­ið í morg­un og krafð­ist við­skipta­þving­ana gegn Ísra­el. Söngn­um var beint að með­lim­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir gjörn­ing­inn eldsneyti í að halda áfram.

Kór Um tuttugu manns voru saman komin til að syngja.

Í morgun kom Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu saman fyrir utan Alþingishúsið. Kórinn hefur undanfarið safnast vikulega saman fyrir utan ýmis ráðuneyti til að vekja athygli á málstað Palestínu.

Magnús Magnússon, einn kórmeðlima, segir að með söngnum séu þau að reyna að fá stjórnmálamenn til að koma á friðsömum aðgerðum til að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Þjóðarmorði Ísraels á Gaza, stríðinu í Líbanon og hernáminu á Palestínu,“ segir hann. „Við viljum að það verði settar viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum að Ísrael verði einangrað á alþjóðavísu þangað til að ofbeldinu linnir og Palestínumenn fá að vera frjálsir.“

Í þessari viku var söngnum beint að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Vakin var athygli á því að ímynd Ísraels gagnvart heiminum væri ónýt til frambúðar og þess krafist að þingmenn samþykktu þingsályktunartillögu um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael eins fljótt og auðið væri. En þessa tillögu lagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna fram, þann 13. september síðastliðinn. Meðflutningsmenn voru úr VG, Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn.

„Málefni Palestínu eru hvorki hægri né vinstri málefni,“ segir Magnús. „Þetta snertir alla og við erum núna að heimsækja öll ráðuneyti stjórnarflokkanna en við ætum samt sem áður að veita stjórnarandstöðunni aðhald og krefja þau um aðgerðir.“

Eldsneyti inn í að halda áfram

Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu og hlýddu á sönginn. Það voru þeir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins.

Andrés Ingi segir í samtali við Heimildina að sér finnist söngurinn mjög falleg leið til að minna fólk á þjóðarmorðið sem eigi sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Aðspurður segir hann að Ísland ekki vera að gera nóg. „Það er aldrei hægt að gera of mikið til að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir hann.

Er þetta að fara að hvetja þig til að gera fleira í þessum tiltekna málstað?

„Þetta er allavega eldsneyti inn í að halda áfram.“

Jakob Frímann kom gangandi út úr Alþingishúsinu þegar söngurinn hófst. „Ég elska söng og þegar fólk kemur saman og syngur frá hjartanu þá hrærir það við hjarta þeirra sem á hlýða,“ segir hann.

Spurður hvort Ísland sé að aðhafast nóg í málstað Palestínu er Jakob Frímann nokkuð loðinn í svörum. „Ég heyri óskir um að slíta viðskiptasambandi við Ísrael. Það hefur verið reynt einhvern tímann og var afturkallað nokkrum dögum síðar. Við vorum að sammælast um nokkuð harðorða samþykkt, á vettvangi hinna sameinuðu þjóða. Við erum mjög einhuga um það utanríkismálanefnd, sem ég sit í.“

Sjálfur segist hann sér vera verulega ofboðið yfir því sem sé að eiga sér stað á svæðinu. „Ég held ég deili því með flestum. Það er með ólíkindum.“ Hann segir það enn fremur sorglegt að Bandaríkin, vinaþjóð okkar, geri ekki meira í málunum. „[Þau] virðist vera sem næst viljalaus verkfæri í þessu.“

Syngja alltaf sama lagið

Magnús segir að með söngnum sé reynt að koma til stjórnmálamanna með eins friðsömum hætti og hægt sé. Kórinn syngur alltaf sama lagið. Það er „Þú veist í hjarta þér,“ gamalt friðarlag eftir Þorstein Valdimarsson. 

Silja Aðalsteinsdóttir, einn meðlima kórsins, skýrir fyrir blaðamanni að lagið hafi orðið til út af baráttunni gegn her í landi. Það hafi þó aldrei slegið í gegn eins og „Ísland úr Nató, herinn burt,“ vegna þess hve milt og blítt það er. 

„En það hefur alltaf átt sinn stað í hjörtum þessa fólks. Núna finnst mér það eiga svo vel við. Þótt við séum fá og smá þá eigum við að segja satt og berjast með Palestínu gegn þessum ofbeldisverkum.“

Sjálf segist Silja hafa alist upp á sögum um seinni heimsstyrjöldina og útrýmingu gyðinga. „Morð á sex milljónum saklausra manna. Þessi endurtekning á þeim glæpum finnst mér svo hryllileg að ef ég get lagt smá lóð á vogarskálarnar þá skirrast ég ekki við það.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár