Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Syngja vikulega í samstöðu með Palestínu

Sam­stöðu­kór fyr­ir frjálsri Palestínu söng fyr­ir ut­an Al­þing­is­hús­ið í morg­un og krafð­ist við­skipta­þving­ana gegn Ísra­el. Söngn­um var beint að með­lim­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir gjörn­ing­inn eldsneyti í að halda áfram.

Kór Um tuttugu manns voru saman komin til að syngja.

Í morgun kom Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu saman fyrir utan Alþingishúsið. Kórinn hefur undanfarið safnast vikulega saman fyrir utan ýmis ráðuneyti til að vekja athygli á málstað Palestínu.

Magnús Magnússon, einn kórmeðlima, segir að með söngnum séu þau að reyna að fá stjórnmálamenn til að koma á friðsömum aðgerðum til að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Þjóðarmorði Ísraels á Gaza, stríðinu í Líbanon og hernáminu á Palestínu,“ segir hann. „Við viljum að það verði settar viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum að Ísrael verði einangrað á alþjóðavísu þangað til að ofbeldinu linnir og Palestínumenn fá að vera frjálsir.“

Í þessari viku var söngnum beint að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Vakin var athygli á því að ímynd Ísraels gagnvart heiminum væri ónýt til frambúðar og þess krafist að þingmenn samþykktu þingsályktunartillögu um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael eins fljótt og auðið væri. En þessa tillögu lagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna fram, þann 13. september síðastliðinn. Meðflutningsmenn voru úr VG, Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn.

„Málefni Palestínu eru hvorki hægri né vinstri málefni,“ segir Magnús. „Þetta snertir alla og við erum núna að heimsækja öll ráðuneyti stjórnarflokkanna en við ætum samt sem áður að veita stjórnarandstöðunni aðhald og krefja þau um aðgerðir.“

Eldsneyti inn í að halda áfram

Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu og hlýddu á sönginn. Það voru þeir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins.

Andrés Ingi segir í samtali við Heimildina að sér finnist söngurinn mjög falleg leið til að minna fólk á þjóðarmorðið sem eigi sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Aðspurður segir hann að Ísland ekki vera að gera nóg. „Það er aldrei hægt að gera of mikið til að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir hann.

Er þetta að fara að hvetja þig til að gera fleira í þessum tiltekna málstað?

„Þetta er allavega eldsneyti inn í að halda áfram.“

Jakob Frímann kom gangandi út úr Alþingishúsinu þegar söngurinn hófst. „Ég elska söng og þegar fólk kemur saman og syngur frá hjartanu þá hrærir það við hjarta þeirra sem á hlýða,“ segir hann.

Spurður hvort Ísland sé að aðhafast nóg í málstað Palestínu er Jakob Frímann nokkuð loðinn í svörum. „Ég heyri óskir um að slíta viðskiptasambandi við Ísrael. Það hefur verið reynt einhvern tímann og var afturkallað nokkrum dögum síðar. Við vorum að sammælast um nokkuð harðorða samþykkt, á vettvangi hinna sameinuðu þjóða. Við erum mjög einhuga um það utanríkismálanefnd, sem ég sit í.“

Sjálfur segist hann sér vera verulega ofboðið yfir því sem sé að eiga sér stað á svæðinu. „Ég held ég deili því með flestum. Það er með ólíkindum.“ Hann segir það enn fremur sorglegt að Bandaríkin, vinaþjóð okkar, geri ekki meira í málunum. „[Þau] virðist vera sem næst viljalaus verkfæri í þessu.“

Syngja alltaf sama lagið

Magnús segir að með söngnum sé reynt að koma til stjórnmálamanna með eins friðsömum hætti og hægt sé. Kórinn syngur alltaf sama lagið. Það er „Þú veist í hjarta þér,“ gamalt friðarlag eftir Þorstein Valdimarsson. 

Silja Aðalsteinsdóttir, einn meðlima kórsins, skýrir fyrir blaðamanni að lagið hafi orðið til út af baráttunni gegn her í landi. Það hafi þó aldrei slegið í gegn eins og „Ísland úr Nató, herinn burt,“ vegna þess hve milt og blítt það er. 

„En það hefur alltaf átt sinn stað í hjörtum þessa fólks. Núna finnst mér það eiga svo vel við. Þótt við séum fá og smá þá eigum við að segja satt og berjast með Palestínu gegn þessum ofbeldisverkum.“

Sjálf segist Silja hafa alist upp á sögum um seinni heimsstyrjöldina og útrýmingu gyðinga. „Morð á sex milljónum saklausra manna. Þessi endurtekning á þeim glæpum finnst mér svo hryllileg að ef ég get lagt smá lóð á vogarskálarnar þá skirrast ég ekki við það.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár