Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó

Borg­ar­byggð hef­ur kort­lagt þau svæði sem yf­ir­völd í sveit­ar­fé­lag­inu telja óhent­ug fyr­ir virkj­un vindorku og úti­loki slíka land­notk­un. Sjón­ræn áhrif vindorku­garða eru tal­in ein af helstu um­hverf­is- og sam­fé­lags­áhrif­um þeirra.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó
Vindorkuver Nokkur vindorkuver eru á teikniborðinu í Borgarbyggð.

Borgarbyggð hefur látið kortleggja sveitarfélagið út frá ákveðnum forsendum um hvar skuli ekki reisa vindorkuver í framtíðinni. Vindorkuver skulu til dæmis ekki rísa á óbyggðum víðernum, jöklum, í landhalla yfir 30 prósent, í innan við kílómetra frá byggð og í nágrenni friðlýstra menningarminja. Þá eru svæði í meira 300 metra hæð yfir sjávarmáli sögð óhentug fyrir slík orkumannvirki. 

Kortlagningin er hluti af vinnslutillögu aðalskipulags Borgarbyggðar til næstu tólf ára. Í greinargerð tillögunnar segir að stefnumótun um nýtingu vindorku sé mótuð á grunni kortlagningar á mögulegum svæðum fyrir nýtingu hennar út frá fjarlægð frá byggð, flutningskerfi og öðrum takmörkunum vegna landnotkunar. „Sveitarfélagið mun taka ákvarðanir um vindlundi þegar þeir hafa verið settir í nýtingarflokk rammaáætlunar.“ 

KortlagningTakmarkanir á nýtingu lands í Borgarbyggð fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum.Takmarkanir eru t.d. hæð yfir sjó, fjarlægð frá mannvirkjum, landhalli, vernd og víðerni.

Í kortlagningunni eru takmarkanir þau svæði sem eru sögð óhentug fyrir virkjun vindorku og útiloka slíka landnotkun. Takmarkanir voru valdar í samráði við vinnuhóp Borgarbyggðar um endurskoðun aðalskipulagsins.

 Þær takmarkanir sem miðað var við í kortlagningu fyrir Borgarbyggð eru meðal annars friðlýst svæði, valin hverfisvernduð svæði, óbyggð víðerni, jöklar, brunn- og grannsvæði vatnsverndar, svæði með landhalla yfir 30 prósent, nærsvæði umhverfis byggð (1 km), vegi (0,1 km) og flutningsmannvirki raforkukerfisins (0,1 km), friðlýstar menningarminjar og 100 m friðhelgað svæði utan þeirra og hindranafletir flugvalla. 

„Sjónræn áhrif vindorkugarða eru talin ein af helstu umhverfis- og samfélagsáhrifum þeirra en mat á sjónrænu áhrifunum veltur á ýmsum breytum svo sem staðsetningu vindorkugarðsins og hæð vindmyllanna. Áhrif sýnileika þarf að skoða fyrir hvern kost fyrir sig og erfitt að meta þau heildrænt fyrir stórt landsvæði eins og hér er til skoðunar.“ 

Samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar að auglýsa vinnslutillögu aðalskipulagsins. Á kynningartíma verða íbúafundir haldnir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu