Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó

Borg­ar­byggð hef­ur kort­lagt þau svæði sem yf­ir­völd í sveit­ar­fé­lag­inu telja óhent­ug fyr­ir virkj­un vindorku og úti­loki slíka land­notk­un. Sjón­ræn áhrif vindorku­garða eru tal­in ein af helstu um­hverf­is- og sam­fé­lags­áhrif­um þeirra.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó
Vindorkuver Nokkur vindorkuver eru á teikniborðinu í Borgarbyggð.

Borgarbyggð hefur látið kortleggja sveitarfélagið út frá ákveðnum forsendum um hvar skuli ekki reisa vindorkuver í framtíðinni. Vindorkuver skulu til dæmis ekki rísa á óbyggðum víðernum, jöklum, í landhalla yfir 30 prósent, í innan við kílómetra frá byggð og í nágrenni friðlýstra menningarminja. Þá eru svæði í meira 300 metra hæð yfir sjávarmáli sögð óhentug fyrir slík orkumannvirki. 

Kortlagningin er hluti af vinnslutillögu aðalskipulags Borgarbyggðar til næstu tólf ára. Í greinargerð tillögunnar segir að stefnumótun um nýtingu vindorku sé mótuð á grunni kortlagningar á mögulegum svæðum fyrir nýtingu hennar út frá fjarlægð frá byggð, flutningskerfi og öðrum takmörkunum vegna landnotkunar. „Sveitarfélagið mun taka ákvarðanir um vindlundi þegar þeir hafa verið settir í nýtingarflokk rammaáætlunar.“ 

KortlagningTakmarkanir á nýtingu lands í Borgarbyggð fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum.Takmarkanir eru t.d. hæð yfir sjó, fjarlægð frá mannvirkjum, landhalli, vernd og víðerni.

Í kortlagningunni eru takmarkanir þau svæði sem eru sögð óhentug fyrir virkjun vindorku og útiloka slíka landnotkun. Takmarkanir voru valdar í samráði við vinnuhóp Borgarbyggðar um endurskoðun aðalskipulagsins.

 Þær takmarkanir sem miðað var við í kortlagningu fyrir Borgarbyggð eru meðal annars friðlýst svæði, valin hverfisvernduð svæði, óbyggð víðerni, jöklar, brunn- og grannsvæði vatnsverndar, svæði með landhalla yfir 30 prósent, nærsvæði umhverfis byggð (1 km), vegi (0,1 km) og flutningsmannvirki raforkukerfisins (0,1 km), friðlýstar menningarminjar og 100 m friðhelgað svæði utan þeirra og hindranafletir flugvalla. 

„Sjónræn áhrif vindorkugarða eru talin ein af helstu umhverfis- og samfélagsáhrifum þeirra en mat á sjónrænu áhrifunum veltur á ýmsum breytum svo sem staðsetningu vindorkugarðsins og hæð vindmyllanna. Áhrif sýnileika þarf að skoða fyrir hvern kost fyrir sig og erfitt að meta þau heildrænt fyrir stórt landsvæði eins og hér er til skoðunar.“ 

Samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar að auglýsa vinnslutillögu aðalskipulagsins. Á kynningartíma verða íbúafundir haldnir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár