„ÉG er algerlega miður mín. Ég hafði ekkert heyrt af þessu, las um þetta í fjölmiðlum.“ Þetta segir Jódís Skúladóttir, þingmaður VG um að yfirvöld hefðu komið í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingadeild Landspítala í nótt að sækja Yazan Tamimi, ellefu ára gamlan langveikan palestínskan dreng. Yazan þjáist af vöðvahrörnunarsjúkdómnum Duchenne. Lögregla kom í Rjóðrið, sótt Yazan og flutti hann á Keflavíkurflugvöll.
Óstaðfestar fregnir herma að hætt hafi verið við brottvísun og að Yazan verði fluttur aftur í Rjóðrið.
Jódís sem var að labba inn á fund í fjárlaganefnd þegar Heimildin náði tali af henni nú á tíunda tímanum segir að hún sé eins og fjölmargir aðrir, slegin yfir málinu. „Ég hef fengið fjölda skilaboða síðustu klukkustundir frá fólki innan og utan VG og fólki er mjög brugðið.“
Athugasemdir (2)