Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að verða ástfanginn hefur haft risa áhrif á líf mitt

Vikt­or Benóný Bene­dikts­son seg­ist hafa upp­lif­að áð­ur ókunn­ug­ar til­finn­ing­ar við að verða ást­fang­inn.

Að verða ástfanginn hefur haft risa áhrif á líf mitt
Ástfanginn Viktor Benóný Benediktsson fór með hlutverk í kvikmyndinni Berdreymi. Það hafði stór áhrif á líf hans, ekki síst vegna leikkonu sem hann varð ástfanginn af á meðan tökum stóð.

„Merkilegast var ábyggilega þegar ég varð ástfanginn. Að verða ástfanginn hefur haft risa áhrif á líf mitt. Ég er mjög heppinn. Ég var að leika í bíómynd og hún var aukaleikari og í rauninni varð ég ástfanginn þegar ég sá hana fyrst. Myndin heitir Berdreymi og ég var um það bil fjórtán ára. Þetta hefur verið flókin ást en þess virði. Ég þroskaðist mikið, mjög mikið.

Í rauninni er þetta í fyrsta sinn sem maður setur einhvern annan í forgang en sjálfan sig og þarf svolítið að læra inn á hitt kynið. Maður er að upplifa svo margar tilfinningar sem maður hefur aldrei fundið áður – og vissi ekki að væru til.

„Vandar sig, treystir og þroskast ofboðslega mikið.“

Maður upplifir afbrýðisemi en líka ótrúlega mikla gleði og grát; hamingju og grát og sorg. En gleði!  Alls konar tilfinningar sem maður bjóst ekki við að væru þarna inni. Og þó að þess þurfi ekki með líður manni svolítið eins og verndara. Maður passar upp á hana og tilfinningar hennar. Er meðvitaður um hvað maður gerir og hvað maður segir. Vandar sig, treystir og þroskast ofboðslega mikið. Og líka fyrirgefur. Fyrirgefur til dæmis sjálfum sér. Bara viðurkennir mistökin sín, það þarf þroska og kjark. Maður lærir svo mikið. Það eru ekki allir sem verða svona ástfangnir og hafa einhvern sem elskar mann jafnmikið. Það er sjaldgæft. Ég sé það með vini mína í kringum mig, að þetta er ekki að gerast hjá öllum.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár