„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“
Flokksmaður Framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað borið á góma undanfarið, eftir að fylgi flokksins mældist lægra en fylgi Miðflokksins.

Ásgeir Bolli Kristinsson – Sjálfstæðismaður til áratuga, sem gjarnan er þekktur sem Bolli í 17 þar sem hann rak verslunina lengi vel – var staddur á Spáni, þar sem hann er búsettur, í 35 stiga hita þegar hann tók við símtali blaðamanns.

„Ef ég segði: „Ég skal skipta við þig um veður,“ þá myndir þú eftir 5–6 klukkutíma hringja í mig og segja: „Ég vil skipta aftur“.“

En Bolli vill helst ekki skipta um flokk og vill raunar að fleiri menn eins og hann, Sjálfstæðismenn til áratuga, geri það ekki heldur.  En það eru þeir farnir að gera. Svara: „Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ þegar Bolli spyr og hallast frekar að Miðflokknum.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna“
Ásgeir Bolli Kristinsson
Sjálfstæðismaður með meiru

„Örfáar eiginkonur þeirra segjast myndu kjósa Flokk fólksins. Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn,“ segir Bolli.

Til þess að smala þessum óánægðu kjósendum heim lagði Bolli til í sumar að stofnaður yrði svokallaður DD-listi, aukalisti sem myndi byggja á grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en renna inn í Sjálfstæðisflokkinn að loknum þingkosningum. Bolli sér fyrir sér að koma að valinu á þeim sem leiða listann í hverju kjördæmi fyrir sig en svo fái þeir hinir sömu – Bolli nefnir Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann og Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, sem vænlega kandídata í toppsætin – að raða rest eftir sínu höfði. Hann bætti því þó við í samtali við Vísi á miðvikudag að hann væri ekki að leita að „nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“. Ummæli hans voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið, meðal annars af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Bolli baðst loks afsökunar.

Flokkur í basli

Vegna tillögu sinnar um DD-lista, sem hann krafðist svars við frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir 20. ágúst síðastliðinn en hefur enn ekki fengið svar við, hefur Bolli sannarlega verið í hringiðu umræðunnar í vikunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tók fremur illa í spurningar fréttamanns RÚV fyrr í vikunni um tillögu Bolla. „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf sérstaklega?“ spurði Bjarni.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna,“ segir Bolli, sem býst ekki við því að Valhellingar taki vel í tillöguna um DD-lista. „Svo getur VG haldið einhvern landsfund og úthúðað formanninum mínum. Hann bara brosir og segir: „Þetta er bara í fínu lagi“ en ef ég opna munninn þá bara bilast hann af vonsku út í mig og missir kúlið.“

Því þó að Bolli sé ósáttur vill hann mjög gjarnan að flokkurinn sem hann hefur kosið í öll þessi ár haldi velli. Sem stendur er tvísýnt um það. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn virðast berjast um fylgið og mældist sá fyrrnefndi fylgislægri en sá síðarnefndi í nýlegri könnun Maskínu. Bolli telur að þetta megi útskýra með því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fylgt sinni grunnstefnu nægilega vel, meðal annars hvað varði ríkisfjármál, hælisleitendamál, orkumál, hvalveiðar og málefni eldri borgara.

„Ég er bara mjög óánægður Sjálfstæðismaður með það að stór hluti af gömlu fólki eigi ekki ofan í sig að borða. Mér finnst það vond tilhugsun. Það er ekki það samfélag sem ég vil að sé á Íslandi og þarf ekki að vera.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég tók eftir orðalaginu "Valhellingar". Eftir mínum orðaskilningi eru þetta menn og konur sem eiga heima í Valhelli en ekki í Valhöll. Er þá höllin orðin að helli?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er meira og minna skemmt í þjóðfélaginu eftir þetta lið.
    5
  • Megi þessi flokkur þurrkast út !
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
10
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár