Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“
Flokksmaður Framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað borið á góma undanfarið, eftir að fylgi flokksins mældist lægra en fylgi Miðflokksins.

Ásgeir Bolli Kristinsson – Sjálfstæðismaður til áratuga, sem gjarnan er þekktur sem Bolli í 17 þar sem hann rak verslunina lengi vel – var staddur á Spáni, þar sem hann er búsettur, í 35 stiga hita þegar hann tók við símtali blaðamanns.

„Ef ég segði: „Ég skal skipta við þig um veður,“ þá myndir þú eftir 5–6 klukkutíma hringja í mig og segja: „Ég vil skipta aftur“.“

En Bolli vill helst ekki skipta um flokk og vill raunar að fleiri menn eins og hann, Sjálfstæðismenn til áratuga, geri það ekki heldur.  En það eru þeir farnir að gera. Svara: „Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ þegar Bolli spyr og hallast frekar að Miðflokknum.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna“
Ásgeir Bolli Kristinsson
Sjálfstæðismaður með meiru

„Örfáar eiginkonur þeirra segjast myndu kjósa Flokk fólksins. Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn,“ segir Bolli.

Til þess að smala þessum óánægðu kjósendum heim lagði Bolli til í sumar að stofnaður yrði svokallaður DD-listi, aukalisti sem myndi byggja á grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en renna inn í Sjálfstæðisflokkinn að loknum þingkosningum. Bolli sér fyrir sér að koma að valinu á þeim sem leiða listann í hverju kjördæmi fyrir sig en svo fái þeir hinir sömu – Bolli nefnir Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann og Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, sem vænlega kandídata í toppsætin – að raða rest eftir sínu höfði. Hann bætti því þó við í samtali við Vísi á miðvikudag að hann væri ekki að leita að „nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“. Ummæli hans voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið, meðal annars af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Bolli baðst loks afsökunar.

Flokkur í basli

Vegna tillögu sinnar um DD-lista, sem hann krafðist svars við frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir 20. ágúst síðastliðinn en hefur enn ekki fengið svar við, hefur Bolli sannarlega verið í hringiðu umræðunnar í vikunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tók fremur illa í spurningar fréttamanns RÚV fyrr í vikunni um tillögu Bolla. „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf sérstaklega?“ spurði Bjarni.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna,“ segir Bolli, sem býst ekki við því að Valhellingar taki vel í tillöguna um DD-lista. „Svo getur VG haldið einhvern landsfund og úthúðað formanninum mínum. Hann bara brosir og segir: „Þetta er bara í fínu lagi“ en ef ég opna munninn þá bara bilast hann af vonsku út í mig og missir kúlið.“

Því þó að Bolli sé ósáttur vill hann mjög gjarnan að flokkurinn sem hann hefur kosið í öll þessi ár haldi velli. Sem stendur er tvísýnt um það. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn virðast berjast um fylgið og mældist sá fyrrnefndi fylgislægri en sá síðarnefndi í nýlegri könnun Maskínu. Bolli telur að þetta megi útskýra með því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fylgt sinni grunnstefnu nægilega vel, meðal annars hvað varði ríkisfjármál, hælisleitendamál, orkumál, hvalveiðar og málefni eldri borgara.

„Ég er bara mjög óánægður Sjálfstæðismaður með það að stór hluti af gömlu fólki eigi ekki ofan í sig að borða. Mér finnst það vond tilhugsun. Það er ekki það samfélag sem ég vil að sé á Íslandi og þarf ekki að vera.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég tók eftir orðalaginu "Valhellingar". Eftir mínum orðaskilningi eru þetta menn og konur sem eiga heima í Valhelli en ekki í Valhöll. Er þá höllin orðin að helli?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er meira og minna skemmt í þjóðfélaginu eftir þetta lið.
    5
  • Megi þessi flokkur þurrkast út !
    17
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár