Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“
Flokksmaður Framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað borið á góma undanfarið, eftir að fylgi flokksins mældist lægra en fylgi Miðflokksins.

Ásgeir Bolli Kristinsson – Sjálfstæðismaður til áratuga, sem gjarnan er þekktur sem Bolli í 17 þar sem hann rak verslunina lengi vel – var staddur á Spáni, þar sem hann er búsettur, í 35 stiga hita þegar hann tók við símtali blaðamanns.

„Ef ég segði: „Ég skal skipta við þig um veður,“ þá myndir þú eftir 5–6 klukkutíma hringja í mig og segja: „Ég vil skipta aftur“.“

En Bolli vill helst ekki skipta um flokk og vill raunar að fleiri menn eins og hann, Sjálfstæðismenn til áratuga, geri það ekki heldur.  En það eru þeir farnir að gera. Svara: „Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ þegar Bolli spyr og hallast frekar að Miðflokknum.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna“
Ásgeir Bolli Kristinsson
Sjálfstæðismaður með meiru

„Örfáar eiginkonur þeirra segjast myndu kjósa Flokk fólksins. Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn,“ segir Bolli.

Til þess að smala þessum óánægðu kjósendum heim lagði Bolli til í sumar að stofnaður yrði svokallaður DD-listi, aukalisti sem myndi byggja á grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en renna inn í Sjálfstæðisflokkinn að loknum þingkosningum. Bolli sér fyrir sér að koma að valinu á þeim sem leiða listann í hverju kjördæmi fyrir sig en svo fái þeir hinir sömu – Bolli nefnir Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann og Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, sem vænlega kandídata í toppsætin – að raða rest eftir sínu höfði. Hann bætti því þó við í samtali við Vísi á miðvikudag að hann væri ekki að leita að „nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“. Ummæli hans voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið, meðal annars af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Bolli baðst loks afsökunar.

Flokkur í basli

Vegna tillögu sinnar um DD-lista, sem hann krafðist svars við frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir 20. ágúst síðastliðinn en hefur enn ekki fengið svar við, hefur Bolli sannarlega verið í hringiðu umræðunnar í vikunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tók fremur illa í spurningar fréttamanns RÚV fyrr í vikunni um tillögu Bolla. „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf sérstaklega?“ spurði Bjarni.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna,“ segir Bolli, sem býst ekki við því að Valhellingar taki vel í tillöguna um DD-lista. „Svo getur VG haldið einhvern landsfund og úthúðað formanninum mínum. Hann bara brosir og segir: „Þetta er bara í fínu lagi“ en ef ég opna munninn þá bara bilast hann af vonsku út í mig og missir kúlið.“

Því þó að Bolli sé ósáttur vill hann mjög gjarnan að flokkurinn sem hann hefur kosið í öll þessi ár haldi velli. Sem stendur er tvísýnt um það. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn virðast berjast um fylgið og mældist sá fyrrnefndi fylgislægri en sá síðarnefndi í nýlegri könnun Maskínu. Bolli telur að þetta megi útskýra með því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fylgt sinni grunnstefnu nægilega vel, meðal annars hvað varði ríkisfjármál, hælisleitendamál, orkumál, hvalveiðar og málefni eldri borgara.

„Ég er bara mjög óánægður Sjálfstæðismaður með það að stór hluti af gömlu fólki eigi ekki ofan í sig að borða. Mér finnst það vond tilhugsun. Það er ekki það samfélag sem ég vil að sé á Íslandi og þarf ekki að vera.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég tók eftir orðalaginu "Valhellingar". Eftir mínum orðaskilningi eru þetta menn og konur sem eiga heima í Valhelli en ekki í Valhöll. Er þá höllin orðin að helli?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er meira og minna skemmt í þjóðfélaginu eftir þetta lið.
    5
  • Megi þessi flokkur þurrkast út !
    17
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár