Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Stofnanda Ice Pic Journeys vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna

Stjórn Fé­lags fjalla­leið­sögu­manna Ís­lands hef­ur ákveð­ið að víkja Mike Reid, öðr­um stofn­anda Ice Pic Jour­neys, tíma­bund­ið úr stjórn­inni á með­an rann­sókn stend­ur yf­ir á slys­inu sem varð í Breiða­merk­ur­jökli á sunnu­dag þar sem einn ferða­mað­ur lét líf­ið. Mike hef­ur einnig ver­ið sett­ur af sem kenn­ari hjá fé­lag­inu.

Stofnanda Ice Pic Journeys vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna
Frá aðgerðum björgunarsveita á Breiðamerkurjökli í kjölfar slyssins á sunnudag. Mynd: Landsbjörg

„Á mánudaginn klukkan tvö var tekin ákvörðun um það á stjórnarfundi um að víkja Mike Reid úr stjórn tímabundið og tímabundið setja hann af sem kennara meðan rannsókn stendur yfir,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna Íslands. 

Mike - Michael Ward Reid - er annar stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys en alvarlegt slys varð í íshellaferð á vegum þess á sunnudag þar sem einn ferðamaður lést og annar slasaðist alvarlega. Stofnendurnir Mike og Ryan Ryan Matthew Newburn hafa gefið sig út fyrir að vera frumkvöðlar þegar kemur að íshellaferðum að sumarlagi á Íslandi, nokkuð sem hefur verið talið varasamt.

Varaði við íshellaferðum yfir sumartímann

Mike var ritari stjórnar Félags fjallaleiðsögumanna Íslands og hefur einnig á vegum þess kennt námskeið í jöklaleiðsögn á skriðjöklum. Í umfjöllun Heimildarinnar í gær kom fram að á glærum sem Mike hefur sýnt á námskeiði um jöklaferðir segir til að mynda: „Auk þess geta orðið …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Banaslys á Breiðamerkurjökli

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
„Sem ráðherra og manneskju þykir mér þetta afskaplega leitt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Sem ráð­herra og mann­eskju þyk­ir mér þetta af­skap­lega leitt“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir slys­ið á Breiða­merk­ur­jökli. „Það var bú­ið að vara við þessu og ekki gert meira með það.“ Hún seg­ist bú­in að kanna líð­an kon­unn­ar sem slas­að­ist og missti unn­usta sinn í slys­inu og koma á fram­færi skila­boð­um um að yf­ir­völd séu boð­in og bú­in að að­stoða hana eft­ir fremsta megni.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hræðilegur atburður sem ýtir við okkur
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Hræði­leg­ur at­burð­ur sem ýt­ir við okk­ur

Ferða­mála­stjóri tel­ur tíma­bært að koma aft­ur bönd­um á þann fjölda sem fer upp á Vatna­jök­ul hverju sinni. Álags­stýr­ing tíðk­að­ist fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur en hún var felld úr gildi í far­aldr­in­um. Bana­slys varð á jökl­in­um um síð­ustu helgi en ör­ygg­is­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins sem fór ferð­ina lá ekki fyr­ir hjá Ferða­mála­stofu, enda er inn­lagn­ar slíkr­ar áætl­un­ar ekki kraf­ist við um­sókn um leyfi. Það fyr­ir­komu­lag er nú til end­ur­skoð­un­ar.
„Við vitum að þetta er hættulegt“ – en enginn ber ábyrgðina
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Við vit­um að þetta er hættu­legt“ – en eng­inn ber ábyrgð­ina

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni og drög­um að áhættumati úr skýrslu Jarð­vís­inda­stofn­un­ar hefðu ís­hella­ferð­ir átt að vera bann­að­ar dag­inn sem bana­slys varð á Breiða­merk­ur­jökli, sök­um hita­stigs. Hug­mynd­ir um bætt ör­yggi ferða­manna hafa strand­að, áhættumat hef­ur ekki ver­ið fram­kvæmt og hver bend­ir á ann­an þeg­ar kem­ur að end­an­legri ábyrgð. Enda er eng­in stök stjórn­sýslu­stofn­un sem ber ábyrgð á ör­yggi ferða­manna hér á landi.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár