Engin óyggjandi merki eru í hafinu við Ísland um að alvarlegt niðurbrot hafstrauma Atlantshafsins sé farið af stað. Slíkt getur þó gerst með litlum fyrirvara og mikið er í húfi að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda svo lífsskilyrði á Íslandi verði ekki fyrir höggi.
Þetta segir Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Eins og fram hefur komið í umfjöllun Heimildarinnar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hafa vísindamenn varað við því að niðurbrot hafstrauma geti leitt til róttækra breytinga á loftslagi og veðri á Íslandi jafnvel strax upp úr árinu 2030. Brotni veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) niður vegna hlýnunar jarðar geti hitastig á landinu lækkað um allt að 10 gráður á meðan hlýnar alls staðar annars staðar í heiminum.
„Við höfum verið að mæla flæðið í AMOC hérna á milli Grænlands og …
Athugasemdir