Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Drápu tvíburana á meðan faðirinn fór að ná í fæðingarvottorðin

Mohammed Abu Al-Qumsan var ný­bú­inn að ná í fæð­ing­ar­vott­orð fyr­ir ný­fædda tví­bura sína þeg­ar hann komst að því að þeir hefðu ver­ið drepn­ir ásamt eig­in­konu hans og móð­ur henn­ar í árás Ísra­els­hers á íbúð sem fjöl­skyld­an hafði flú­ið í á Gaza­svæð­inu.

Drápu tvíburana á meðan faðirinn fór að ná í fæðingarvottorðin
Mohammed heldur hér á fæðingarvottorðum tvíburanna sinna. Mynd: Ashraf Amra/AFP

Mohammed Abu Al-Qumsan var nýbakaður tvíburafaðir. Hann var nýbúinn að ná í fæðingarvottorð fyrir tvíburana sína. Þetta átti að vera gleðistund. En samt sat hann og grét í líkhúsi í byrjun viku, veifandi fæðingarvottorðunum. Annar maður sat við hlið hans og reyndi að hugga hinn nýbakaða föður sem hafði á einu augnabliki orðið ekkill. 

Reuters greinir frá.

Á meðan Mohammed var að ná í fæðingarvottorðin fyrir tvíburana sem voru fjögurra daga gamlir gerði Ísraelsher árás á hús fjölskyldunnar á Gazasvæðinu. Inni í líkhúsinu sem Mohammed grét í voru því einungis kaldir líkamar eiginkonu hans, barnanna hans og tengdamóður. Andar þeirra voru horfnir. 

„Ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að fagna fæðingu tvíburanna okkar,“ sagði Mohammed við BBC.

Mohammed hafði þurft að bera börnin sín, drenginn Asser og stúlkuna Ayssel, af yfirfullri bráðamóttökunni í miðbæ Gaza og út í bíl til þess að koma þeim í líkhúsið. Slík sjón er algeng á Gaza þar sem um 15.000 börn hafa verið drepin eða týnt lífi vegna hörmulegra aðstæðna á Gaza síðan árásir Ísraelshers hófust. Grafreitur barna, hefur svæðið verið kallað, og segir heilbrigðisráðuneyti Gaza að 115 ungbörn hafi bæði fæðst og verið drepin í stríðinu.

„Í dag var það skráð í sögubækurnar að hernámið hefur beinst að nýfæddum börnum“
Khalil al-Daqran
læknir á Gaza

Tíu mánuðum eftir að stríðið braust út hafa árásir Ísraelshers og mikill skortur á lyfjum, mat og hreinu vatni knésett einn þéttbýlasta stað heims. 

Greinir á um virðingu við almenna borgara

Karlmaður baðst fyrir á meðan börnin voru borin út í bíl og mannfjöldi safnaðist saman og fylgdist með syrgjandi ekklinum af svölum bráðamóttökunnar. 

„Í dag var það skráð í sögubækurnar að hernámið hefur beinst að nýfæddum börnum sem voru varla orðin fjögurra daga gömul,“ sagði sjúkrahúslæknirinn Khalil al-Daqran við Reuters. 

Ísraelsk stjórnvöld hafa sagst ganga langt til þess að forðast mannfall óbreyttra borgara og saka erkifjendur sína í Hamas um að hafa beitt almennum borgurum sem skjöldum. Því hafa Hamas samtökin neitað. 

Árásir Ísraelshers á Gazasvæðið hófust af miklum þunga eftir að Hamas-liðar fóru yfir landamærin sjöunda október síðastliðinn, drápu um 1.200 manns og tóku yfir 250 í gíslingu, samkvæmt tölum frá ísraelskum stjórnvöldum. 

Viðbrögð Ísraelshers voru árásir á Gazasvæðið sem hafa drepið næstum 40.000 manns og sært fleiri en 92.000, samkvæmt ísraelskum tölum. Þá hafa þessar árásir lagt stóran hluta Gaza í rúst og sent stærstan hluta íbúa á flótta.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ætli Ísraelsmenn hafi ekki vitað af árás Hamas áður, nóg vita þeir um hernaðarátök.
    Þeir eiga ekkert land þarna , það eiga Palestínumenn
    4
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Hryllingur. Á meðan stjórnendur Hamas og yfirmenn lifa í vellystingum í nágrannalöndum, líður fólkið fyrir ákvarðanir þeirra og afleiðingar 7. októbers. Það að sumt fólk hér á landi sjái ekki í gegnum þessa siðblindu menn og það hvernig Hamas fer með eigin íbúa er svakalega sorglegt. Peningarnir fara ekki í heilbrigðisþjónustu, menntun eða innviði. Þeir fara í vopn, jarðgangagerð fyrir næstu innrás í ísrael og allt annað en þeir ættu að fara í. Ef einhver ætlar að halda því fram að ef Ísrael þurrkast út eða Palestína verði ríki með sömu landamæri og einhverjir barnalegir aðilar láta sig dreyma um, muni breyta lífsgæðum og hamingju palestínufólks, þá er hinn sá sami mjög naívur eða bara heimskur. Ef Ísrael væri ekki lengur til, myndu lífsgæðin þarna ekkert batna. Stjórnendur í Palestínu eru ekki að hugsa um hag fólksins síns. Þeir eru að hugsa um eigin hag og hatur á Ísrael. Stór munur þar á.
    -13
    • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
      Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar. Hefur þú búið þarna ? Það hef ég og hef skömm á svona skrifum.
      10
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Trúir þú virkilega öllum lygunum og þvæluni sem giðingar, usa og fleiri hér á vesturlöndum dæla yfir okkur. Heldu þú virkilega að usa hefði ekki haldið áfram að drepa forystumenn Hamas ef þeir væru út um alt. Þeir drápu tvo eða þrjá heldur þú að þeir hafi bara hætt þar
      af því að þeir nentu ekki meir?
      0
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er ekki gott fyrir blessað fólkið sem býr í Austurlöndum nær að þurfa að ganga í gegnum þessar hörmungar sem eru þarna í gangi því má ég vera mikið þakklát fyrir það að búa einmit á islandi þrátt fyrir allt og allt hér ríkir þó friður og engin svæsin vopnuð átök
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvenær er komið nóg ? Er ekkert til sem heitir heilbrigð hugsun ?
    5
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    40.000 manns látin, það er svipað og ef allir íbúar Akureyrar og Garðabæjar hefðu verið drepin. Ætli Bjarni Ben myndi kalla það árás?
    8
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Þú meinar "40000 mans myrt." Því þetta eru fjöldamorð. Þegar sprengjur eru látnar dynja á vopnlausufólki og það drepið í tugþúsunda tali þá eru það fjöldamorð og glæpamennirnir sem að því standa morðingjar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
ErlentÁrásir á Gaza

Klöpp­uðu og klöpp­uðu á með­an hryll­ing­ur­inn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
5
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ragnhildur Helgadóttir
7
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
8
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár