Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Drápu tvíburana á meðan faðirinn fór að ná í fæðingarvottorðin

Mohammed Abu Al-Qumsan var ný­bú­inn að ná í fæð­ing­ar­vott­orð fyr­ir ný­fædda tví­bura sína þeg­ar hann komst að því að þeir hefðu ver­ið drepn­ir ásamt eig­in­konu hans og móð­ur henn­ar í árás Ísra­els­hers á íbúð sem fjöl­skyld­an hafði flú­ið í á Gaza­svæð­inu.

Drápu tvíburana á meðan faðirinn fór að ná í fæðingarvottorðin
Mohammed heldur hér á fæðingarvottorðum tvíburanna sinna. Mynd: Ashraf Amra/AFP

Mohammed Abu Al-Qumsan var nýbakaður tvíburafaðir. Hann var nýbúinn að ná í fæðingarvottorð fyrir tvíburana sína. Þetta átti að vera gleðistund. En samt sat hann og grét í líkhúsi í byrjun viku, veifandi fæðingarvottorðunum. Annar maður sat við hlið hans og reyndi að hugga hinn nýbakaða föður sem hafði á einu augnabliki orðið ekkill. 

Reuters greinir frá.

Á meðan Mohammed var að ná í fæðingarvottorðin fyrir tvíburana sem voru fjögurra daga gamlir gerði Ísraelsher árás á hús fjölskyldunnar á Gazasvæðinu. Inni í líkhúsinu sem Mohammed grét í voru því einungis kaldir líkamar eiginkonu hans, barnanna hans og tengdamóður. Andar þeirra voru horfnir. 

„Ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að fagna fæðingu tvíburanna okkar,“ sagði Mohammed við BBC.

Mohammed hafði þurft að bera börnin sín, drenginn Asser og stúlkuna Ayssel, af yfirfullri bráðamóttökunni í miðbæ Gaza og út í bíl til þess að koma þeim í líkhúsið. Slík sjón er algeng á Gaza þar sem um 15.000 börn hafa verið drepin eða týnt lífi vegna hörmulegra aðstæðna á Gaza síðan árásir Ísraelshers hófust. Grafreitur barna, hefur svæðið verið kallað, og segir heilbrigðisráðuneyti Gaza að 115 ungbörn hafi bæði fæðst og verið drepin í stríðinu.

„Í dag var það skráð í sögubækurnar að hernámið hefur beinst að nýfæddum börnum“
Khalil al-Daqran
læknir á Gaza

Tíu mánuðum eftir að stríðið braust út hafa árásir Ísraelshers og mikill skortur á lyfjum, mat og hreinu vatni knésett einn þéttbýlasta stað heims. 

Greinir á um virðingu við almenna borgara

Karlmaður baðst fyrir á meðan börnin voru borin út í bíl og mannfjöldi safnaðist saman og fylgdist með syrgjandi ekklinum af svölum bráðamóttökunnar. 

„Í dag var það skráð í sögubækurnar að hernámið hefur beinst að nýfæddum börnum sem voru varla orðin fjögurra daga gömul,“ sagði sjúkrahúslæknirinn Khalil al-Daqran við Reuters. 

Ísraelsk stjórnvöld hafa sagst ganga langt til þess að forðast mannfall óbreyttra borgara og saka erkifjendur sína í Hamas um að hafa beitt almennum borgurum sem skjöldum. Því hafa Hamas samtökin neitað. 

Árásir Ísraelshers á Gazasvæðið hófust af miklum þunga eftir að Hamas-liðar fóru yfir landamærin sjöunda október síðastliðinn, drápu um 1.200 manns og tóku yfir 250 í gíslingu, samkvæmt tölum frá ísraelskum stjórnvöldum. 

Viðbrögð Ísraelshers voru árásir á Gazasvæðið sem hafa drepið næstum 40.000 manns og sært fleiri en 92.000, samkvæmt ísraelskum tölum. Þá hafa þessar árásir lagt stóran hluta Gaza í rúst og sent stærstan hluta íbúa á flótta.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ætli Ísraelsmenn hafi ekki vitað af árás Hamas áður, nóg vita þeir um hernaðarátök.
    Þeir eiga ekkert land þarna , það eiga Palestínumenn
    4
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Hryllingur. Á meðan stjórnendur Hamas og yfirmenn lifa í vellystingum í nágrannalöndum, líður fólkið fyrir ákvarðanir þeirra og afleiðingar 7. októbers. Það að sumt fólk hér á landi sjái ekki í gegnum þessa siðblindu menn og það hvernig Hamas fer með eigin íbúa er svakalega sorglegt. Peningarnir fara ekki í heilbrigðisþjónustu, menntun eða innviði. Þeir fara í vopn, jarðgangagerð fyrir næstu innrás í ísrael og allt annað en þeir ættu að fara í. Ef einhver ætlar að halda því fram að ef Ísrael þurrkast út eða Palestína verði ríki með sömu landamæri og einhverjir barnalegir aðilar láta sig dreyma um, muni breyta lífsgæðum og hamingju palestínufólks, þá er hinn sá sami mjög naívur eða bara heimskur. Ef Ísrael væri ekki lengur til, myndu lífsgæðin þarna ekkert batna. Stjórnendur í Palestínu eru ekki að hugsa um hag fólksins síns. Þeir eru að hugsa um eigin hag og hatur á Ísrael. Stór munur þar á.
    -14
    • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
      Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar. Hefur þú búið þarna ? Það hef ég og hef skömm á svona skrifum.
      10
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Trúir þú virkilega öllum lygunum og þvæluni sem giðingar, usa og fleiri hér á vesturlöndum dæla yfir okkur. Heldu þú virkilega að usa hefði ekki haldið áfram að drepa forystumenn Hamas ef þeir væru út um alt. Þeir drápu tvo eða þrjá heldur þú að þeir hafi bara hætt þar
      af því að þeir nentu ekki meir?
      0
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er ekki gott fyrir blessað fólkið sem býr í Austurlöndum nær að þurfa að ganga í gegnum þessar hörmungar sem eru þarna í gangi því má ég vera mikið þakklát fyrir það að búa einmit á islandi þrátt fyrir allt og allt hér ríkir þó friður og engin svæsin vopnuð átök
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvenær er komið nóg ? Er ekkert til sem heitir heilbrigð hugsun ?
    5
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    40.000 manns látin, það er svipað og ef allir íbúar Akureyrar og Garðabæjar hefðu verið drepin. Ætli Bjarni Ben myndi kalla það árás?
    8
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Þú meinar "40000 mans myrt." Því þetta eru fjöldamorð. Þegar sprengjur eru látnar dynja á vopnlausufólki og það drepið í tugþúsunda tali þá eru það fjöldamorð og glæpamennirnir sem að því standa morðingjar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár