Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Heimir er nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar

Heim­ir Hann­es­son hef­ur ver­ið ráð­inn tíma­bund­inn sam­skipta­stjóri þjóð­kirkj­unn­ar. „Mark­mið­ið næsta ár­ið hjá mér er að búa til strúkt­úr ut­an um sam­skipta­mál kirkj­unn­ar þannig að við get­um bet­ur kom­ið þessu mik­il­væga starfi til skila til al­menn­ings,“ seg­ir hann. Sam­skipta­stjór­inn kynnt­ist ný­kjörn­um bisk­up í að­drag­anda kosn­inga­bar­áttu henn­ar, en hann að­stoð­aði við hana í sjálf­boð­a­starfi.

Heimir er nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar
Heimir Hannesson starfaði um árabil sem blaðamaður. Hann hefur einnig látið til sín taka í ferðaþjónustu og sjálfstæðum rekstri. Mynd: Þjóðkirkjan

„Ég kynnist Guðrúnu Karls Helgudóttur og við förum að tala saman um góðar hugmyndir um framtíð kirkjunnar og úr verður að ég hoppa þarna inn með henni, tímabundið þó.“

Þetta segir Heimir Hannesson, nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, í samtali við Heimildina. „Það er bara frábært að vinna hjá þjóðkirkjunni. Bjartur andi. Það er ekki á mörgum stöðum þar sem maður fær að skipuleggja biskupsvígslu, við getum orðað það þannig,“ segir hann kíminn.

Kynntist biskupi í aðdraganda biskupskjörs

Heimir tók þátt í kosningabaráttu Guðrúnar Karls Helgudóttur, nýkjörins biskups, og það var í aðdraganda hennar sem þau kynntust. 

Spurður hvernig hann hafi endað á því að starfa fyrir kosningabaráttu í biskupskjöri segir Heimir að það sé góð spurning. „Þetta er bara gamla íslenska maður á mann.“ Hann bætir því við að ekki margir bjóði sig fram til biskups og ekki heldur margir sem hafi einlægan áhuga á að taka þátt í kosningabaráttu til að koma áherslumálum sem þeim þyki vænt um til skila.

„En það var ekki bara ég, heldur var hópur sem taldi örugglega upp undir 100 manns að baki Guðrúnu. Ég var nú bara einn af þeim.“ Um var að ræða sjálfboðaliðastarf.

Markmið að koma starfi kirkjunnar betur til skila til almennings

Heimir segir að hlutverk hans verði að móta stöðu samskiptastjóra í breyttum heimi samskipta. Staðan hafi verið til innan kirkjunnar áður en nú verði hún í dálítið breyttri mynd.

„Það er náttúrulega allt annar gangur í samskiptamálum í dag en var fyrir örfáum árum. Þetta breytist svo hratt. Það er verið að nota svolítið þetta tækifæri með þessari tímabundnu ráðningu að móta það starf sem verður til eftir ár,“ segir hann.

Blm: Þannig að þetta er eitthvað sem þið Guðrún hafið verið að pæla í – hvert þið viljið fara með þessa ákveðnu stöðu og þú ert þá fenginn inn til þess að leiða það dálítið til lykta?

„Já, einmitt,“ segir Heimir.

Markmiðið sé að auka sýnileika þeirra starfa sem kirkjan vinnur.

„Það er heilmikið að gerast í kirkjunni sem fólk veit ekki af eða heyrir lítið frá. Þannig að það er alveg kominn tími til þess að endurskipuleggja svolítið samskiptaferlana þannig að það verði auðveldara fyrir Guðrúnu og alla innan kirkjunnar að segja frá því hvað þeir eru að gera og fá fólk til liðs með sér í því.“

Kirkjan er að sögn Heimis stór hluti af samfélaginu en alltof hljóðlátur. „Markmiðið næsta árið hjá mér er að búa til strúktúr utan um samskiptamál kirkjunnar þannig að við getum betur komið þessu mikilvæga starfi til skila til almennings.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Til hamingju Heimir- lýst vel á og einnig samstarfskonu þína nýja biskupinn!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu