Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Heimir er nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar

Heim­ir Hann­es­son hef­ur ver­ið ráð­inn tíma­bund­inn sam­skipta­stjóri þjóð­kirkj­unn­ar. „Mark­mið­ið næsta ár­ið hjá mér er að búa til strúkt­úr ut­an um sam­skipta­mál kirkj­unn­ar þannig að við get­um bet­ur kom­ið þessu mik­il­væga starfi til skila til al­menn­ings,“ seg­ir hann. Sam­skipta­stjór­inn kynnt­ist ný­kjörn­um bisk­up í að­drag­anda kosn­inga­bar­áttu henn­ar, en hann að­stoð­aði við hana í sjálf­boð­a­starfi.

Heimir er nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar
Heimir Hannesson starfaði um árabil sem blaðamaður. Hann hefur einnig látið til sín taka í ferðaþjónustu og sjálfstæðum rekstri. Mynd: Þjóðkirkjan

„Ég kynnist Guðrúnu Karls Helgudóttur og við förum að tala saman um góðar hugmyndir um framtíð kirkjunnar og úr verður að ég hoppa þarna inn með henni, tímabundið þó.“

Þetta segir Heimir Hannesson, nýr samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, í samtali við Heimildina. „Það er bara frábært að vinna hjá þjóðkirkjunni. Bjartur andi. Það er ekki á mörgum stöðum þar sem maður fær að skipuleggja biskupsvígslu, við getum orðað það þannig,“ segir hann kíminn.

Kynntist biskupi í aðdraganda biskupskjörs

Heimir tók þátt í kosningabaráttu Guðrúnar Karls Helgudóttur, nýkjörins biskups, og það var í aðdraganda hennar sem þau kynntust. 

Spurður hvernig hann hafi endað á því að starfa fyrir kosningabaráttu í biskupskjöri segir Heimir að það sé góð spurning. „Þetta er bara gamla íslenska maður á mann.“ Hann bætir því við að ekki margir bjóði sig fram til biskups og ekki heldur margir sem hafi einlægan áhuga á að taka þátt í kosningabaráttu til að koma áherslumálum sem þeim þyki vænt um til skila.

„En það var ekki bara ég, heldur var hópur sem taldi örugglega upp undir 100 manns að baki Guðrúnu. Ég var nú bara einn af þeim.“ Um var að ræða sjálfboðaliðastarf.

Markmið að koma starfi kirkjunnar betur til skila til almennings

Heimir segir að hlutverk hans verði að móta stöðu samskiptastjóra í breyttum heimi samskipta. Staðan hafi verið til innan kirkjunnar áður en nú verði hún í dálítið breyttri mynd.

„Það er náttúrulega allt annar gangur í samskiptamálum í dag en var fyrir örfáum árum. Þetta breytist svo hratt. Það er verið að nota svolítið þetta tækifæri með þessari tímabundnu ráðningu að móta það starf sem verður til eftir ár,“ segir hann.

Blm: Þannig að þetta er eitthvað sem þið Guðrún hafið verið að pæla í – hvert þið viljið fara með þessa ákveðnu stöðu og þú ert þá fenginn inn til þess að leiða það dálítið til lykta?

„Já, einmitt,“ segir Heimir.

Markmiðið sé að auka sýnileika þeirra starfa sem kirkjan vinnur.

„Það er heilmikið að gerast í kirkjunni sem fólk veit ekki af eða heyrir lítið frá. Þannig að það er alveg kominn tími til þess að endurskipuleggja svolítið samskiptaferlana þannig að það verði auðveldara fyrir Guðrúnu og alla innan kirkjunnar að segja frá því hvað þeir eru að gera og fá fólk til liðs með sér í því.“

Kirkjan er að sögn Heimis stór hluti af samfélaginu en alltof hljóðlátur. „Markmiðið næsta árið hjá mér er að búa til strúktúr utan um samskiptamál kirkjunnar þannig að við getum betur komið þessu mikilvæga starfi til skila til almennings.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Til hamingju Heimir- lýst vel á og einnig samstarfskonu þína nýja biskupinn!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár