„Þegar ég ákvað loksins að kæra mörgum árum eftir að nauðgunin átti sér stað, kom ég alls staðar að lokuðum dyrum og þá sérstaklega hjá lögreglu og réttargæslumönnum sem neituðu að taka málið að sér vegna þess hver hann var,“ segir kona sem sakaði þingmann um kynferðisbrot fyrir 25 árum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson fjallar um þetta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Á vettvangi, sem jafnframt er lokaþáttur seríunnar. Þar segir hann að fyrir um 15 árum, á þeim tíma sem hann fjallaði talsvert um kynferðisbrot og barnaníðinga í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 hafi fjölmargir brotaþolar haft samband við hann.
„Þegar þessi fyrsta þáttaröð af Á vettvangi fór í loftið fékk ég bréf frá konu sem bað mig um aðstoð þegar ég var ritstjóri Kompáss á Stöð 2. Ég fékk leyfi hjá konunni að birta brot úr bréfinu sem hún sendi mér og hún bað mig um að gefa ekki upp …
Athugasemdir (3)