Mótmælendur frá samtökum sem kalla sig Letzte Generation, eða Síðasta kynslóðin, hafa undanfarin misseri stöðvað bæði bíla- og flugumferð í Þýskalandi með því að líma sig við vegi og flugbrautir. Þýsk stjórnvöld hafa kallað aktívistahópinn „glæpasamtök“ og fangelsað suma meðlimi hans.
Þrátt fyrir mótlætið halda samtökin áfram baráttu sinni en þau starfa einnig í Austurríki, á Ítalíu og í Póllandi, auk þess að vinna með öðrum samtökum um allan heim eins og Just Stop Oil í Bretlandi.
„Það er erfitt að hugsa um það að mannkynið eigi sér kannski ekki framtíð og það getur gert mann mjög sorgmæddan,“ segir Tobias März í viðtali við Heimildina. Hann er einn af talsmönnum Síðustu kynslóðarinnar á landsvísu í Þýskalandi, búsettur í Freiburg. „En þegar maður tekur höndum saman með öðrum getur maður eflt hjá sér viljastyrkinn og gleðina og gert eitthvað til að breyta heiminum.“
Tobias er 44 ára, á tvö börn og …
Athugasemdir