Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk

Skógi­vax­inn dal­ur og ósnort­in víð­erni yrðu fyr­ir áhrif­um áform­aðr­ar Tröllár­virkj­un­ar á Vest­fjörð­um. Verk­efn­is­stjórn legg­ur til að kost­ur­inn fari í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar en land­eig­end­ur segja nei takk. Virkj­un­ar­að­il­inn er ekk­ert sér­stak­lega spennt­ur held­ur og vill frek­ar horfa til ann­ars dals í ná­grenn­inu.

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk
Skógivaxinn dalur Vattardalur í Vattarfirði er vaxinn birki- og reyniskógi. Innst í þessum þrönga dal er áformað að reisa stöðvarhús Tröllárvirkjunar. Mynd: Nanna Jónsdóttir

Þegar Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hafði samband við fulltrúa Reykhólahrepps í þeim tilgangi að meta samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar Tröllárvirkjunar komu þeir af fjöllum enda enga vitneskju haft um áformin. Nær ekkert samráð hefur verið haft við eigendur lands sem virkjunin myndi standa á og eru þeir reyndar alfarið á móti byggingu hennar. Orkubú Vestfjarða, sem setti virkjunarhugmyndina fram, er svo sjálft ekkert sérstaklega spennt fyrir henni.

En engu að síður hefur hún ratað af teikniborði ríkisfyrirtækisins Orkubús Vestfjarða til umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem nú hefur lagt til að hún fari í nýtingarflokk. Við teljum að Vatnsdalsvirkjun sé mun hagkvæmari kostur en Tröllárvirkun og hafi talsvert minni umhverfisáhrif,“ segir Elías Jónatansson Orkubússtjóri við Heimildina. „Þetta er náttúruparadís,“ segir Nanna Jónsdóttir landeigandi.

Vatnsdalsvirkjun er hins vegar ekki til umfjöllunar rammaáætlunar enda áhrifasvæði hennar innan friðlandsins í Vatnsfirði. Orkubúið óskaði eftir því …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Til hvers á að fórna fögru umhverfi til að framleiða rafmagn? Þegar betur er að gáð fer töluvert meira rafmagn til einkennilegrar starfsemi hér á landi en til allra heimila landsmanna. Þarna er um að ræða sérstaka starfsemi sem fólgin er í því að grafa einhver huglæg verðmæti sem nefnist Bitcoin sem mun vera nokkurn veginn nútíma glópagull.
    Þessi starfsemi byggir upp á blekkingu sem gengur út á að eftirspurn er framkvæmd og meðan framboð er takmarkað þá er unnt að halda verðinu uppi meðan traust og trú ríkir á þessari blekkingu.
    Á Íslandi er framleitt meira rafmagn á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Langmest af öllu þessu rafmagni fer í stóriðjuna sem að meira og minna leyti tengist hergagnaframleiðslu. Þannig er t.d. Alkóa á Austurlandi sem er nátengd bandarískri hergagnaframleiðslu. Þessi staðreynd ætti að vera tilefni til alvarlegrar hugsunar hjá okkur öllum. Er verið að gera okkur að fíflum?
    Við viljum sýna öðrum að við séum friðelskandi þjóð og viljum efla heimsfriðinn. En eigum við jafnframt að gefa hergagnaframeliðendum tækifæri að vinna hráefni fyrir vafasama iðju sína?
    Fegurð íslenskrar náttúru á ekki að vera nýtt til að framleiða meira af hergögnum til að efla ófrið í heiminum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
1
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
5
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár