Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Kapphlaupið um bílabatteríin

Bíla­fram­leið­end­ur kepp­ast nú hver um ann­an þver­an við að fram­leiða raf­hlöð­ur, sem eru allt í senn: um­hverf­i­s­vænni, ódýr­ari, létt­ari, með styttri hleðslu­tíma og síð­ast en ekki síst með lengri drægni, eins og það heit­ir á bíla­máli. Breskt fyr­ir­tæki hef­ur kynnt raf­hlöð­ur sem hægt er að hlaða á langt­um skemmri tíma en áð­ur hef­ur þekkst.

Kapphlaupið um bílabatteríin
Rafbílar Rafknúin farartæki eru vissulega mun algengari í dag en áður en þau eru hins vegar ekki ný af nálinni. Mynd: AFP

Á allra síðustu árum hafa bílaframleiðendur lagt síaukna áherslu á framleiðslu rafknúinna bifreiða. Í viðtölum við forsvarmenn framleiðenda hefur komið fram að innan fárra ára heyri framleiðsla á bílum sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti sögunni til. „Bílaframleiðandi sem ætlar að halda sig við bensín og dísil en hundsa rafmagnið verður að nátttrölli,“ sagði danskur bílainnflytjandi í nýlegu viðtali við danskt tímarit.

Ekki nýtilkomið

Þótt það sé fyrst á síðustu 25–30 árum að farið var að tala um rafmagn sem eldsneyti á bifreiðar og margur nútímamaðurinn heldur kannski að þá hafi það verið nýjung, þá er það aldeilis ekki rétt. Hugmyndin er eldri, raunar miklu eldri. Á þriðja áratug 19. aldar gerðu hugvitsmenn í ýmsum löndum tilraunir með að knýja hestvagna með vélarafli, þ.e. rafmagni. Ungverski presturinn Ányos Jedlik, sem var mikill áhugamaður um tæknilegar framfarir, smíðaði árið 1828 rafmagnsmótor sem hann setti í lítinn heimasmíðaðan bíl. Um líkt leyti smíðaði skoskur uppfinningamaður, Robert Anderson, bíl sem knúinn var með rafmagni. Í Groningen í Hollandi kom árið 1835 á götuna rafmagnsbíll sem Þjóðverji og Hollendingur höfðu smíðað. Margir fleiri, víða um lönd, voru á þessum árum að bauka við smíði rafbíla. Vandamálið var alls staðar það sama: Að geyma rafmagnið.

UppfinningamaðurRaymond Gaston Plantés fann upp rafgeyminn.

Tímamót, réttara væri kannski að segja straumhvörf, urðu árið 1859 en þá fann franskur eðlisfræðingur, Raymond Gaston Plantés, upp endurhlaðanlegan blásýrugeymi, landi hans, Camile Alponse Faure, endurbætti síðar þessa uppfinningu. Fyrsti fjöldaframleiddi rafbíllinn, Flocken Elektrowagen, kom á markaðinn 1888, hönnuður og framleiðandi hans var þýski verkfræðingurinn Andreas Flocken. Þessi bíll var ekki nein spíttkerra, vélin 1 hestafl og hámarkshraðinn 15 kílómetrar. Þessi bíll var, með margs konar endurbótum, framleiddur til ársins 1903.

Gullöldin 1890 –1920 og breyttir tímar

Síðasti áratugur 19. aldar og fram undir 1920 hefur stundum verið nefnd gullöld rafbílanna. Þeir höfðu ýmsa kosti fram yfir bíla knúna jarðefnaeldsneyti, mótorinn var einfaldari, enginn gírkassi, og gangsetning var auðveldari, það þurfti ekki að snúa í gang. Ókostirnir voru líka ýmsir, takmörkuð drægni, langur hleðslutími og hleðslustöðvar fáar og strjálar.

Þessa ókosti hefði kannski verið hægt að yfirvinna en nú kom nýtt til sögunnar sem segja má að hafi orðið banabiti rafbílanna, það var jarðefnaeldsneytið. Ný og aukin tækni varð til þess að stórauka vinnslu og lækka verð á eldsneyti sem dælt var úr iðrum jarðar og jafnframt varð mikil þróun í framleiðslu bensín- og dísilvéla sem ruddi öðrum orkugjöfum (rafmagni og gufu) úr vegi. Sprengihreyfillinn varð ofan á.

Eitt hestaflÞýski verkfræðingurinn Andreas Flocken ásamt eiginkonu sinni á ferð í fyrsta fjöldaframleidda rafbílnum.

Áratugum saman varð lítil þróun í hönnun og framleiðslu rafbíla. Rafknúin farartæki urðu vinsæl til ýmissa nota þar sem takmörkuð drægni kom ekki að sök, til dæmis golfbílar og lyftarar. Breski mjólkurpósturinn sem ók heim að hverjum húsdyrum fór mjög snemma að nota rafbíla við dreifinguna. Stóru bílaframleiðendurnir sýndu rafbílum hins vegar lítinn áhuga, olíuverðið var lágt og því lítill hvati til nýjunga. Það átti eftir að breytast.

Olíukreppan 1973 ýtti við framleiðendum

Á haustmánuðum 1973 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu upp úr öllu valdi. Þetta ástand varði í um það bil hálft ár og hefur í sögubókum fengið nafnið Olíukreppan 1973. Orsakir þessa ástands verða ekki raktar hér en kreppan varð til þess að bifreiðaframleiðendur og vísindamenn fóru að horfa til „nýrra“ valkosta og þar var rafmagnið efst á blaði. Settur var aukinn kraftur í að bæta rafhlöður og hanna ökutæki. Hertar kröfur um minni mengun neyddu bílaframleiðendur til að finna lausnir. Bílaframleiðandinn Toyota kynnti árið 1997 bíl sem fengið hafði heitið Prius. Tilkoma hans markaði tímamót en Priusinn var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíll í heimi. Þessi bíll gekk fyrir bensíni en hlóð jafnframt rafmagni inn á stórt batterí þegar ekið var undan halla eða bremsað, til dæmis við gatnamót. Bíllinn sá sjálfur um að skipta á milli bensíns og rafmagns.

Rafbíllinn endurfæddur

NútíminnRafbílar nútímans eru margir hverjir rennilegir.

Árið 2003 stofnuðu tveir menn, Martin Eberhard og Marc Tarpenning, fyrirtæki sem þeir nefndu Tesla Motors. Fyrsti bíllinn frá þeim félögum nefndist Tesla Roadster, sá var byggður á breskum sportbíl, Lotus Elise. Akstursdrægni þessa nýja bíls var 320 kílómetrar sem var langum meira en í öðrum rafbílum sem nú voru að koma á markaðinn. Þessi fyrsta Tesla var dýr, kostaði um það bil 100 þúsund bandaríkjadali (tæpar 14 milljónir íslenskar). Rafhlaðan var svipuð þeim sem notaðar voru í fartölvum. Teslan varð mörgum bílaframleiðendum hvati til frekari þróunar. Árið 2010 setti Nissan á markaðinn nýjan rafbíl sem fékk nafnið Leaf. Hann var með yfir 100 kílómetra drægni og verðið var einungis fjórðungur þess sem þurfti að punga út fyrir Teslu Roadster. Nissan Leaf var árum saman mest seldi rafbíll heims.

Stærri og stærri batterí

Hafi einhverjir, fyrir nokkrum árum, haft efasemdir um að rafbílar ættu framtíðina fyrir sér, eru slíkar efasemdir foknar út í veður og vind. Næstum allir bílaframleiðendur leggja nú aukna áherslu á rafbíla, ýmist þá sem eingöngu notast við rafmagn eða svokallaða blendingsbíla sem nota bensín og rafmagn. Vísindamenn og sérfræðingar keppast nú hver um annan þveran að þróa æ fullkomnari batterí. Fullkomnari að því leyti að geta geymt meiri og meiri orku og jafnframt taki skemmri tíma að hlaða.

Fyrr í þessum mánuði kynnti breska fyrirtækið Nyobolt nýtt batterí. Þar kom fram að aðeins tekur 4 mínútur og 37 sekúndur að ná 80 prósent hleðslu. Sambærilegt batterí í Teslu er 15 til 20 mínútur að ná sömu hleðslu. Á kynningarfundinum kom fram að fyrirtækið áætlar að þetta nýja batterí verði komið í bifreiðar um mitt næsta ár.

Í júlí á síðasta ári tilkynnti bílaframleiðandinn Toyota að þar á bæ væri unnið að nýrri gerð batterís sem væri léttara og ódýrara en þau batterí sem nú þekkjast og hefði drægni upp á allt að 1.200 kílómetrum. Þetta nýja batterí segir Toyota að verði komið í gagnið snemma á næsta áratug. Suður-kóreanski framleiðandinn LG Energy Solution hefur tilkynnt um nýja gerð batterís sem verði komin á markaðinn árið 2028.

Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú dæmi um þá öru þróun sem nú á sér stað í þessum efnum, og þetta eru síður en svo einu dæmin, allir bílaframleiðendur eru í sömu keppninni.

Kjósa
78
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GOR
    Gunnar Oddur Rósarsson skrifaði
    Það þarf að leggja niður þann ósið að flytja nær einungis vondar fréttir. Það er ekki rétt að engar fréttir séu góðar fréttir. Nema aunkvað skelfilegt sé í gangi. Góðar fréttir fá ekki nægt rými. Og hana nú!
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Mér hefur aldrei leiðst við að lesa það sem Borgþór Arngrímsson skrifar.
    3
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Já ágæt grein. Væri gaman að lesa meira í þessum dúr hér á Heimildinni. Hvað finnst öðrum um það?
    16
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
4
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár