Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hreinsunaraðgerðir vegna hermannaveikismits

Her­manna­veikismit kom upp í fleiri íbúð­um í Vatns­holti í Reykja­vík. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið seg­ir smit­ið stað­bund­ið og ekki hafa borist í dreifi­kerfi kalds vatns.

Hreinsunaraðgerðir vegna hermannaveikismits
Sjómannaskólinn Húsin tvö eru á svokölluðum Sjómannaskólareit og eru fyrir fólk eldra en 60 ára. Mynd: Mendso

Unnið er að ítarlegum hreinsunaraðgerðum í leiguíbúðum fyrir fólk yfir 60 ára við Vatnsholt 1 og 3 eftir að Legionella, bakterían sem veldur hermannaveiki, fannst í lögnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hefur einn íbúi veikst.

Heimildin greindi í gær frá því að bakterían hefði fundist í báðum húsunum en ein manneskja hafði greinst með hermannaveiki í Vatnsholti 1 sem stendur við svokallaðan Sjómannaskólareit. Hermannaveiki veldur helst alvarlegum veikindum hjá þeim sem hafa undirliggjandi áhættuþætti, til að mynda háan aldur.

Heilbrigðiseftirlitið fór í hreinsunaraðgerðir í kjölfarið sem ekki báru nægilegan árangur. Í tilkynningunni segir að bakterían sé bundin við húsin tvö sem Leigufélag aldraðra lét reisa fyrir íbúa yfir sextugu. Bakterían hafi ekki borist úr dreifikerfi kalda vatns.

„Í lok maí fór starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sýnatöku í íbúð í húsnæði í Vatnsholti að beiðni sóttvarnarlæknis vegna gruns um vöxt Legionella bakteríu í baðvatni,“ segir í tilkynningunni. „Sýnatökur staðfestu vöxt í þeim sýnum. Þann 4. júní þegar frumniðurstöður lágu fyrir voru íbúar upplýstir um stöðu mála.“

Í framhaldinu var farið í sýnatökur til að kanna hvort smit væru í fleiri íbúðum og var það staðfest. „Þann 1. júlí voru einnig tekin sýni í öðru húsi. Var það gert þar sem húsin eru sambærileg en á þeim tímapunkti voru ekki vísbendingar um smit í því húsi. Frumniðurstöður úr þeirri sýnatöku staðfestu smit í báðum húsum og hafa íbúar í seinna húsinu einnig verið upplýstir,“ segir í tilkynningunni.

Hreinsunaraðgerðir í vikunni

Heilbrigðiseftirlitið mun fara í hreinsunaraðgerðir sem þarf að skipuleggja vel og krefjast töluverðs mannafla, að því segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að af aðgerðum verði í þessari viku. Íbúar húsanna hafa verið beðnir um að fara ekki í sturtu í íbúðunum þar til hreinsun er lokið.

Hermannaveiki orsakast af bakteríunni legionella pneumophila og eru náttúruleg heimkynni hennar í vatni. Smit geta orðið þegar svifúði myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum og berst í öndunarveg fólks. Alvarleg veikindi verða helst hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. Eru þeir til dæmis hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.

„Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella“

Helstu einkenni hermannaveiki eru hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur, að því fram kemur á Vísindavefnum. „Lungnabólga er alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða í 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki er 2–10 dagar.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár