Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Landsbókasafn keypti ræstingar fyrir hundruð milljóna án útboðs

Dag­ar, fyr­ir­tæki föð­ur for­sæt­is­ráð­herra, þreif Þjóð­ar­bók­hlöð­una fyr­ir tugi millj­óna á ári án þess að far­ið væri í út­boð. Stjórn­end­um var ít­rek­að og yf­ir margra ára tíma­bil bent á að kaup á þjón­ustu yf­ir 15,5 millj­ón­um væru út­boðs­skyld.

Landsbókasafn keypti ræstingar fyrir hundruð milljóna án útboðs
Þjóðarbókhlaðan Sama fyrirtækið hefur séð um þrif á húsinu í nær þrjá áratugi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS Ísland og hefur lengi verið með yfirburðastöðu á íslenskum ræstingamarkaði, hefur fengið tugi milljóna króna greiðslur á ári fyrir að þrífa Þjóðarbókhlöðuna. Þrifin hafa verið á grundvelli samnings frá 2009 en ekki hefur verið gert útboð vegna þeirra í nær þrjá áratugi.

Útboð var síðast gert árið 1995 en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna. Það sem af er þessu ári hafa Dagar fengið tæpar 26 milljónir króna í greiðslur frá safninu og alls nær 270 milljónir frá því í maí 2019.

Heimildin hefur undir höndum tölvupóstsamskipti samkeppnisaðila við Landsbókasafnið og tvö ráðuneyti frá ársbyrjun 2019 þar sem stjórnendum er bent á að þjónustan sé útboðsskyld.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður staðfestir að útboð hafi verið auglýst í maí og að samið verði við nýjan aðila um þrifin frá og með þessu sumri. Hún segir að útboð hafi tafist af ýmsum ástæðum.

„Við erum ekki ánægð með hversu lengi þetta dróst“

„Við vorum að skipta um fjármálastjóra og þess vegna hefur þetta dregist svolítið,“ segir hún. „Fólk var að hætta og nýir að koma inn og svo voru veikindi. En við erum ekki ánægð með hversu lengi þetta dróst.“

Ingibjörg staðfestir að samkeppnisaðili Daga hafi bent á að ræstingarnar væru útboðsskyldar í byrjun árs 2019 og að útboðsmál hafi þá verið í skoðun. „Við höfum ekki verið mikið í útboðum, við erum bara þannig stofnun,“ segir hún. „En við erum að taka okkur á og vildum fara í þetta og auðvitað þurfum við að gera þetta því að það er stundum niðurskurður eins og hjá öllum öðrum ríkisstofnunum.“

Ráðuneytið steig inn í málið

Markmið með lögum um opinber innkaup, þar sem viðmiðunarákvæði um fjárhæðir útboðsskyldra verka eru tilgreind, er „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem Landsbókasafnið heyrir undir, var bent á málið í ágúst 2021 en fyrirspurninni var ekki svarað.

„Ráðuneytið mun fylgjast með framgangi málsins hjá stofnuninni“

Fjármála- og efnahagsráðuneytið steig inn í málið í byrjun árs 2023 eftir að ráðuneytinu barst fyrirspurn. „Ráðuneytið hefur tekið málið til skoðunar og eftir mat á svörum Landsbókasafns er það mat ráðuneytisins að tímabært sé að bjóða þjónustuna út að nýju en samningar við núverandi samningsaðila hafa verið gerðir á grundvelli eldra útboðs frá 1995,“ sagði í svarinu frá febrúar 2023. „Landsbókasafnið hefur veitt þær upplýsingar að unnið sé að undirbúningi útboðs skv. lögum um opinber innkaup og að verkefnið verði auglýst á næstu mánuðum. Ráðuneytið mun fylgjast með framgangi málsins hjá stofnuninni.“

Útboðið fór hins vegar ekki af stað í rúmt ár eftir inngrip ráðuneytisins en það var loks auglýst í maí 2024, skilafrestur rann út í júní og gengið er nú frá samningum við það fyrirtæki sem lægst bauð að sögn Ingibjargar.

Fjölskylda forsætisráðherra eigendur

Dagar var upphaflega stofnað sem Ræstingamiðstöðin árið 1980 en var keypt af alþjóðlega fyrirtækinu ISS árið 2000. Árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins öllhlutabréf í því og breyttu nafni þess ári síðar í Dagar. Um 750 manns starfa hjá fyrirtækinu um land allt.

Einar Sveinsson og Benedikt SveinssonFaðir og föðurbróðir forsætisráðherra eiga meirihluta í Dögum.

Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður. Félagið hagnaðist um 405 milljónir króna á rekstri sínum í fyrra en ekki var greiddur arður til eigenda frekar en undanfarin ár. Arðgreiðslur á árunum 2016 til 2018 námu hins vegar hátt á annan milljarð króna og runnu til fyrri eigenda fyrirtækisins.

Forsætisráðherra í stjórn fyrir mistök

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og sonur Benedikts Sveinssonar, var skráður í stjórn félagsins í ársreikningi þess árið 2016. Guðmundur Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri og frændi Bjarna, sagði Bjarna aldrei hafa komið nálægt rekstrinum og að skráningin hafi verið mistök.

Fyrirtækið hefur á undanförnum árum landað stórum samningum við hið opinbera, meðal annars í ráðuneytum, og boðið allt að 70 prósentum lægra verð en aðrir þátttakendur.

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    einar hjörleifsson skrifaði
    skv. opnum reikningum er ISS með þetta frá ríkinu:
    2019 905
    2020 1123
    2021 1097
    2022 1207
    2023 2089
    2
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Allir að mjólka kúnna.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár