Sanna í þingframboð

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, stefn­ir á fram­boð til Al­þing­is á næsta ári.

Sanna í þingframboð
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalista stefnir á þingframboð. Mynd: Bára Huld Beck

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur leitt skipulag fyrir framboð flokksins til Alþingis og hyggst bjóða sig fram til þings ef hún hlýtur stuðning flokksfélaga sinna til þess. Þingkosningar eru á dagskrá á næsta ári.

„Ég er að hlusta á félaga mína og mér heyrist þetta vera viljinn,“ sagði Sanna í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í gær.

„Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni“

Aðspurð hvaða flokka hún sæi fyrir sér að Sósíalistar störfuðu með á þingi nefndi hún enga ákveðna flokka. „Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni,“ sagði hún. „Þú ert með stefnu flokkanna og svo praxís, hvernig flokkarnir starfa, þannig að það er ekkert hægt að segja hvaða flokkur er hvernig.“

Fagna fleiri flokkum á þing

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem einnig var gestur þáttarins, sagði að henni litist vel á að fá Sósíalista á þing. „Ég mundi náttúrulega alveg gleðjast mjög mikið að sjá hana Sönnu með okkur þarna inni og hún hefur fullt erindi þangað eins og Sósíalistar, það er ekki flóknara en það,“ sagði hún.

„Ég fagna því að fá fleiri flokka, ólíkt sumum valdaflokkum sem vilja takmarka lýðræði hvað þetta varðar,“ bætti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við. „Okkur vantar meiri fjölbreytni og stærri lýðræðislega rödd. Þau vilja breyta kosningakerfinu þannig að þau í rauninni gefa minni flokkum minni líkur á að komast á þing af því að þeim finnst svo rosalega erfitt að starfa á þingi með marga flokka. Það fer fyrir hagsmunarekstrinum þeirra.“

„Við þvælumst fyrir,“ bætti Inga við.

Varð yngsti borgarfulltrúinn

Sanna varð yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur þegar hún náði 26 ára gömul kjöri í borgarstjórn árið 2018. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Þá er hún með MA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.

Sósíalistaflokkurinn fékk ekki nægilegt fylgi í Alþingiskosningum 2021 til þess að fá þingmann kjörinn. Flokkurinn mældist með 6 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag.

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frábært að Sanna ætli að taka þennan slag, þingheimur verður betri heimur með Sönnu innanborðs.
    1
  • BE
    Birna Einarsdóttir skrifaði
    Góðar fréttir!
    1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Trúi því að Sanna sé heil í gegn.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf haft góða tilfinningu fyrir Sönnu virkar á mig eins og gegnheil manneskja.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara niðurlægð“
1
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku
9
Fréttir

Skugg­inn af frelsi Ju­li­ans er glæpa­væð­ing blaða­mennsku

Sátt banda­rískra stjórn­valda við Ju­li­an Assange fel­ur í sér að þau telji hann hafa brot­ið lög með blaða­mennsku en ekki njósn­um eða tölvuglæp­um.. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sem leyf­ir sér nú að fagna frels­un Ju­li­ans. Mála­lok­in feli hins veg­ar í sér sögu­lega en óhugn­an­lega nið­ur­stöðu fyr­ir blaða­menn um all­an heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
6
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
8
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
7
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
9
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár