Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sanna í þingframboð

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, stefn­ir á fram­boð til Al­þing­is á næsta ári.

Sanna í þingframboð
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalista stefnir á þingframboð. Mynd: Bára Huld Beck

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur leitt skipulag fyrir framboð flokksins til Alþingis og hyggst bjóða sig fram til þings ef hún hlýtur stuðning flokksfélaga sinna til þess. Þingkosningar eru á dagskrá á næsta ári.

„Ég er að hlusta á félaga mína og mér heyrist þetta vera viljinn,“ sagði Sanna í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í gær.

„Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni“

Aðspurð hvaða flokka hún sæi fyrir sér að Sósíalistar störfuðu með á þingi nefndi hún enga ákveðna flokka. „Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni,“ sagði hún. „Þú ert með stefnu flokkanna og svo praxís, hvernig flokkarnir starfa, þannig að það er ekkert hægt að segja hvaða flokkur er hvernig.“

Fagna fleiri flokkum á þing

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem einnig var gestur þáttarins, sagði að henni litist vel á að fá Sósíalista á þing. „Ég mundi náttúrulega alveg gleðjast mjög mikið að sjá hana Sönnu með okkur þarna inni og hún hefur fullt erindi þangað eins og Sósíalistar, það er ekki flóknara en það,“ sagði hún.

„Ég fagna því að fá fleiri flokka, ólíkt sumum valdaflokkum sem vilja takmarka lýðræði hvað þetta varðar,“ bætti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við. „Okkur vantar meiri fjölbreytni og stærri lýðræðislega rödd. Þau vilja breyta kosningakerfinu þannig að þau í rauninni gefa minni flokkum minni líkur á að komast á þing af því að þeim finnst svo rosalega erfitt að starfa á þingi með marga flokka. Það fer fyrir hagsmunarekstrinum þeirra.“

„Við þvælumst fyrir,“ bætti Inga við.

Varð yngsti borgarfulltrúinn

Sanna varð yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur þegar hún náði 26 ára gömul kjöri í borgarstjórn árið 2018. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Þá er hún með MA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.

Sósíalistaflokkurinn fékk ekki nægilegt fylgi í Alþingiskosningum 2021 til þess að fá þingmann kjörinn. Flokkurinn mældist með 6 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frábært að Sanna ætli að taka þennan slag, þingheimur verður betri heimur með Sönnu innanborðs.
    2
  • BE
    Birna Einarsdóttir skrifaði
    Góðar fréttir!
    2
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Trúi því að Sanna sé heil í gegn.
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf haft góða tilfinningu fyrir Sönnu virkar á mig eins og gegnheil manneskja.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
5
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár