Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sanna í þingframboð

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, stefn­ir á fram­boð til Al­þing­is á næsta ári.

Sanna í þingframboð
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalista stefnir á þingframboð. Mynd: Bára Huld Beck

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur leitt skipulag fyrir framboð flokksins til Alþingis og hyggst bjóða sig fram til þings ef hún hlýtur stuðning flokksfélaga sinna til þess. Þingkosningar eru á dagskrá á næsta ári.

„Ég er að hlusta á félaga mína og mér heyrist þetta vera viljinn,“ sagði Sanna í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í gær.

„Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni“

Aðspurð hvaða flokka hún sæi fyrir sér að Sósíalistar störfuðu með á þingi nefndi hún enga ákveðna flokka. „Þau sem eru til vinstri og eru það í alvörunni,“ sagði hún. „Þú ert með stefnu flokkanna og svo praxís, hvernig flokkarnir starfa, þannig að það er ekkert hægt að segja hvaða flokkur er hvernig.“

Fagna fleiri flokkum á þing

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem einnig var gestur þáttarins, sagði að henni litist vel á að fá Sósíalista á þing. „Ég mundi náttúrulega alveg gleðjast mjög mikið að sjá hana Sönnu með okkur þarna inni og hún hefur fullt erindi þangað eins og Sósíalistar, það er ekki flóknara en það,“ sagði hún.

„Ég fagna því að fá fleiri flokka, ólíkt sumum valdaflokkum sem vilja takmarka lýðræði hvað þetta varðar,“ bætti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við. „Okkur vantar meiri fjölbreytni og stærri lýðræðislega rödd. Þau vilja breyta kosningakerfinu þannig að þau í rauninni gefa minni flokkum minni líkur á að komast á þing af því að þeim finnst svo rosalega erfitt að starfa á þingi með marga flokka. Það fer fyrir hagsmunarekstrinum þeirra.“

„Við þvælumst fyrir,“ bætti Inga við.

Varð yngsti borgarfulltrúinn

Sanna varð yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur þegar hún náði 26 ára gömul kjöri í borgarstjórn árið 2018. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Þá er hún með MA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.

Sósíalistaflokkurinn fékk ekki nægilegt fylgi í Alþingiskosningum 2021 til þess að fá þingmann kjörinn. Flokkurinn mældist með 6 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Frábært að Sanna ætli að taka þennan slag, þingheimur verður betri heimur með Sönnu innanborðs.
    2
  • BE
    Birna Einarsdóttir skrifaði
    Góðar fréttir!
    2
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Trúi því að Sanna sé heil í gegn.
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf haft góða tilfinningu fyrir Sönnu virkar á mig eins og gegnheil manneskja.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár