Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur

Sótt­varna­lækn­ir kenn­ir dalandi þátt­töku í bólu­setn­ing­um um fjölg­un til­fella far­sótta hér á landi eft­ir heims­far­ald­ur COVID-19.

Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur
Mislingar Sóttvarnalæknir segir að dregið hafi úr MMR bólusetningum sem verja gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Mynd: Shutterstock

Rúmlega hundrað tilfelli kíghósta hafa greinst á Íslandi það sem af er ári, sjö tilfelli hettusóttar og tvö tilfelli mislinga. Sjúkdómarnir hurfu hérlendis á meðan COVID-19 faraldurinn reið yfir en hafa nú snúið aftur.

Í Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis sem kom út í dag, er varað við því að dregið hafi úr þátttöku í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum á undanförnum árum. „Þessir sjúkdómar voru skæðir vágestir á Íslandi áður en almennar bólusetningar gegn þeim hófust en ekki hefur tekist að útrýma þeim úr heiminum,“ segir í fréttabréfinu. „Þeir greinast því reglulega erlendis og hérlendis hafa komið hópsýkingar eða hrinur á nokkurra ára fresti. Þátttaka í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum hefur dalað víða í heiminum, ástand sem versnaði á meðan faraldurinn geisaði, og þá eykst hættan á dreifingu sjúkdómanna.“

Ónóg þátttaka í MMR bólusetningu

Tveir fullorðnir einstaklingar hafa greinst með mislinga það sem af er ári, annar í febrúar og hinn í apríl. Báðir höfðu smitast erlendis, en þetta var fyrsta smitið hér á landi síðan níu greindust í hópsmiti árið 2019.

Mislingar er bráðsmitandi og skæður veirusjúkdómur sem smitast með úðasmiti frá öndunarvegi. Sjúkdómurinn var skæður á 19. öld og fram eftir 20. öld en mjög dró úr nýgengi hans eftir að skipulagðar bólusetningar tveggja ára barna hófust 1976.

„Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins“

Þátttaka Íslendinga í seinni skammti MMR bólusetningar dalaði á árunum 2021 til 2023 og fór undir 90 prósent. MMR bóluefni beinist gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. „Ljóst er að með ónógri þátttöku í bólusetningum er hætta á að mislingar breiðist hér út berist smit til landsins,“ segir í fréttabréfinu. „Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins. Stórir faraldrar brutust út, m.a. í Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og nágrannaríkjum og var tíðni hæst meðal ungra barna.“

Ný hrina kíghósta

Sömuleiðis greindist enginn með kíghósta á tímum COVID-19 heimsfaraldursins en hrinur koma gjarnan á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking, sérstaklega hjá börnum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hins vegar greindust tveir fullorðnir einstaklingar með kíghósta í byrjun apríl og voru það fyrstu tilfellin síðan 2019. Síðan þá hafa rúmlega 100 manns á aldrinum 1 til 68 ára greinst hér á landi, 75 þeirra með PCR-prófi og 30 til viðbótar með klínískri greiningu.

Bólusetningar barnshafandi kvenna við kíghósta hófust hér á landi á árið 2019 til þess að vernda nýbura fyrir sjúkdómnum að erlendu fordæmi. „Bólusetning gegn kíghósta hófst á Íslandi árið 1927 og skiplagðar almennar bólusetningar árið 1959,“ segir í fréttabréfinu. „Eftir það dró umtalsvert úr fjölda tilfella og sjúkdómurinn nánast hvarf til ársins 2012 þegar kíghósti tók að greinast aftur í meira mæli hér á landi. Kíghósti er landlægur víða í heiminum og eftir litla dreifingu á meðan heimsfaraldur COVID-19 stóð yfir hefur tilfellum í Evrópu fjölgað á ný.

Hettsótt með alvarlega fylgikvilla

Sjö einstaklingar á aldrinum 14 til 42 ára greindust hér á landi með hettusótt í febrúar og mars á þessu ári. Síðast greindist eitt stakt tilfelli árið 2020

„Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum“
HettusóttHettusótt getur valdið bólgum í andliti.

Hettusótt var nánast horfin í lok 20. aldar eftir að MMR bólusetning hafði náð útbreiðslu. Nokkrar hópsýkingar komu upp á þessari öld en engin tilfelli greindust árin 2021 til 2023. „Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum, sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum, á borð við heilabólgu, heyrnarskerðingu, bólgu í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum. Bólgur í síðastnefndu líffærunum geta valdið ófrjósemi.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Ég fékk mislinga 3ja ára gömul og man því lítið hvernig mér leið. En ég fékk líka hlaupabólu 11-12 ára og man vel eftir henni. Klæjaði hræðilega mikið og mamma var á hlaupum að gæta þess að ég næði ekki í hárburstann hennar, en hann var með göddum og tilvalinn til að klóra sér með. Hvernig sem hún faldi hann, fann ég hann alltaf að lokum. Kíghósta fékk ég líka og var ekki hugað líf, hóstaði og kúgaðist á milli þess, sem ég var að kafna. Mér leið alveg hræðilega. Hlaupabólan er lunskur skratti og felur sig niður við mænuna og gýs svo upp einhvern tímann seinna og kallast þá Ristill. Og það er ekki gott að fá þann skratta. Fyrsta árið fylgdu sárir verkir eins og hníf væri stungið í hálsinn, þar sem ég fékk hann og í 8 ár á eftir, var ég með óhemju kláða á öllu ristilsvæðinu. Í guðanna bænum látið sprauta börnin ykkar við þessum alvarlegu sjúkdómum, svo og hettusótt.
    5
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Nú á að byrja á hræðsluáróðri til að fá alla í bólusetningu ;) Ég fékk mislinga og allir í kring um mig. það dó enginn.. þó tveir hafi fengið mislinga á undanförnum 2 árum og 2 kíghósta þá er það varla stórfrétt.
    -13
    • HJ
      Helga Jónsdóttir skrifaði
      Þú hefðir átt að heyra lýsingar móður minnar á því þegar þriggja mánaða gömul systir mín blánaði í verstu kíghóstaköstunum og hún hélt að hún mundi deyja. Sjálf man ég að bróðir minn, þá ungur maður, varð mjög þungt haldinn af hettusótt. Að sleppa bólusetningum er glæpsamlegt skeytingarleysi um heilsu okkar nánustu og annarra. Þó að þú og þín fjölskylda hafi ekki dáið úr mislingum er ég viss um að sum ykkar hefðu alveg viljað sleppa við þá reynslu.
      16
    • GDE
      Guðrún Dagný Einarsdóttir skrifaði
      Ég fékk líka mislinga. Ég lifði það af og fékk ekki varanlegan skaða af þeim, en hef aldrei verið jafn hundveik og þá. Það þurfti að vaka yfir mér í nokkra sólarhringa og ég vissi ekki af mér í langan tíma á eftir. Ég veit það ekki fyrir víst, en mig grunar sterklega að þrálátir höfuðverkir sem hrjáðu mig í áratugi hafi að einhverju leyti verið aukaverkun vegna mislinganna. Þó að flestir sleppi sem betur fer nokkuð vel frá þessum sjúkdómum er samt ekki ástæða til að líta svo á að þeir séu ekki hættulegir.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
7
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
8
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjalla um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár